Niðurgreiðsla vegna garðslátta í heimagörðum og arfahreinsun

Vestmannaeyjabær býður eftirlaunaþegum og öryrkjum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum niðurgreiðslu af kostnaði vegna garðsláttarþjónustu sem það kaupir. Þjónustuþegar leita sjálfir til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á garðslátt. Niðurgreiðslan fyrir sumarið er að hámarki 20.000 kr á lóð gegn framvísun kvittunar fyrri þjónustuna. Alla jafna er boðið upp á slíka niðurgreiðslu þar sem allir fullorðnir […]
Herjólfur fær aukafjárveitingu

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur tryggt almenningssamgöngur milli byggða með auknum fjárveitingum. Aukinn stuðningur er nauðsynlegur til að bæta rekstraraðilum almenningssamgangna upp tekjutap í kjölfar Covid-19 faraldursins. Stuðningurinn nær til þjónustu sem nýtur þegar styrkja frá ríkinu, en um er að ræða meðal annars siglingar Herjólfs, flug Ernis og Norlandair og akstur almenningsvagna […]
Átök á aukafundi

Boðað var til aukafundar bæjarráðs til þess að leiðrétta rangar upplýsingar sem fram komu á bæjarráðsfundi á mánudaginn var, þann 25. maí, um samning Vestmannaeyjabæjar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur Hraunbúða. Frá árinu 2010 hefur Vestmannaeyjabær greitt rúmlega 500 m.kr. með rekstri Hraunbúða, sem lögum skv. ríkið ber ábyrgð á og ríkissjóður á að greiða […]
Páley sækir um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra

Fimm umsóknir bárust um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra sem auglýst var laus til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. Hæfnisnefnd mun í framhaldinu meta umsækjendur. Eftirtaldir sóttu um stöðuna. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, Halldóra Kristín Hauksdótti, lögmaður hjá Akureyrarbæ, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu, Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Sigurður Hólmar […]
Þarf Vestmannaeyjabær meira húsnæði?

Á fundi bæjarráðs á mánudag var lagt fram kauptilboð af hálfu Vestmannaeyjabæjar í húsnæði Íslandsbanka á Kirkjuvegi þar sem fyrirhugað er að fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar hafi aðsetur sem nú er á Rauðagerði. Peningum kastað út um gluggann Búið er að verja 5 milljónum í hönnun á þriðju hæð Fiskiðjunnar fyrir bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar, en núverandi […]
Vestmannaeyjahöfn fær 3,4 milljónir til lagfæringa á rafmagnstengingum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Alls verður 210 milljónum veitt til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna og skiptist styrkféð með eftirfarandi hætti. Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum […]
Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar

Umræða um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar fór fram á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag. Ráðið bendir á að skv. gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og […]
Dagný Hauksdóttir ráðin Skipulags- og umhverfisfulltrúi

Ákveðið hefur verið að ráða Dagnýju Hauksdóttur í stöðu Skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ. Dagný hefur lokið PhD námi í verkfræði við DTU í Danmörku. Samkvæmt auglýsingunni hefur skipulags – og umhverfisfulltrúi m.a. yfirumsjón með skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónustu við íbúa og ráðgjöf fyrir bæjarstjórn, fagráð og nefndir sem fara með þau mál. […]
Leiðréttar upplýsingar um samning Vestmannaeyjabæjar og ríkisins um rekstur Hraunbúða

Fyrir mistök voru rangar upplýsingar skráðar um gildistíma og endurnýjunarákvæði samnings um rekstur Hraunbúða á 3127. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldinn var í gær, mánudaginn 25. maí. Ábendingar þessa efnis bárust bæjarstjóra eftir fundinn og í samráði við fulltrúa bæjarráðs hefur verið ákveðið að funda að nýja á morgun, miðvikudaginn 27. maí, til þess að […]
Aukafundur í bæjarráði vegna mistaka

Bæjarráð fundaði seinnipartinn í gær og í kjölfarið var fundargerð sett á vef Vestmannaeyjabæjar. Fundargerðin var svo seinna tekin út af síðunni. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar svaraði fyrirspurn Eyjafrétta um málið. “Ástæðan er sú að fyrir mistök voru rangar upplýsingar skráðar um málefni Hraunbúða, sem við fengum ábendingu um í gærkvöldi. Það […]