Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er hlynntir bæði stórskipahöfn til móts við Klettsvík og út á Eiði. Mun meiri ánægja er þó með staðsetningu hafnarinnar út á Eiði.
62% svarenda í könnun Maskínu sem unnin var fyrir Eyjafréttir eru fylgjandi byggingu stórskipahafnar norðan Eiðis. 19% eru andvígir byggingu stórskipahafnar þar. Einnig var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur/t) byggingu stórskipahafnar til móts við Klettsvík? Þar voru 44% fylgjandi en 34% andvígir. Kjósendur E-listans eru óánægðri en kjósendur hinna framboðanna með byggingu stórskipahafnar á þessum tveimur staðsetningum.
Markmið og framkvæmd
Könnun þessi er gerð af Maskínu fyrir Eyjasýn. Könnunin var lögð fyrir íbúa Vestmannaeyja, 18 ára og eldri sem eru með skráð símanúmer annars vegar og fyrir þá sem voru skráðir í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá hins vegar.
Könnunin var lögð fyrir á netinu, meðlimir í Þjóðgátt Maskínu fengu boðspóst og áminningar með tölvupósti og SMS skilaboðum en í Þjóðskrárúrtaki með skráð símanúmer fengu þátttökuboð og áminningar með SMS skilaboðum.
Við úrvinnslu voru svörin vigtuð til samræmis við mannfjöldatölur Hagstofunnar um kyn og aldur, til að svarhópurinn endurspegli sem best lýðfræðilega samsetningu íbúa í Vestmannaeyjum. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram frá 6. til 11. nóvember 2024 og voru svarendur 306 talsins.
Fleiri niðurstöður:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst