Gullna hlið Vestmannaeyja

Miðbæjarfélagið Heimabær, var stofnað síðla árs 2021 af áhugafólki um miðbæ Vestmannaeyja. Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. Eitt af markmiðum félagsins er að skilgreina miðbæinn betur svo gestir og gangandi átti sig betur á því hvar hann er. Þá kviknaði sú hugmynd að setja […]

Að leita langt yfir skammt

Agnes Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi heimsótti Vestmannaeyjar í maí síðastliðnum og predikaði í Landakirkju. Hún segir kirkjuna ekki nógu sýnilega í íslensku þjóðlífi. Það sé jafnvel að fólk leiti langt yfir skammt að þjónustu sem kirkjan sé að veita, en fólk veit ekki af. Kirkjan sé ekki sýnileg, þó þörfin sé mikil. Ítarlegt viðtal við […]

Bruggmeistarar BB komu, sáu og sigruðu

Nú um helgina er haldin 10. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Þar safnast saman allir helstu bruggmeistarar Íslands og stilla fram nýrri vöru. Í ár voru 40 bjórar á boðstólnum. Á hátíðinni kjósa gestirnir bestu bjórana, og eins og kynnir hátíðarinnar tók svo skemmtilega fram, þá kemur sigurbjórinn þetta árið, ekki frá Íslandi, heldur Vestmannaeyjum. […]

Ásta Björt komin heim!

Ásta Björt Júlíusdóttir skrifaði í dag undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Ástu þarf ekki að kynna fyrir stuðningsfólki ÍBV enda Eyjakona í húð og hár og lék með félaginu allt þar til fyrir nýafstaðið tímabil. Þá færði hún sig yfir til Hauka og lék með þeim 20 leiki í Olísdeild kvenna í vetur […]

Klaufalegt, en við lærum

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur fengið erfiða byrjun á tímabilinu. Okkur lá forvitni á að vita hvað okkar eini sanni Hemmi Hreiðars hefði að segja um ástæður þess og framtíðarsýnina. Hemmi er í einlægu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta, einnig fengum við reynsluboltann, hana Margréti Láru til að fara yfir stöðuna. Næsta […]

Guðjón Pétur biðst afsökunar á framkomu sinni

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á framkomu sinni í leik gegn ÍA á Hásteinsvelli fyrir skömmu: Kæru stuðningsmenn og allir tengdir ÍBV. Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir […]

Hákon Helgi nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Alls sóttu tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns og var Hákon Helgi Bjarnason valinn úr þeim hópi, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Tekur Hákon Helgi við af Grétari Þór Eyþórssyni. Hákon Helgi lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MS í viðskiptafræði, með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, frá Copenhagen Business School 2013. […]

Börn og umhverfi – Rauði Krossinn

Um síðstu helgi fór fram tveggja daga námskeið á vegum Rauða krossins í Arnardrangi. Námskeiðið er haldið á hverju vori fyrir börn á 12. aldursári þar sem þau læra grunnhandtök í skyndihjálp. 11 börn sóttu námskeiðið nú, 9 stúlkur og 2 strákar. Fyrir áhugasama um skyndihjálp er hægt að nálgast skyndihjálpar-appið fyrir Apple- og android […]

Stór æfing innan og utanhafnar á morgun

Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Vestmannaeyjahöfn verða með sameiginlega mengunarvarnaæfingu þar sem varðskipið Þór, Lóðsinn, Friðrik Jesson og björgunarbáturinn Þór verða að störfum Æfingin fer bæði fram innan hafnar og austan við Vestmannaeyjar. Umhverfisstofnun hefur haft yfirumsjón með skipulagningu æfingarinnar sem er huti af árlegri æfingaáætlun Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar. Reiknað er með því að æfingin […]

Fasteignamat hækkar um 10,3%

Þjóðskrá Íslands hefur birt endurreiknað fasteignamat fyrir 2023. Matið er gert á hverju ári og miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2022 og tekur gildi 31. desember 2022. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár. Fasteignamat á Íslandi hækkar að meðaltali um 19,9%, en í fyrra nam hækkunin einungis 7,4%. Í Vestmannaeyjum hækkar fasteignamat um 10,3% […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.