Baðlón við Skansinn aftur á dagskrá

Kristján G. Rikharðsson  fyrir hönd Lavaspring Vestmannaeyjar ehf.  lagði fram drög að skipulagsgögnum fyrir baðlón við Skansinn. Umhverfismatsskýrsla er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Einnig hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við tillögu þróunaraðila. Gögnin voru sett fram til kynningar fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Ráðið þakkaði kynninguna og fól skipulagsfulltrúa […]

Kafbátarnir á góðri siglingu

Vestmannaeyjar voru í júní miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Notaðir eru tveir  fjarstýrðir kafbátar hlaðnir hátæknibúnaði  sem taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Héðan héldu þeir 16. júní til móts við breskt rannsóknaskip þaðan sem þeir lögðu upp í leiðangur suður eftir Atlantshafinu. Leiðangrinum lýkur á Harriseyju í […]

Helga Jóhanna nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu

Helga Jóhanna Harðardóttir hefur verið ráðin sem nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu. Kennsluráðgjafi starfar sem sérfræðingur á vegum skólaskrifstofu og sinnir hlutverki ráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja. Kennsluráðgjafi vinnur með stjórnendum og kennurum að því að styrkja faglegt starf skólanna þannig að öll börn fái sem best notið sín í skólasamfélaginu. Kennsluráðgjafi annast m.a. kennslufræðilegar greiningar, skimanir […]

Áskorun til HSU – Afleysingamál leikfimikennara og virknifulltrúa

Í nokkurn tíma hafa verið starfandi virknifulltrúi, sem hefur séð um og haldið vel úti félagsstarfi fyrir heimilisfólk á Hraunbúðum og þá hefur einnig verið starfandi leikfimikennari, sem hefur séð um almenna hreyfingu og leikfimi fyrir heimilisfólk.  Við í Hollvinasamtökunum höfum tekið eftir að góður rómur hefur verið gerður af starfi þessara einstaklinga og þátttaka […]

Selt fimm til sex hundruð fleiri miða

Það eru stór tímamót í ár þar sem 150 ár eru liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin árið 1874. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október og nú er hafin vinna í dalnum á fullu og nóg að gera fyrir þá sem að henni koma. „Við höfum selt fimm til […]

Breyting til hins betra og fram úr björtustu vonum

Eyþór Harðarson, er uppalinn Eyjamaður, fæddist í Ráðhúsinu 1963 sem var á þeim tíma sjúkrahúsið í Eyjum. Hann er lærður rafvirki og seinna rafmagnstæknifræðingur frá tækniskóla í Þýskalandi , kominn af mikilli golf fjölskyldu og fór holu í höggi fyrir fjórum árum á Fjósaklett á Vestmannaeyjavellinum. Er í dag útgerðarstjóri Ísfélags, fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins. […]

Framtíðin í sjávarútvegi er björt

Á þeim 50 árum sem Fréttir og síðar Eyjafréttir hafa starfað hafa bæði verið jákvæðar fréttir og neikvæðar í atvinnulífinu. Á stað þar sem sjávarútvegurinn skiptir öllu máli hafa skipst á skin og skúrir. Fyrirtækin í Eyjum sameinuðust í mikilli sameiningarhrinu áramótin 1991-1992, eftir erfið ár á níunda áratugnum. Sameiningar voru viðbrögð við samdrætti í […]

Nýtt fyrir hrossin að koma í hraunið

„Þetta er náttúrulega bara ævintýrareið, algjörlega nýtt fyrir okkur og hrossin líka að ferðast í hrauni og svona“ segir Haraldur Guðfinnsson, hestamaður. Blaðamaður rakst á fyrirmyndahóp reiðmanna við rætur Helgafells og fékk að forvitnast um hann. „Þetta er svona ferðahópur sem hefur verið að ferðast saman í mörg ár. Gamlir félagar, upprunalega úr hestamannafélaginu Gusti […]

Vinnslustöðin er Eyjasamfélaginu mikilvæg

Vinnslustöðin er einn stærsti, ef ekki stærsti, vinnuveitandi í Eyjum.  Alls vinna hjá félaginu 460 manns, þar af um 380 í Vestmannaeyjum.  Félagið velti 33 milljörðum á síðasta ári.  Það er því augljóslega mikilvægur hlekkur í sterkri keðju Eyjanna.  Allir sem þekkja eitthvað til Eyjanna, þekkja til Vinnslustöðvarinnar.  Við fengum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binna í […]

„Þurfti heilt eldgos að ég færi héðan“

Fyrr í mánuðinum minntumst við þess að 51 ár er liðið frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Eins og venja er fyrir var haldið upp á þau tímamót með prompi og prakt. Síðasta áratuginn hefur spákonan Sunna Árnadóttir spáð fyrir gestum og gangandi á Goslokahátíð í Eymundsson, bæði í spil og bolla. Blaðamaður leit inn til […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.