Símaviðtöl vegna Covid 19 á heilsugæslunni yfir páskana

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru og langrar helgi framundan hefur verið ákveðið að bjóða upp á símaviðtal við hjúkrunarfræðing yfir páskahelgina. Símatímar eru dagana 9 – 13 apríl, kl 11:00 – 11:30 í síma 4322510 Þessir símatímar eru ætlaðir einstaklingumi með einkenni sem gætu bent til Covid 19 smits; hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, […]
Sex verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla

Í febrúar auglýsti fræðsluráð eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla en markmiðið með honum að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf leik- og grunnskóla. Fræðsluráð samþykkti síðan á 328. fundi ráðsins þann 31. mars sl. að veita styrki fyrir sex metnaðarfull og áhugaverð verkefni en heildarupphæð sem veitt er úr sjóðnum þetta árið […]
Lögreglan í startholunum að sekta

Eftir því sem tíminn líður verðum við öll óþreyjufyllri að Covid-19 faraldurinn gangi yfir og að lífið geti haldið áfram sinn vanagang. Börn og fullorðnir þrá samvista með sínum nánustu, handabönd og faðmlög. Nú reynir á úthaldið og ekki má slá slöku við. Nú þegar hafa sex dauðsföll orðið af völdum Covid og 39 eru […]
Efst í huga kærleikurinn og hugulsemin

„Kæru vinir Eins og flest ykkar eflaust vita þá hef ég átt í baráttu við þennan fjárans vírus sem herjar á samfélög heimsins.“ Svona hefst færsla sem Arnar Richardsson ritaði á facebook síðu sína í gærkvöldi en þar rekur hann baráttu sína við veikindin. Þann 22. mars greinist Arnar með Covid-19 vírus og var búinn að vera veikur í […]
Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]
Þurfum að búa okkur undir að þjóðhátíð verði ekki með eðlilegum hætti

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir mætti í ítarlegt viðtal í Ísland í dag hjá Frosta Logasyni. Þar rekur Þórhallur það hvernig málin hafa þróast frá áramótum þegar veiran rataði fyrst inn á borð til hans. Frosti spyr Þórólf um hvort hann telji líklegt að þjóðhátíð eða aðrar hátíðir sumarsins fari fram. Þórólfur svaraði því að það sé […]
Eitt nýtt tilfelli í dag, 29 hafa náð bata

Einn til viðbótar hefur verið greindur með COVID-19 og er fjöldi þeirra sem greinst hafa með staðfest smit því orðinn 103 í Vestmannaeyjum. Aðilinn var í sóttkví. Þeir sem hafa náð bata eru 29 og eru því enn 74 með virk smit. 213 einstaklingar eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. Nú þegar páskar nálgast […]
Mjög góð viðbrögð við bakvarðarsveitinni

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir auglýsti síðasta föstudag að vilji væri til að koma á fót sinni eigin bakvarðarsveit í Vestmannaeyjum vegna Covid-19, færi svo að brottfall yrði mikið í hópi starfsmanna. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við bakvarðarsveitinni og erum komin með á annan tug einstaklinga sem hafa skráð sig og enn er að […]
Sjö til viðbótar greinast smitaðir

Sjö einstaklingar til viðbótar hafa verið greindir með COVID-19 og er fjöldi smitaðra orðinn 102 í Vestmannaeyjum. Fjórir þeirra voru þegar í sóttkví. Enn fjölgar í hópi þeirra sem hafa náð bata og eru þeir orðnir 17. Í dag eru 211 einstaklingar í sóttkví. Enn vantar niðurstöður vegna einhverra sýna frá Íslenskri erfðagreiningu en von […]
Tölvun gefur bækur

Tölvun leggur sitt að mörkum í tilraun til að bæta heimsmet í lestri. Með því að bjóða gefins á annað hundrað bækur í anddyri verslunarinnar. Á heimasíðu átaksins timitiladlesa.is er fólk hvatt til að vera með og sjáðu hvað það nærð að safna mörgum mínútum. Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka […]