Klókur ráðherra!

Þórdís_kolbrun_eyjar (1000 x 667 px) (1)

Á þriðjudaginn sl. kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra til fundar við Eyjamenn. Ástæða heimsóknarinnar var fyrst og fremst til að ræða hennar kröfur um að þjóðnýta stóran hluta Vestmannaeyja. Mörgum Eyjamanninum var heitt í hamsi vegna málsins og raunar skilja fæstir landsmenn í þessu máli og því fjáraustri sem ríkið er búið […]

Hálft stöðugildi í að svara einum aðila

vestmannaeyjab_pappir

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir “Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023” eins og það er orðað í fundargerð ráðsins. Þar segir ennfremur að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum […]

Hybrid gras á Hásteinsvöll?

hasteinsvollur_2021.jpg

Greint var frá því í vikunni að FH-ingar séu vel á veg komnir með framkvæmd við lagningu á svokölluðu hybrid grasi á æfingavöll sinn í Kaplakrika. FH-ingar vonast til að geta lagt eins gras á aðal keppnisvöll sinn á næstu þremur til fjórum árum. Haft var eftir Jóni Rúnari Halldórssyni, fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar FH sem […]

Flissandi forseti

Það vakti nokkra athygli á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, hversu mikið það fór í taugarnar á meirihluta bæjarstjórnar – og sér í lagi forseta – að verkferlar við ráðningarmál væru ræddir á þessum vettvangi. Eftir eldræðu Páls Magnússonar, forseta bæjarstjórnar, tók sá hinn sami upp á því að flissa að ræðumanni sem upp […]

Öryggi bæjarbúa er undir!

eldgos_Svabbi_ads-1.jpg

„Það get­ur líka verið þannig að það get­ur komið upp gos í miðju hafn­ar­mynn­inu í Eyj­um. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætl­un A, held­ur líka áætl­un B, og kannski C og jafn­vel D – til þess að bregðast við slík­um at­b­urði í Vest­manna­eyj­um.“ Þetta sagði Þor­valdur Þórðar­son­, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands […]

Hvað gerðist árið 1992?

Hasteinsvollur 2021 2.jpg

Mikið hefur verið ritað og rætt um hvort rétt sé að setja gervigras á Hásteinsvöllinn fagurgræna. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á málinu. Ef horft er til baka, þá er rétt að rifja upp að völlurinn var síðast tekinn upp og lagfærður árið 1992. Síðan þá hefur Hásteinsvöllur verið einn besti grasvöllur landsins. Oftar […]

Hvað gerðist árið 1969?

Árið 2018 var gerður samningur milli Vegagerðarinnar og Björgunar um viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn. Samningur þessi var til þriggja ára.  Í kjölfar undirskriftar kom fram gagnrýni á Vegagerðina þess efnis að fyrirtækið réði illa við verkefnið miðað við þann tækjabúnað og skipakost sem Björgun hefði yfir að ráða. Tækjabúnaður sagður viðunandi Þessu svöruðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar […]

Vegvísinum stungið undir stól

Á Alþingi var samþykkt samhljóða að Landeyjahöfn skildi fara í gegnum óháða úttekt. Þetta var í byrjun desember árið 2019. Enn er þess beðið að farið verði að vilja Alþingis.  Ráðuneyti Sigurðar Inga fór með ferðina í málinu og var ákveðið að fara í örútboð, þar sem niðurstaðan var sú að skýrslunni sem var skilað […]

Allir á uppsagnarfresti

Í dag er staðan þannig á samgönguleiðum milli lands og Eyja að allir starfsmenn sem þar starfa eru á uppsagnarfresti. Öllum starfsmönnum Herjólfs var sagt upp störfum í lok ágúst. Örfáum dögum síðar tilkynnti Flugfélagið Ernir um að félagið myndi hætta flugi milli lands og Eyja. Í gær bárust svo fréttir þess efnis að Isavia hafi […]

Óheppilegt!

Það er í besta falli óheppilegt fyrir ráðherra samgöngumála að nánast á sama tíma og niðurgreiðsla á flugfargjöldum tekur gildi sé tilkynnt um að áætlunarflug sé ekki lengur í boði til Vestmannaeyja. Ráðherra kynnti nýju leiðina með pompi og prakt á Egilsstöðum á dögunum. Nú er hvíslað um það í Eyjum hvort komin sé tímasetning á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.