Þurfa annan dráttarbát

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var eitt af erindum sem framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir á fundi sínum í gær. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir bátakost hafnarinnar á fundinum. Fram kemur í fundargerð að fyrirliggjandi verkefni séu þess eðlis að núverandi bátakostur getur ekki leyst þau s.s. þjónusta brunnbáta í Viðlagafjöru og móttöku ekjufraktskipa. Hafnarstjóri […]
Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur […]
Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni

Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga […]
Aprílgabbið: Óbyggðamálið ekki að leysast

Í gær greindum við frá því að útlit væri fyrir að óbyggðamálið svokallaða væri jafnvel að leysast. Var fréttin ekki á rökum reist heldur var um létt aprílgabb að ræða. Er þeim Kára Bjarnasyni og Jóhanni Péturssyni þakkað fyrir að taka þátt í þessu létta sprelli í tilefni dagsins. (meira…)
Vestmannaeyjabær leitar að rekstraraðila fyrir nýja heilsurækt

Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða framkvæmd sem er hluti af stærri endurbótum á íþróttamiðstöðinni. Áformað er að nýja heilsuræktin verði reist í beinu samhengi við sundlaugina, og felur verkefnið meðal annars […]
Óbyggðamálið að leysast með óvæntum hætti?

Lögfræðingarnir Jóhann Pétursson og Ólafur Björnsson á Selfossi hafa unnið að því undanfarið ár að verjast ásælni ríkisins sem vill leggja undir sig úteyjar Eyjanna. Kári Bjarnason hefur verið þeim til aðstoðar við að leita uppi heimildir sem geta hjálpað til við að taka af vafa um að Vestmannaeyjabær sé réttmætur eigandi alls lands í […]
Uppbygging og framkvæmdir setja mark sitt á bæinn

Mikill kraftur ríkir í framkvæmdum og uppbyggingu í Vestmannaeyjum um þessar mundir, bæði af hálfu sveitarfélagsins og einkaaðila. Á næstu misserum stendur til að ráðast í fjölmörg stór verkefni sem hafa bæði áhrif á innviði bæjarins og atvinnulíf í heild. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um hvað væri helst á döfinni, hvernig staðan […]
Ertu klár fyrir 3 daga?

Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður […]
Lions undirbýr sölu á Rauðu fjöðrinni

Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu „Rauða fjöðrin”. Nú hafa Lionshreyfingin og Píeta-samtökin tekið höndum saman um átak til að efla starf samtakanna. Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 3. – 6 apríl 2025. Landsmenn eru hvattir til að styðja við þetta þarfa verkefni. Lionsmenn í Eyjum undirbjuggu […]
Litla Mónakó: Dýrasta íbúðin í Vestmannaeyjum seld á tæpar 100 milljónir!

Þetta kemur m.a. fram í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem tileinkað er byggingamarkaðnum. Þar er fjallað um hækkandi íbúðaverð í Eyjum þar sem ný met hafa verið slegin. Það sem mér finnst einnig áhugavert í blaðinu er að þar er fjallað um aukna eftirspurn eftir íbúðum í Áshamri og Foldahrauni, en þar er nú byrjað að […]