Kafarar trufluðu aðsiglingu Herjólfs

Herjólfur þurfti skyndilega frá að hverfa og taka beygju í aðsiglingu sinni í Landeyjahöfn nú fyrir skemmstu þar sem kafarar voru við störf innan hafnar. Farþegi sem Eyjafréttir ræddi við sagði um óþægilega upplifun hafi verið að ræða og fólki um borð hafi brugðið við hamaganginn. Herjólfur komst þó fljótlega inn í höfnina kemur atvikið […]
Starfsfólk Sea life trust ásamt fjölskyldum tóku til í Klettsvík

Nú styttist í það að mjaldrasysturnar flytji út í Klettsvík. Starfsfólk Sea life trust vinnur nú hörðum höndum að því að gera allt tilbúið fyrir þann flutning. Þau notuðu góða veðrið um liðna helgi og tóku sig til á samt fjölskyldum sínum og hreinsuðu til úti í Klettsvík en mikið safnast af rusli í fjörunni […]
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 11,6%

Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var afar góð á árinu 2019. Nafnávöxtun sjóðsins var um 14,6% á árinu, miðað við 8,4% árið 2018. Hrein raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um 11,6% samanborið við 4,9% árið 2018. Ef horft er til síðastliðinna fimm ára er hrein meðalraunávöxtun sjóðsins 5,8% á ársgrundvelli og 4,9% ef horft er til síðastliðinna tíu […]
Næstu skref í afléttingum á Hraunbúðum

Við þökkum skilning, þolinmæði og traust sem þið hafið sýnt okkur á undanförnum vikum. Það er mikið tilhlökkunarefni að við sjáum loks fyrir endann á þessu tímabili hafta á heimsóknum og skiptingum á heimilinu. Á þessum orðum hefst frétt á heimasíðu Hraunbúða þar segir einnig. Við höfum þó lært ýmislegt sem við munum hafa í […]
Heitavatnslaust á frístund

Fyrir helgi fór í sundur heitavatnslögn við Þórsheimili þar sem frístund er staðsett. Sem stendur er því heitavatnslaust og enginn hiti í húsinu. Þetta staðfestir Ólafur Snorrason í samtali við Eyjafréttir. Áætlað er að HS veitur hefja viðgerð í á morgun mánudag. Þá þarf að grafa frá Þórsheimlinu að efsta botlanganum í Áshamri sem gerir […]
Öflugt samstarf norrænna Fab Lab smiðja

Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun […]
Áformaðar uppsagnir framlínufólks skammarlegar

BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og […]
Fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum

Töluverð umræða hefur verið um atvinnuleysi námsmanna og takmarkað framboð starfa fyrir þann hóp í sumar vegna áhrifa heimsfaraldursins á atvinnulífið. Liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 er sérstakt átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta og hafa stofnanir og sveitarfélög verið […]
Sjómannadagshelgi með nokkuð eðlilegu sniði

Á tímabili leit út fyrir að allt samkomuhald yrði bannað næstur vikurnar og í ljósi þess hafði Sjómannadagsráð ákveðið að engin hátíðarhöld yrðu á Sjómannadaginn þetta árið. En öll él birta um síðir og líka Covid19 fárið sem herjað hefur á Vestmannaeyjar, Ísland og reyndar alla heimsbyggðina síðustu vikur og mánuði. Í ljósi þess að […]
Sara Renee sendir frá sér nýtt lag: Misst af þér

Hin unga og stórgóða vestmannaeyska söngkona Sara Renee Griffin sendi í gærkvöldi frá sér nýtt lag. Lagið heitir Misst af þér og er lag og texti eftir Fannar Frey Magnússon. Lagið er aðgengilegt á streymisveitunni Spotify og má hlusta á hér að neðan. (meira…)