Herjólfur til Þorlákshafnar

Herj Hraun

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ennfremur segir að ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45 falli niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta […]

Breytt áætlun í dag

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur hefur staðfest brottför til Landeyjahafnar í næstu ferð, þ.e. brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og frá Landeyjahöfn kl. 13:15. Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 15:00 (áður 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30 (áður 20:45) Aðrir ferðir hafa verið felldar niður. Því miður passar ekki áætlunarferð Strætó við […]

Fyrsta ferð dagsins til Þorlákshafnar

DSC_4117

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna þar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 hafa verið felldar niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning kl. 15:00, segir í tilkynningu frá Herjólfi […]

Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Herjolfur (2)

Herjólfur ohf. hefur staðfest brottför til Þorlákshafnar seinni partinn. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 16:00 (áður 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl 19:45 (áður 20:45). Laugardagurinn 16.11.24 og þar til annað verður tilkynnt: Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar samkvæmt almennri áætlun þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00 Brottför […]

Ekki siglt fyrri part föstudags

herjolfur_b-3.jpg

Tekin hefur ákvörðun að fella niður allar ferðir Herjólfs fyrri part föstudags vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Hvað […]

Síðasta ferð dagsins fellur niður

IMG 6188

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn og því er næsta ferð á áætlun síðasta ferð kvöldsins, þ.e.  Brottför frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og brottför frá Landeyjahöfn kl 20:45. Að því sögðu fella eftirfarandi ferðir niður, þ.e. frá Vestmannaeyjum kl 22:00 og frá Landeyjahöfn kl 23:15. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hvað […]

Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Oli Joi Pn

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]

Björgunaræfing áhafnar Herjólfs í myndum

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með björgunaræfingu um borð í Herjólfi í gær. Æfingin var umfangsmikil og komu margir við sögu eins og myndir Óskars Péturs sína. Skugga bar þó á því kona úr áhöfninn meiddist á fæti. „Fyrr í dag fór fram björgunaræfing áhafnar Herjólfs þar sem móðurbáturinn í STB MES kerfinu var sprengdur […]

Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]

Björgunaræfing á Herjólfi

Breyting varð á áætlun Herjólfs í dag vegna umfangsmikillar björgunaræfingar áhafnarinnar. Siglt var í morgun og svo aftur í kvöld. Frá Eyjum 19:30 og 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:45 og 23:15. Óskar Pétur fylgdist með æfingunni og tók hann þessa mynd um borð björgunarskipinu Þór sem tók þátt í æfingunni. Eyþór Þórðarson er við stjórnvölinn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.