Taka á móti Njarðvík í Þjóðhátíðarleik

Hinn árlegi Þjóðhátíðarleikur verður leikinn á Hásteinsvelli kl. 14:00 á morgun þegar ÍBV tekur á móti Njarðvík í lengjudeild karla. ÍBV er í öðru sæti deildarinnar og er með Njarðvíkinga á hælum sér sem sitja í því þriðja. „Við hefjum upphitun klukkutíma fyrir leik með grilli og gleði, og verður ÍBV borgarinn landsfrægi og stór […]

Forsetinn á setningu Þjóðhátíðar

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, heimsækja í dag Vestmannaeyjar og verða á setningu Þjóðhátíðar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, tekur á móti forsetahjónum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og ÍBV og leiðir þau um hátíðarsvæðið í Herjólfsdal. Þar verða forsetahjón viðstödd setningarathöfn hátíðahaldanna auk þess sem þau heimsækja hvítu tjöldin og ræða við heimamenn […]

Myllan og Vitinn vígð í gær

Í gærkvöldi var vígsla Myllunnar og Vitans. Jói P. hélt þrumuræðu fyrir hönd Myllunnar og var flugeldasýning í framhaldi af ræðunni. Sindri Freyr Ragnarsson hélt ræðu fyrir Vini Ketils Bónda. Séra Viðar blessaði vitann og Svavar Steingrímsson tendraði hann. Framundan er setning Þjóðhátíðar kl. 14:30 í dag. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net myndaði vígslurnar í gær sem og […]

“Viltu vera memm” – myndband

image_123650291 (2)

Út er komið glænýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Memm “Viltu vera memm”. Myndbandið var tekið upp um borð í Herjólfi á siglingu á milli lands og Eyja. Myndvinnsla og Edit : Natali Osons og Slava Mart. SN Video Production. Dronetökur : Matthew Parsons. (meira…)

Veitukerfið bilaði á Ásavegi

Bilun Asavegur Hs Veitur Tms IMG 5809

Seint í gærkvöld varð vatnslaust í hluta austurbæjar Vestmannaeyja. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna er ástæða þess að upp kom bilun í veitukerfinu seint í gær við Ásaveg og var strax ráðist í viðgerð.  „Allir viðskiptavinir sem þetta hafði áhrif á ættu að vera komnir með vatn aftur.“ segir Sigrún […]

Laufey opnar um helgina 

Laufey Welcome Center mun opna um Verslunarmannahelgina og taka á móti gestum við Þjóðveg 1 á horni Landeyjarhafnarafleggjarans. Reikna má með talsverðri umferð gesta til og frá Vestmannaeyjum þessa helgi og eru þeir sérstaklega velkomnir, sem og allir vegfarendur á Suðurlandi.  Laufey Bistró mun bjóða upp á úrvals matseðil fyrir svanga sælkera. Í Laufey eru […]

Klara Einars á leiðinni á Þjóðhátíð

Klara Einars kemur fram á NovaFest á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Klara er hluti að glæsilegri dagskrá sem Nova og Þjóðhátíð hafa tekið höndum saman og halda stærsta NovaFest sem hefur sést til þessa en Klara kemur fram á sunnudeginum klukkan 15:30 ásamt Dj. Rakel. Klara sigraði Vælið, Söngkeppni Verslunarskóla Íslands, í vetur og […]

Byrja að afhenda armbönd í dag

Byrjað verður að afhenda armbönd í dag kl. 11:30 í Hafnarhúsinu á Básaskersbryggju. Fermingarbörn skulu sækja þau í dag og hafa meðferðis gjafabréf og skilríki. Athugið að aðeins fermingarbarnið sem gjafabréfið er stílað á getur nýtt það. Opið verður til kl. 22:00 í kvöld og svo aftur frá kl. 8:30 til 21:30 á morgun, föstudag. […]

„Er hann Einsi kannski búinn að tjalda við hliðina á þér?“

Hljómsveitin og lögin úr “Með allt á hreinu” tengjast hátíðinni órjúfanlegum böndum. Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Saga Stuðmanna er að mörgu leyti samofin sögu Þjóðhátíðar en lokakafli vinsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar „Með allt á hreinu“ var að mestu leyti tekin upp á Þjóðhátíð árið […]

„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“

Lundi Brenna 24

„Seinna lundarallinu lauk seint í gærkveldi. Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ Svona hefst facebook-færsla á síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir jafnframt að  árið í ár sé jafn gott ár og 2021, sem er það besta í viðkomu á þessari öld. Þau eru þó ekki eins, færri fuglar urpu nú (ábúð 76% egg/holu), en hámarks varpárangur (91% […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.