Textíll!

Öllum textíll úrgang og skóm á að skila í sérsöfnun textíls, jafnvel þó hann sé ónothæfur (nema mjög óhreinn). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda. Textíll er mjög mengandi í framleiðslu t.d. vegna vatnsnotkunar, klórs og litarefna. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 25.000 tonn af textíl muni vera skilað sem […]
Appelsínugular viðvaranir

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og á Norðurlandi vestra. Á Suðurlandi tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir hún til kl. 22.00 í kvöld. Þá tekur við appelsínugul viðvörun í landshlutanum og er hún í gildi til klukkan 4 í nótt. Í viðvörunarorðum fyrir þá […]
Landeyjahöfn allt árið

Það er óásættanlegt með öllu að heil atvinnugrein sé nær óstarfhæf 6 mánuði á ári. Verðum við ekki að standa saman í baráttu fyrir því að nauðsynlegar bætur á Landeyjahöfn verði settar í forgang? Það er hvergi betra skemmtilegra og fallegra en í Eyjum frá apríl og fram í september. Bærinn iðar af lífi, við […]
Erill á móttökustöð Terra

Það hefur verið erilsamt á móttökustöð Terra undanfarna daga. Ástæðan er að frá og með morgundeginum tekur gildi ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Hingað til hafa fasteignaeigendur í Vestmannaeyjum sameiginlega staðið straum af kostnaði við sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá heimilum í […]
Veginum lokað fram yfir helgi

Loka þurfti veginum á Eiðinu í dag vegna ófærðar sökum mikils magns af grjóti sem gengið hefur á land í hafrótinu í nótt og fram eftir degi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar í dag. Þar segir: „Töluverð læti hafa verið í veðrinu síðustu klukkustundirnar og hefur grjót gengið upp á land á Eiðinu. Búið […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 2 mars kl. 12:00 og gildir til kl. 22:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður. Veðurhorfur á […]
Þúsundir heimsókna á sólarhring

Geisli hefur undanfarin ár boðið öllum sem heimsækja heimasíðu þeirra upp á beinar útsendingar frá Eyjum í gegnum vefmyndavélar. Að sögn Þórarins Sigurðssonar, eiganda Geisla hafa þau verið að bæta við myndavélum upp á síðkastið. ,,Það er gaman frá því að segja að við vorum að setja upp nýja vél í samstarfi við Ísfélagið sem […]
Uppbyggingasjóður: Umsóknarfrestur rennur út á þriðjudag

Opið er fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]
,,Fataskápar” á grenndarstöðvum oftar en ekki fullir

Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað. Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á […]
Leigusamningur framlengdur um gamla sambýlið

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11). Fram kemur […]