Athugasemd við yfirlýsingu tveggja bæjarstjóra um hjúkrunarheimili

Bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar sendu í dag frá sér yfirlýsingu varðandi rekstur hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum. Í tilkynningunni koma fram rangfærslur sem heilbrigðisráðuneytið leiðréttir hér með. Eins og komið hefur fram í tilkynningum frá ráðuneytinu sögðu þessi sveitarfélög upp samningum sínum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur hjúkrunarheimila og var í kjölfarið ákveðið að heilbrigðisstofnanir í […]

Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð neydd til hópuppsagna

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjögur sveitarfélög á landsbyggðinni þurft að greiða mörg hundruð milljóna króna með rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila, starfsemi sem er á ábyrgð ríkisins að fjármagna. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Umrædd sveitarfélög eru öll með samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur dvalar- […]

Gary Martin framlengir við ÍBV til þriggja ára

Gary Martin hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Auk þess að vera leikmaður mun Gary þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar. ,,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af […]

Leó tekur við sem formaður Eyverja

Aðalfundur Eyverja var haldinn á þriðjudagskvöld. Góðar umræður sköpuðust á fundinum þá var einnig var kosinn ný stjórn. Nýr formaður var kosinn Leó Viðarsson en hann tók við af Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur. Varaformaður var kosinn Borgþór Eydal Arnsteinsson. Aðrir í stjórn eru Arnar Gauti Egilsson, Elísa Sjöfn Sveinsdóttir, Snorri Rúnarsson, Sævald Gylfason, Tanya Rós Jósefsdóttir, […]

Styrkja Kvennaathvarfið um 80 þúsund

Fyrir fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku lá fyrir umsókn um rekstrarstyrk fyrir árð 2021 frá Kvennaathvarfinu. Athvarfið óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2021 að fjárhæð 250.000 kr. Niðurstaða Fjölskyldu- og tómstundaráðs var að veita 80.000 kr. styrk. (meira…)

Við eigum samleið

Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fram fer í maí vegna alþingiskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát. Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vettvangi Alþingis og það hafði […]

Framtíðarsýn, nýting og rekstur Herjólfsbæjar

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir áhugasömum aðilum um rekstur, nýtingu og framtíðarsýn Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Í október árið 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar í Herjólfsdal sem lauk árið 2006. Bærinn er tilgátuhús sem byggir á heimildum um hvernig hinn upphaflegi landnámsbær kann að hafa litið út. Húsið er byggt sem langhús og gripahús. Lista- og […]

Stelpurnar heimsækja Hauka

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka á Ásvöllum í dag klukkan 18:00. ÍBV stelpurnar hafa verið á góðu skriði í deildinni og unnið tvo síðustu leiki gegn Val og Fram og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Gestgjafarnir eru í sjötta sæti með tíu stig. Fram kemur á facebook síðu ÍBV að það að […]

Fimm vilja leiða VG í Suðurkjördæmi

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi.  Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður, Róbert Marshall, leiðsögumaður, bjóða sig fram í fyrsta sæti. Að auki […]

Eyjamenn meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir. Á meðal þeirra sem hlutu styrk er Eyjamaðurinn og iðnhönnuðurinn Emilía Borgþórsdóttir. Hún hlýtur styrk upp á tvær […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.