Hamar í ágætri stöðu

Hamar frá Hveragerði er í ágætri stöðu eftir 2-1 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í úrslitakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu á Grýluvelli í dag. Sveinn Þór Steingrímsson og Vladan Kostadinovic skoruðu mörk Hamars í síðari hálfleik en gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik. (meira…)
Um 110 björgunarmenn í 23 hópum eru við störf á svæðinu

Undir lok leitar í gærkvöldi fundust spor í um 1700m hæð við Hrútfallstinda á mjög erfiðu svæði. Strax í morgun var flogið með sérþjálfaða klifurmenn þangað og munu þeir leita það svæði eins og hægt er í dag. (meira…)
�?ruggur sigur á KA

ÍBV sýndi í gærkvöldi að það er á útivelli sem hlutirnir gerast því strákarnir unnu öruggan sigur á KA, 0:2 á Akureyri. Í leikjum gærkvöldsins náði þróttur tveggja stigs forystu með því að bera sigurorð af Njarðvík á útivelli 1-0.Þróttur hefur hlotið 40 stig, en Grindavík er í 2. sæti með 38 stig og leik […]
Mælist enn til þess að Árni Mathiesen boði þingmenn til fundar

„Ég styð tillögurnar heils hugar. Staða sveitarfélaga í kjördæminu var döpur fyrir og kvótaskerðingin er nánast eins og högg undir beltisstað fyrir útvegsstaði okkar,“ segir Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Á hann við tillögur sem bæjarstjórn lagði fram í gær sem mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingarinnar. (meira…)
Fyrsta skóflustungan tekin að átöppunarverksmiðju IWH

Í morgun tók Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings ehf., fyrstu skóflustungu að nýrri átöppunarverksmiðju félagsins að Hlíðarenda í Ölfusi. Verksmiðjan verður um 6.600 fermetrar að stærð og tekur hún vatn sitt úr Ölfusbrunni sem talinn er vera tæplega fimm þúsund ára gamall. (meira…)
Rafmagn tekið af í Vestmannaeyjum klukkan eitt eftir miðnætti

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi. Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3 í 11 kV. Einnig hafa verið lagðir nýir […]
Kynnir hugmyndir að mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskveiðikvóta

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, um borð í fiskiskipinu Vestmannaey VE í Friðarhöfn. Á fundinum verða lagðar fram hugmyndir Vestmannaeyinga að mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa Vestmannaeyjum til að mæta þeim mikla niðurskurði í kvótaúthlutun í þorskveiðum. Fundurinn hefst klukkan 14.00 en fréttatilkynningu Vestmannaeyjabæjar vegna fundarins má lesa hér að neðan. […]
Eftir að tjöld þeirra fundust á jöklinum

Fjallabjörgunarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru nú við leit á Svínafellsjökli en tjöld tveggja Þjóðverja sem leitað hefur verið fundust á jöklinum fyrir stundu. (meira…)
Stór hluti af erlendu bergi brotinn

Alls voru 149 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í síðustu viku. Þykir það ansi mikill fjöldi en sem fyrr er stór hluti þeirra sem stöðvaður er af erlendu bergi brotinn. Þó virðist sem svo að íslendingar eigi líka erfitt með að virða hraðatakmörk hérlendis. (meira…)
Töðugjöld fóru vel fram

Töðugjöld, sem haldin voru í Rangárþingi ytra, bæði í Þykkvabæ og á Hellu um síðustu helgi fóru þau vel fram að mati lögreglunnar á Hvolsvelli. Nokkuð var af fólki á báðum stöðum og var lögreglan með nokkurn viðbúnað vegna þessa, en um 200 ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni og kannað með ástand þeirra, bæði á […]