Hvetja sveitarfélög til aðgerða

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Sambandið hvetur ríkisstjórn og Alþingi að gera viðeigandi ráðstafanir svo þær verði að veruleika. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel […]

Tíu staðfest COVID-19 tilfelli

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu: Síðustu daga hafa komið upp 10 staðfest COVID-19 tilfelli í Vestmannaeyjum. Tilfellin eru ekki öll með augljósa tengingu innbyrðis, þ.e.a.s. ekki hafa verið náin samskipti á milli manna í öllum tilvikum. Það eina sem virðist að svo komnu máli tengja öll tilfellin saman eru íþróttakappleikir […]

Tímabundin lokun Íþróttamiðstöðvar

Starfsmaður Íþróttamiðstöðvar hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka Íþróttamiðstöðinni á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Starfsfólk fer í úrvinnslukví á meðan […]

Börn að leik

Fjöldi barna með veiðistangir hefur verið áberandi á og við Nausthamarsbryggjuna undan farna daga. Trillu sjómaður sem Eyjafréttir ræddi við sagðist ekki hafa séð svona mikið af krökkum á bryggjunum í mörg ár og þetta minnti hann á fyrri tíð þegar bryggjan var aðal leikvöllurinn. „Þetta er bara skemmtilegt á meðan þau fara varlega og […]

Allt sprittað á klukkustunda fresti og lyft í hönskum

Í gær bárust fréttir af því af höfuðborgarsvæðinu að sundlaugarstarfsmenn þyrftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum og annarsstaðar á sundlaugasvæðinu. Við heyrðum í Grétari Eyþórssyni forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum og spurðum hvernig hefði gengið þessa fyrstu daga við breyttar aðstæður. […]

Hvað má í sóttkví?

Nú þegar þeim fjölgar ört sem settir eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og í gærkvöldu voru þeir orðnir rúmlega 100. Ekki er víst að allir átti sig á hvað það þýðir að vera í sóttkví. Hvað má og hvað má ekki. Hér að neðan má lesa nokkra góða punkta um það. Sóttkví á heimilum Oftast […]

Áhrifa samkomubanns gætir víða í Eyjum

Nýtt tölublað Eyjafrétta verður borið út til áskrifenda í dag en er nú þegar aðgengilegt á netinu. Áhrif samkomubann vegna útbreiðslu Covid-19 hefur víðtæk áhrif í samfélaginu í Vestmannaeyjum. Farið er yfir þau helstu í blaðinu í dag. Spjallað er við Soffíu Valdimarsdóttur, sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í Eyjum. Thelma Gunnarsdóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, […]

Staðfest smit orðin sjö og 133 í sóttkví

Í dag greindust 5 einstaklingar með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit hér því orðin 7 talsins. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunar í Vestmannaeyjum. Snemma dags kom í ljós að starfsmaður á leikskólanum Sóla var með staðfest smit og var leikskólanum þá þegar lokað á meðan málið yrði rakið. Nú liggur […]

Rúmlega 100 í sóttkví 

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Þrjú smit eru staðfest í Vestmannaeyjum af Covid veirunni. Tvö þeirra eru á milli tengdra aðila. Ekki er búið að rekja hvaðan smitin eru. Samkvæmt smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna, eru 58 manns sem fara í sóttkví vegna smits sem greindist hjá leikskólakennara á Sóla í dag, þar af eru 14 börn á hvíta kjarna. Í lok dags […]

Bæjarstjórnarfundur í gegnum fjarfundarbúnað

Boðað hefur verið til 1556. fundar í bæjarstjórn Vestmannaeyja, var það gert í gær á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar en fundur inn fer fram á morgun 19. mars 2020 og hefst hann kl. 18:00. Athygli vakti að í fundarboðinu er þess getið að fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar segir að allir bæjarfulltrúar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.