Guðlaugur Þór kl. 12 og Þórdís Kolbrún kl. 20 í Ásgarði

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]

Ráðherra vill að óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, […]

Minnisvarði á byrjunarstigi

Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fyrir bæjarráði lágu drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á milli sömu aðila vegna […]

Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum – Á ný 

Sumarið 2016 stefndi Umhverfisstofnun á að friðlýsa búsvæði sjófugla sem friðland í Vestmannaeyjum, í samræmi við 2. og 49.gr. lagna nr. 60/2013 um nátturuvernd. Friðlýsingin sem fól m.a. í sér að margvíslegt vald yrði  fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, landnotkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar […]

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna gengur vel

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku. Umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðuna. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel. Heildarfjöldi mála […]

Aftuelding í heimsókn

Eyja 3L2A0803

Leikið er í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu klukkan 14:00. ÍBV stelpurnar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir 15 leiki. Afturelding er í sjöunda og næst neðsta sætinu með 6 stig úr 17 leikjum. Karlaliðið leikur svo norðan heiða í dag gegn KA, leikurinn hjá strákunum hefst klukkan […]

Sjómenn samþykktu kjarasamninginn

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag. Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%. Niðurstaðan er að af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei  eða 36,66% og auðir og […]

FÍV er stofnun ársins  2023

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum  hlaut í gær viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2023. FÍV er fyrirmyndarstofnun og er í fyrsta sæti  í flokki minni stofnanna. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur síðastliðinn áratug verið með þeim efstu í þessari könnun og þetta er í þriðja sinn sem skólinn fær viðurkenningua „Stofnun ársins“. Við í FÍV erum […]

ÍBV fékk Hauka úr hattinum

ÍBV og Haukar drógust saman í undanúrslitum Poweradebikars karla þegar dregið var í hádeginu í dag en undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. mars. Leikurinn hefst klukkan 20.15. Fyrr þennan sama dag mætast Stjarnan og Valur. Stefnt er á að flauta til leiks klukkan 18 í Laugardalshöll. Úrslitaleikurinn fer svo fram laugardaginn 9. mars. […]

Vilja setja upp nýja tækni ölduvirkjana við Vestmannaeyjar

Fyrir bæjarráði í vikunni lá erindi frá Haf Afli sem er nýstofnað orkufyrirtæki sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Íslandsstrendur og er áhugi fyrir því að taka fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum með forrannsóknum sem lúta að því að kanna hvort og hvar hagkvæmar staðsetningar gætu verið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.