�?k á brott eftir að hafa ekið á rútu í þjóðgarðinum

Lögreglan á Selfossi tók tvo ökumenn fyrir meintan ölvunarakstur í vikunni. Annar þeirra var á ferð í þjóðgarðinum á Þingvöllum skömmu eftir hádegi á laugardag. Maðurinn hafði ekki meiri stjórn á bifreiðinni en það að hann ók á rútu sem var kyrrstæða á bifreiðastæði við Flosagjá. (meira…)

Neitaði að hafa kastað nokkru frá sér við yfirheyrslu

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af manni þar sem hann var á gangi á bílastæði við hótel Örk snemma á sunnudagsmorgun. Maðurinn reyndist nokkuð ölvaður. Þegar lögreglumenn höfðu tal af honum læddi hann hendi í vasa og þegar hann tók hana upp aftur sáu lögreglumenn að hann kastaði einhverju frá sér. (meira…)

Nýr ferða �?og menningarvefur um Vestmannaeyjar

Opnaður hefur verið glæsilegur ferða –og menningavefur um Vestmannaeyjar; www.VisitWestmanIslands.com , á þessu vefsvæði er hægt að finna allar þær nauðsynlegu upplýsingar um Vestmannaeyjar. (meira…)

Sektað fyrir 25 milljónir

Alls hafa 1100 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli frá 1. júní til 26. ágúst á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má áætla að hver sekt nemi um 22500 krónum sem gerir samtals tæplega 25 milljónir króna í ríkissjóð. (meira…)

3. flokkur Íslandsmeistari í 7 manna fótbolta

3. flokkur kvenna tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í 7 manna bolta en úrslitakeppnin fór fram í Vestmannaeyjum. Liðin fimm léku öll í einum riðli og spiluðu allir við alla en það lið sem hlaut flest stig varð Íslandsmeistari. Stelpurnar misstu niður þriggja marka forystu í fyrsta leiknum og gerðu jafntefli gegn Sindra […]

Steindautt 0-0 jafntefli á Selfossi

Selfyssingar og KS/Leiftur mættust í dag í toppslag 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn var tilþrifalítill og markalaus, en bæði lið misnotuðu upplögð dauðafæri. Sævar Þór Gíslason fékk besta færi Selfoss en markvörður gestanna varði frá honum vítaspyrnu. (meira…)

Hamar í ágætri stöðu

Hamar frá Hveragerði er í ágætri stöðu eftir 2-1 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í úrslitakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu á Grýluvelli í dag. Sveinn Þór Steingrímsson og Vladan Kostadinovic skoruðu mörk Hamars í síðari hálfleik en gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik. (meira…)

�?ruggur sigur á KA

ÍBV sýndi í gærkvöldi að það er á útivelli sem hlutirnir gerast því strákarnir unnu öruggan sigur á KA, 0:2 á Akureyri. Í leikjum gærkvöldsins náði þróttur tveggja stigs forystu með því að bera sigurorð af Njarðvík á útivelli 1-0.Þróttur hefur hlotið 40 stig, en Grindavík er í 2. sæti með 38 stig og leik […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.