Toyota og Lexus halda sameiginlega bílasýningu hjá Nethamri Garðavegi 15 á föstudaginn 30. apríl frá kl. 16.30 til 18.30 og á laugardaginn 1. maí frá kl. 11.00 til 16.30. Allir helstu bílar úr vörulínum Toyota og Lexus verða til sýnis og klárir í reynsluakstur.
Fjórir fjórhjóladrifnir Toyota bílar hafa slegið í gegn að undaförnu, nýr Toyota Highlander Hybrid , 70 ára afmælisútgáfa Toyota Land Cruiser með aflmeiri vél, nýr Toyota Hilux með stærri vél og aukinni dráttargetu og RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid. Þeir verða allir klárir í slaginn á planinu hjá Nethamri um helgina.
Nýr Toyota Highlander Hybrid kemur nú á markað í fyrsta sinn í V-Evrópu og þar með á Íslandi. Góð reynsla er komin á Highlander víða um heim frá því hann kom fyrst á markað árið 2000. Highlander er stór sportjeppi með mikið innanrými, tveggja tonna dráttargetu og veghæð sem sæmir jeppa eða 20,3 cm. Hröðun frá 0-100 km/klst. er 8,3 sek.
Nýr Toyota Hilux verður sýndur með verulegum breytingum. Ber þar hæst ný vél sem er 2,8 lítra í stað 2,4 lítra. Ný fjöðrun er komin í Hilux ásamt f leiri breytingum. 33″ breyting með heilsársdekkjum og felgum fylgir þegar keyptir eru aukahlutir fyrir 300.000 kr. eða meira hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota. Verðmæti kaupaukans er um 570.000 kr.
Toyota Land Cruiser heldur upp á 70 ára afmæli á þessu ári og er nú kominn með endurbætta vél sem eykur afl og hröðun bílsins. Honum fylgir veglegur kaupauki 33″ breyting, heilsársdekk og felgur, hliðarlistar, hlíf undir framstuðara, hlíf á afturstuðara, krómlisti á hlera, krómstútur á púst. Verðlistaverð kaupaukans: um 950.000 kr.
Einnig verður bíll ársins í Evrópu, Toyota Yaris Hybrid, á staðnum ásamt mest selda bíl í heimi Toyota Corolla og Toyota C-HR. Að lokum kynnum við Proace City sem er frábær viðbót í Toyota fjölskylduna. Stuttur flutningabíll eða rúmgóður fjölskyldubíll í Verso útgáfu.
Kristinn J. Einarsson sölustjóri Toyota Kauptúni og Birgir Bjarnason söluráðgjafi standa vaktina í Eyjum fyrir Toyota.
Rafmagnaður Lexus
Lexus kynnir (raf)magnaðan bíl Lexus UX 300e sem er ríkulega búinn 100% rafbíll. Lexus UX 300e er með 54 kílóvattstunda rafhlöðu og dregur rúmlega 300 km á hleðslunni. Rafmótorinn skilar 150 kílóvatta afli, 204 hestöflum, og togið er 300 Nm. Hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið tekur aðeins 7,5 sekúndur. Bíllinn fæst í þremur útfærslum, Comfort, Premium og Luxury.
Lexus RX 450h hefur afgerandi og sportlegt útlit, einstakt handbragð og þægindi fyrir bæði ökumann og farþega. Nýjasta útgáfan af Lexus Hybridkerfinu eykur enn afköst og hagkvæmni bílsins. Saman skila bensínvélin og Hybridkerfið 313 hestöflum. Tvær stærðir eru fáanlegar af RX 450h, fimm og sjö sæta.
Lexus NX 300h er fjórhjóladrifinn sportjeppi sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir djarfa hönnun, lipra akstureiginleika og fallegt útlit.
Arinbjörn Rögnvaldsson söluráðgjafi Lexus kynnir Lexus bíla hjá Nethamri um helgina.
Sjö ára ábyrgð er á öllum nýjum Toyota og Lexusbílum og þeim fylgir 3ja ára þjónustupakki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst