Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst.
Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og Sæþór Ingi Sæmundarson, 17 ára, með fullt hús eða 6 vinninga úr jafnmörgum skákum. Þeir tefla innbyrðis á morgun 27. febrúar kl. 19.30 og getur orðið ein úrslitaskákin á mótinu. Þar á eftir koma Hallgrímur Steinsson með 4 vinninga og Arnar Bogi Andersen 15 ára er með 3,5 vinninga.
Sæþór Ingi og Arnar Bogi hafa sannarlega sett sinn svip á mótið og árangur þeirra í samræmið við það. Aðrir keppendur koma þar á eftir í nokkuð þéttum hnapp. Skákþinginu lýkur fimmtudaginn 6. mars nk.
Skákkennsla ungmenna í GRV á vegum Taflfélags Vm. á vorönn 2025 hófst í lok janúar og stendur fram á vor. Skákkennslan fer fram á mánudögum kl. 17.30-18.30 í skákheimili TV að Heiðarvegi og eru nýir nemendur velkomnir. Ekkert þáttökugjald en Vinnslustöðin hefur styrkt skákkennslu TV fyrir ungmenni nokkur undanfarin ár. Skákkennari er Sæmundur Einarsson, skákdómari en hann er einnig keppandi og skákstjóri á Skákþingi Vm.
Íslandsmót skákfélaga 2024-2025 síðari hluti fer fram í Rimaskóla í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars nk. Keppni í sex liða úrvaldsdeild fimm umferðir með átta manna sveitum hefst 27. febrúar og þar er a) sveit TV meðal keppenda. Keppni í 1-4 deild, þrjár umferðir fer fram um helgina 1.-2. mars nk. TV er með sex manna b) sveit í 3ju deild og aðra sex manna c) sveit í fjórðu deild.
Auk þess koma nokkrir varamenn TV við sögu og munu tæplega 30 félagsmenn í TV tefla á mótinu. Í þessum hópi eru keppendur , félagar í TV ýmist búsettir í Eyjum, eða uppi á landi auk tveggja danskra alþjóðlegra skákmeistara sem eru feðgar og tefla í úrvalsdeild fyrir Taflfélag Vm. Alls eru keppendur sem kom við sögu á Íslandsmóti skákfélaga 350-400.
Það er heilmikið verkefni að halda úti þremur skáksveitum, samkeppni mikil milli skákfélaga og skáksveitir sem enda í neðsta sæti falla milli deilda. Liðstjórar TV eru Þorsteinn Þorsteinsson í úrvalsdeild,. Hallgrímur Steinsson í 3ju deild og Ólafur Hermannsson í 4. deild, segir í frétt frá TV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst