Breytt skipurit í Safnahúsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag Safnahússins í Vestmannaeyjum. Safnahúsið samanstendur af átta söfnum eða safndeildum í eigu og umsjón Vestmannaeyjabæjar, þ.e. bókasafni, héraðsskjalasafni, Landlyst/Skanssvæði, listasafni, ljósmynda- og kvikmyndasafni, Sagnheimum, byggðasafni og náttúrugripasafni og Sigmundssafni. Þá heyrir fjölmenning undir Safnahúsið. Í minnisblaðinu […]

Vestmannaeyjabær fer fram á að ríkið greiði leigu

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Eins og fram hefur komið náðist samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um að öllu starfsfólki verði boðin störf á sömu kjörum við yfirfærsluna og hefur allt starfsfólk ákveðið að þiggja störf hjá nýjum rekstraraðila. Jafnframt fór […]

Guðný Charlotta Harðardóttir bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2021

Tilkynnt var i dag að Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikari verði bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2021. Athöfnin var óvanaleg, því í ljósi aðstæðna var henni  streymt frá Eldheimum. Guðný er yngsti  bæjarlistamaður Vestmanneyja í sögu verðlaunanna. Hún er mjög fjölhæfur listamaður, sem gaman verður að fylgjast með.   (meira…)

Bryggjudagur ÍBV í dag

Í dag laugardaginn 1.maí fer fram Bryggjudagur ÍBV handbolta. Að þessu sinni fer fram sala á ferskum fiski eingöngu en ekki kaffi og með því eða annað slíkt. Salan fer fram frá kl.11:00-13:30 í einni af krónnum niðri á Skipasandi. Það er því tilvalið að næla sér í dýrindis ferskt fiskfang og fara svo heim […]

Toyota og Lexus sýning í Eyjum

Toyota og Lexus halda sameiginlega bílasýningu hjá Nethamri Garðavegi 15 á föstudaginn 30. apríl frá kl. 16.30 til 18.30 og á laugardaginn 1. maí frá kl. 11.00 til 16.30. Allir helstu bílar úr vörulínum Toyota og Lexus verða til sýnis og klárir í reynsluakstur. Fjórir fjórhjóladrifnir Toyota bílar hafa slegið í gegn að undaförnu, nýr […]

Suðurlandsslagur í kvöld

ÍBV strákarnir taka á móti Selfoss í háspennuleik í Olísdeild karla í Íþróttamiðstöðinni í dag. Einu stigi munar á liðinum sem sitja í fjórða og sjötta sæti deildarinnar sem hefur sjaldan verið jafnari. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á ÍBV-TV. (meira…)

Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á […]

ÍBV – Stolt Eyjanna

Það hafa komið þeir tímar að erfitt hefur verið að vera hvort tveggja stuðningsmaður Arsenal og ÍBV. Hafandi stutt þessi lið í áratugi þá hefur maður upplifað bæði hæðir og lægðir; jafnvel svo að um munar. Í síðustu viku munaði minnstu að ég afmunstraði mig varanlega úr skipsrúmi hjá Arsenal, þ.e. þegar félagið hugðist rífa […]

Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir

Mjög góð þátttaka var miðvikudaginn 28. apríl í hádegiserindi um sjávarútvegsmál í Þekkingarsetrinu, 40 manns tóku þátt þegar Hörður Sævaldsson, Lektor við Sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri hélt erindi sem bar yfirskriftina: Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir. Hörður byrjaði erindi sitt á að kynna til leiks ýmislegt fræðsluefni sem hann, í samstarfi við […]

Val á bæjarlistamanni kynnt 1. maí

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021 í Eldheimum laugardaginn 1. maí kl 13:00. Þær Hekla Katrín Benonýsdóttir og Jóhanna Svava Darradóttir leika á klarinett. Þá kynnir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs valið á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021. Í framhaldi af því munu Sóley Óskarsdóttir og Þuríður Andrea Óttarsdóttir spila á gítar og syngja og að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.