Forsala á Þjóðhátíð að hefjast

Í dag klukkan 9:00 hefst forsala á Þjóðhátíðina og um leið opnar Herjólfur fyrir bókanir daganna 1.-6.ágúst nk. á www.herjolfur.is og www.dalurinn.is. Siglingaáætlun Herjólfs yfir Verslunarmannahelgina má sjá hér https://herjolfur.is/aaetlun. Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að ÍBV hafi frá árinu 2011 keypt miða af rekstraraðilum Herjólfs í ákveðið hlutfall í skilgreindar ferðir á þessu […]

Glæsilegt einbýlishús

Birkihlíð 5 – Glæsilegt einbýlishús  Að Birkihlíð 5 má finna glæsilegt einbýlishús staðsett á frábærum stað sem hefur verið vel við haldið. Nýlega var skipt um járn á þaki ásamt því að bílskúr var einangraður og klæddur. Rafmagn er í bílskúr og nýlegar hurðar. Húsið er byggt úr steini árið 1955 og er 200,8 fm. […]

Sex sóttu um stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála

Vestmannaeyjabær auglýsti nýlega stöðu stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Umsóknarfrestur var til 20. febrúar. Starfið felur í sér samkvæmt auglýsingu yfirumsjón, í umboði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, með framkvæmd laga um fræðslu- og uppeldismál sem og önnur verkefni sem tilheyra fræðslu- og uppeldismálum og sveitarstjórn hefur samþykkt. Alls sóttu sex einstaklingar um stöðu deildarstjóra fræðslu- […]

Fallegt hús á góðum stað

Faxastígur 15 – Fallegt hús á góðum stað Faxastígur 15 er fallegt fimm svefnherbergja einbýlishús staðsett í miðsvæðis í Vestmannaeyjum. Húsið er byggt úr timbri árið 1919 og er 224,4 fm.,þar af er 45 fm. útihús sem byggt var árið 1920. Möguleiki er að gera þar litla íbúð. Búið er að leggja rafmagn og setja […]

Flugið framlengt út mars

Nú um mánaðamót rennur út samningur Vegagerðarinnar við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Nú hefur verið tryggt að ekki verði rof á þjónustunni og flogið verði út mars. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni rétt í þessu við Eyjafréttir. “Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan […]

Hvers virði er náttúra okkar og saga?

Undanfarið hefur verið mikil og góð umræða á meðal Eyjamanna um náttúru Vestmannaeyja í tilefni kynningar á skipulagsbreytingum á hafnarsvæði. Annað mál sem snertir náttúru Vestmannaeyja er gerð minnisvarða vegna 50 ára gosloka. Í upphafi málsins, var ég hlynnt verkefninu enda taldi ég að um hefðbundinn minnisvarða, eins og við flest þekkjum, væri að ræða. […]

Vertíðar bragur

Alvöruvertíð virðist vera hafin hjá Vestmannaeyjatogurunum Bergi VE og Vestmannaey VE. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þeir lönduðu báðir fullfermi á laugardaginn og var aflinn mest þorskur og ýsa sem fór til vinnslu hjá Vísi í Helguvík. Bergur landaði síðan nánast fullfermi af ufsa á sunnudaginn. Þá landaði Vestmannaey fullfermi í gærmorgun […]

Umbylting skólaþjónustu

Í samfélaginu sem við búum í eru stöðugar breytingar og þeim fylgja breyttar þarfir barna og fjölskyldna. Ör samfélagsþróun kallar á aukna nýsköpun, lausnir og verkfæri sem mæta þörfum barna, fjölskyldna og starfsfólks á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Til að mæta nýjum áskorunum og svara kalli fagaðila á víðum vettvangi setti mennta- og barnamálaráðherra nýlega […]

Lítið um loðnufréttir

Það er svo sem lítið að frétta enn þá,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri loðnuleitar Hafrannsóknastofnunar í samtali við Fiskifréttir. Af þremur skipum sem hófu loðnuleiðangurinn fyrir helgi er aðeins Heimaey VE eftir á miðunum. Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak luku yfirferð sinni fyrir suðaustan land fyrir nokkrum dögum án þess að finna loðnu í […]

Þrengir verulega mannlífi í Vestmannaeyjum

Meðal svæða á Heimaey sem fjármála- og efnahagsráðherra ásælist fyrir hönd ríkisins eru Háin, Hlíðarbrekkur,  hluti af Brekkunni í Herjólfsdal og fjöll þar í kring, Kaplagjóta, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur að mestu. Líka allt land sem kom upp í gosinu 1973 og Eldfell og svo Stórhöfða. Þetta er aðeins hluti lands sem tiltekinn er í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.