Einar ráðinn skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur valið Einar Gunnarsson í stöðu skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna en annar dró umsókn sína til baka, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Einar Gunnarsson. Einar lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á stærðfræði og landafræði árið 2002 frá Kennaraháskóla Íslands og þar með leyfisbréfi sem grunnskólakennari. Hann hefur auk […]

Íris bæjarstjóri – Áfallaárið 2023

Margt gekk á árið 2023. Fyrsta áfallið var þegar rafstrengurinn milli lands og Eyja skemmdist alvarlega og loðnuvertíð framundan. Íris segir að alvarleg rafmagnsbilun árið 2020 hafi líka haft áhrif. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ýtarlegu viðtali við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í nýjasta blaði Eyjafrétta. „Sællar minningar var ekki loðnuvertíð það árið […]

Rekstur Vestmannaeyjabæjar jákvæður um 564 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um rúmar 564 m.kr. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði […]

Páskabingó í Höllinni í kvöld

Meistaraflokkur kvenna verður með páskabingó í höllinni í kvöld fimmtudaginn 21. mars. Húsið opnar klukkan 19 og fara fyrstu tölur að rúlla 19:30. Veglegir vinningar í boði, meðal annars frá Gott, Slippnum, Karl Kristmanns, Skopp og fleirum flottum fyrirtækjum. (meira…)

Einstök

Alþjóðlegi dagur Down Syndrome er í dag fimmtudag 21. mars og er fólk meðal annars hvatt til þess að vera í ósamstæðum sokkum til að fagna fjölbreytileikanum. Við birtum af því tilefni viðtal sem Sindri Ólafsson tók við þau Önnu Ester Óttarsdóttur og Grétar Þór Eyþórsson fyrir 4. tölublað Eyjafrétta. Þeim Önnu Ester Óttarsdóttur og […]

Röddin – Upplestrarkeppni – Sigurvegarar

Ellefu nemendur í 7. bekk kepptu um að vera fulltrúar GRV á lokahátíð Raddarinnar-upplestrarkeppni sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. með ræktunarhlutanum en það er mikilvægast hluti keppninnar. Þar er höfuðáhersla á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. Í lok ræktunartímabils eru haldnar bekkjarkeppnir og valdir fulltrúar úr bekkjunum til […]

Skammtur tvö af hrognum er komin í hús!

Skammtur tvö er komin í hús hjá LAXEY sem tók í dag á móti 600.000 hrognum sem er helmingur af afkastagetu klakstöðvarinnar. Hrognin eru frá Benchmark Genetics. Þetta kemur fra á Facebókarsíðu félagsins sem er með starfsemi í Vestmannaeyjum. „Móttaka og vinnsla hrognanna gekk eins og við var að búast enda mikill undirbúningur og vinna […]

Kátir krakkar í fimmta bekk stúdera loðnu

Fimmtubekkingar í Grunnskóla Vestmannaeyja sóttu Vinnslustöðina heim í byrjun vikunnar til að fræðast um loðnu, bæði munnlega og verklega. Þetta er árleg heimsókn af sama tilefni enda loðnan bekkjarfiskur fimmtubekkinga og Vinnslustöðin kjörin vettvangur til að gaumgæfa þennan verðmæta en duttlungafulla fisk á alla vegu, sama hvort loðna veiðist það árið eður ei. Þannig er […]

Vestmannaeyjabær og Hljómey í samstarf

Vestmannaeyjabær og skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Hljómeyjar skrifuðu undir samstarfssamning þann 12. mars sl. þar sem markmiðið er að efla menningarlíf, skapa ungu listafólki tækifæri til að koma sér á framfæri og til þess að stíga skref í að lengja ferðaþjónustutímabilið. Hljómey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem tónleikar voru haldnir víða í samstarfi […]

Helgi rýnir í gamalt mannshvarf.

Helgi Bernódusson frá Borgarhól, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, leitar nú manns sem ekkert virðist hafa spurst til síðan hann hvarf í Vestmannaeyjum árið 1963, 26 ára gamall. Helgi skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið um þetta mál. „Árið 1963 hvarf í Vest­manna­eyj­um 26 ára gam­all Ung­verji, Imre Bácsi. Hann var „ljúf­ur og in­dæll dreng­ur“ eins og einn heim­ild­armaður seg­ir. Imre hafði þá dval­ist […]