Því miður gefa bæði veður- og ölduspá til kynna að aðstæður til siglinga eru ekki góðar, hvorki til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar á morgun, jóladag, 25. desember. Því verða engar ferðir á áætlun þann dag. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá skipafélaginu.
Eftirfarandi ferðir hafa verið felldar niður, kl 12:00, 13:15, 22:00 og 23:15. Í tilkynningunni er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Hvað varðar siglingar fyrir fimmtudaginn 26. desember, verður gefin út tilkynning um kl. 06:00 á fimmtudagsmorgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst