Það er verst af öllu að þvælast fyrir
eftir Ásmund Friðriksson
28. ágúst, 2024
asm_fr_ads_23_cr_2
Greinarhöfundur - Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps skrifar í skoðun á Vísi um orkumál og skarðan hlut sveitarfélaga þegar kemur að hlutdeild þeirra af  tekjum í orkustarfsemi. Þar er ég algjörlega sammála Haraldi Þór og það er skammarlegt að sveitarfélögin fái litlar sem engar tekjur af orkustarfsemi og mannvirkjum tengdum orkuöflun og flutningi. Þar er við ráðuneyti og Alþingi að sakast og reyni ég ekki að verja áratuga langa þögn okkar sem berum ábyrgð á því, eða þann seinagang sem á síðustu mánuðum hefur verið á því að koma málinu í höfn. Nú er mál að linni að ljúka því á næsta þingi.

Byrjuðu að moka

En það er annar hlutur sem okkar góði sveitarstjóri bendir ítrekað á, en það er hvar orkan er framleidd og hver nýtir hana og skapar af henni verðmæti fyrir þjóðarbúið. Hann telur jafnvel að fólkið hans og sveitungar í nágreninu viti ekki hvað verður um orkuna sem framleidd er í hans sveitarfélagi eða næsta nágreni. Á 12 ára þingferli hef ég á fjölda funda, í blaðagreinum og á ráðstefnu sem ég var forsvarsmaður fyrir ásamt Vilhjálmi Árnasyni alþingismanni, þar sem bent var á möguleikana á nýtingu orkunnar í héraði. Fjölmenn ráðstefna á Hótel Selfossi, var einmitt brýning fyrir sveitarstjórnarmenn og atvinnulífið á Suðurlandi að vinna saman að verkefnum til að nýta orkuna í héraði. Skipleggja sameiginleg atvinnusvæði, þar sem byggja mætti upp orkufreka græna starfsemi og skipta tekjum af henni á milli sveitarfélaga, t.d. eftir íbúafjölda. Það er eins og engir hafi hlustað á ábendingar sem komu fram á ráðstefnunni, nema sveitarstjórnarmenn í Ölfusi. Þeir voru alla vega þeir einu á Suðurlandi sem voru klárir með skipulag og vilja til að taka á móti tækifærunum þegar þau komu. Það hefur verið ævintýri að fylgjast með þeirri uppbyggingu og hafa fengið að leggja því lið, en þó aðalega með því að koma í veg fyrir að löggjafinn þvælist fyrir. Árvekni þeirra og áhugi í Ölfusi fyrir tækifærinu kom í veg fyrir umkvörtunarshjal þeirra og bið eftir því að aðrir tækju upp skófluna og byrjuðu að moka. Í því sambandi rifjast upp fundur með bændum, sem vildu reisa sameiginlega birgðastöð öllum til hagsbóta. Það verkefni þagnaði þegar fundinum lauk og kannski bíða fundarmenn enn eftir því að aðrir ljúki málinu fyrir þá. Það er ef til vill ósanngjarnt að nefna þessi dæmi í sömu andrá, en skilaboðin eru að það þarf leiðtoga og dugnað til að hrinda verkefnum í höfn, en ekki að bíða eftir öðrum að láta sína eigin drauma rætast. En verst af öllu er þó að þvælast fyrir.

Straumur tækifæranna rennur hjá glugganum

Ég átti mér draum að verða sveitarstjóri í fallegri sveit. Þar sem ég fengi útrás fyrir framkvæmdagleðinni og auðlindir samfélagsins yrðu drifkraftur nýrra tækifæra. Að skapa fjölbreytt og vel launuð störf sem alltaf vantar, og kallað er eftir. Ég hefði ekki unað mér hvíldar fyrr en slíkt verkefni væri komið á koppinn, eins og landeldi á laxi. Ég hefði ekki staðið í glugganum og öfundast út í þá í Eyjum að nýta sameiginlega orku til uppbyggingar á atvinnulífi sem skapar hundrað störf og þrefaldar verðmæti sjávarútvegsins í Vestmannaeyjum. Á því mun þjóðin græða og ríkiskassinn fær aukna getu til að sinna þörfum heilbrigðis- og vegakerfis um land allt. Er líklegt að rifist verði um hvaðan peningarnir koma þegar þeim verður útdeilt af Alþingi, svo þeir nýtist þjóðinni sem best. Þá held ég að enginn standi í glugganum og hafi samúð með Eyjamönnum sem fá jafnan minna til baka en þeir leggja til í sameiginlegan ríkissjóð.

Ég er sammála Haraldi Þór um að fólkið í sveitinni eigi að bera meira úr bítum af orkustarfseminni, því engar framkvæmdir verða án kostnaðar fyrir umhverfið. Ég er líka þeirrar skoðunar að hann eigi að þvælast sem minnst fyrir þeim löglegum niðurstöðum sem liggja fyrir vegna umsókna um uppbyggingu orkumannvirkja í öðrum sveitarfélögum. Straumur tækifæranna rennur enn ónýttur fram hjá glugganum hans.

 

Ásmundur Friðriksson

Höfundur er alþingismaður.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Fors 14 Tbl 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst