Framtíðin í sjávarútvegi er björt

Á þeim 50 árum sem Fréttir og síðar Eyjafréttir hafa starfað hafa bæði verið jákvæðar fréttir og neikvæðar í atvinnulífinu. Á stað þar sem sjávarútvegurinn skiptir öllu máli hafa skipst á skin og skúrir. Fyrirtækin í Eyjum sameinuðust í mikilli sameiningarhrinu áramótin 1991-1992, eftir erfið ár á níunda áratugnum. Sameiningar voru viðbrögð við samdrætti í […]
Nýtt fyrir hrossin að koma í hraunið

„Þetta er náttúrulega bara ævintýrareið, algjörlega nýtt fyrir okkur og hrossin líka að ferðast í hrauni og svona“ segir Haraldur Guðfinnsson, hestamaður. Blaðamaður rakst á fyrirmyndahóp reiðmanna við rætur Helgafells og fékk að forvitnast um hann. „Þetta er svona ferðahópur sem hefur verið að ferðast saman í mörg ár. Gamlir félagar, upprunalega úr hestamannafélaginu Gusti […]
Vinnslustöðin er Eyjasamfélaginu mikilvæg

Vinnslustöðin er einn stærsti, ef ekki stærsti, vinnuveitandi í Eyjum. Alls vinna hjá félaginu 460 manns, þar af um 380 í Vestmannaeyjum. Félagið velti 33 milljörðum á síðasta ári. Það er því augljóslega mikilvægur hlekkur í sterkri keðju Eyjanna. Allir sem þekkja eitthvað til Eyjanna, þekkja til Vinnslustöðvarinnar. Við fengum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binna í […]
„Þurfti heilt eldgos að ég færi héðan“

Fyrr í mánuðinum minntumst við þess að 51 ár er liðið frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Eins og venja er fyrir var haldið upp á þau tímamót með prompi og prakt. Síðasta áratuginn hefur spákonan Sunna Árnadóttir spáð fyrir gestum og gangandi á Goslokahátíð í Eymundsson, bæði í spil og bolla. Blaðamaður leit inn til […]
Deila áhyggjum um hnífaburð ungmenna

Aukin harka hefur færst í hópamyndanir ungmenna á Selfossi og eru ungmenni á elsta stigi í grunnskóla farin að ganga með vopn í auknum mæli. Frá þessu greinir Sunnlenska.is. Í samtali við miðilinn segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, lögregluna líta aukinn vopnaburð ungmenna mjög alvarlegum augum og að það liggi fyrir að með ört […]
Hæstu heildartekjurnar í Eyjum

Tekjur einstaklinga á síðasta ári voru hæstar í Vestmannaeyjum, þar sem heildartekjur námu rúmlega 13,9 milljónum króna að meðaltali. Hæstu fjármagns- og ráðstöfunartekjur mátti sömuleiðis reka til Eyja. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að landsmeðaltal heildartekna var rúmar 9,2 milljónir króna árið 2023, eða um 770 þúsund krónur […]
Gleymdist að setja lokin á

Lítil ánægja er með fiskikör full af beinahrati úr marningsvél á lóð Ísfélagsins inni á Eiði. Alls er þetta 51 kar og sækir mávurinn stíft í góðgætið með tilheyrandi sóðaskap. Samkvæmt upplýsingum frá Ísfélaginu er verið að þýða upp hratið áður en það fer í bræðslu. Fyrir mannleg mistök eru ekki lok á körunum og […]
Opna fyrir lóðaumsóknir eftir viku

Nú fer að líða að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því nokkur praktísk atriði sem ber að hafa í huga. Þá má nefna lóðaumsóknir fyrir hústjöldin, en opnað verður fyrir þær eftir viku, mánudaginn 22. júlí. Sótt er um lóð á dalurinn.is (meira…)
Blaðamenn á landsbyggðinni mikilvægur hlekkur í lýðræðissamfélagi

„Um helgina fór fram ráðstefna í Vestmannaeyjum í tilefni þess að Eyjafréttir fagna fimmtíu ára afmæli um þessar mundir, en miðillinn hefur nú verið sameinaður eyjar.net. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða hvernig efla megi héraðsfréttamiðla á Íslandi en staða þeirra hefur veikst á undanförnum árum og áratugum. Í dag eru stór landssvæði á Íslandi þar […]
Sól í kortunum

Það er útlit fyrir sól á nær öllu landinu á morgun, mánudag. Eftir þungbæra daga í Eyjum þykja þessi tíðindi bæði fréttnæm og kærkomin. Þá er bara að vona að spáin standist og að sú gula láti sjá sig. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er talað um tiltölulega hægan vind á morgun og […]