Klókur ráðherra!

Þórdís_kolbrun_eyjar (1000 x 667 px) (1)

Á þriðjudaginn sl. kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra til fundar við Eyjamenn. Ástæða heimsóknarinnar var fyrst og fremst til að ræða hennar kröfur um að þjóðnýta stóran hluta Vestmannaeyja. Mörgum Eyjamanninum var heitt í hamsi vegna málsins og raunar skilja fæstir landsmenn í þessu máli og því fjáraustri sem ríkið er búið […]

Hálft stöðugildi í að svara einum aðila

vestmannaeyjab_pappir

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir “Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023” eins og það er orðað í fundargerð ráðsins. Þar segir ennfremur að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum […]

Hybrid gras á Hásteinsvöll?

hasteinsvollur_2021.jpg

Greint var frá því í vikunni að FH-ingar séu vel á veg komnir með framkvæmd við lagningu á svokölluðu hybrid grasi á æfingavöll sinn í Kaplakrika. FH-ingar vonast til að geta lagt eins gras á aðal keppnisvöll sinn á næstu þremur til fjórum árum. Haft var eftir Jóni Rúnari Halldórssyni, fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar FH sem […]

Flissandi forseti

Það vakti nokkra athygli á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, hversu mikið það fór í taugarnar á meirihluta bæjarstjórnar – og sér í lagi forseta – að verkferlar við ráðningarmál væru ræddir á þessum vettvangi. Eftir eldræðu Páls Magnússonar, forseta bæjarstjórnar, tók sá hinn sami upp á því að flissa að ræðumanni sem upp […]

Öryggi bæjarbúa er undir!

eldgos_Svabbi_ads-1.jpg

„Það get­ur líka verið þannig að það get­ur komið upp gos í miðju hafn­ar­mynn­inu í Eyj­um. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætl­un A, held­ur líka áætl­un B, og kannski C og jafn­vel D – til þess að bregðast við slík­um at­b­urði í Vest­manna­eyj­um.“ Þetta sagði Þor­valdur Þórðar­son­, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands […]

Hvað gerðist árið 1992?

Hasteinsvollur 2021 2.jpg

Mikið hefur verið ritað og rætt um hvort rétt sé að setja gervigras á Hásteinsvöllinn fagurgræna. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á málinu. Ef horft er til baka, þá er rétt að rifja upp að völlurinn var síðast tekinn upp og lagfærður árið 1992. Síðan þá hefur Hásteinsvöllur verið einn besti grasvöllur landsins. Oftar […]

Hvað gerðist árið 1969?

Árið 2018 var gerður samningur milli Vegagerðarinnar og Björgunar um viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn. Samningur þessi var til þriggja ára.  Í kjölfar undirskriftar kom fram gagnrýni á Vegagerðina þess efnis að fyrirtækið réði illa við verkefnið miðað við þann tækjabúnað og skipakost sem Björgun hefði yfir að ráða. Tækjabúnaður sagður viðunandi Þessu svöruðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar […]

Vegvísinum stungið undir stól

Á Alþingi var samþykkt samhljóða að Landeyjahöfn skildi fara í gegnum óháða úttekt. Þetta var í byrjun desember árið 2019. Enn er þess beðið að farið verði að vilja Alþingis.  Ráðuneyti Sigurðar Inga fór með ferðina í málinu og var ákveðið að fara í örútboð, þar sem niðurstaðan var sú að skýrslunni sem var skilað […]

Allir á uppsagnarfresti

Í dag er staðan þannig á samgönguleiðum milli lands og Eyja að allir starfsmenn sem þar starfa eru á uppsagnarfresti. Öllum starfsmönnum Herjólfs var sagt upp störfum í lok ágúst. Örfáum dögum síðar tilkynnti Flugfélagið Ernir um að félagið myndi hætta flugi milli lands og Eyja. Í gær bárust svo fréttir þess efnis að Isavia hafi […]

Óheppilegt!

Það er í besta falli óheppilegt fyrir ráðherra samgöngumála að nánast á sama tíma og niðurgreiðsla á flugfargjöldum tekur gildi sé tilkynnt um að áætlunarflug sé ekki lengur í boði til Vestmannaeyja. Ráðherra kynnti nýju leiðina með pompi og prakt á Egilsstöðum á dögunum. Nú er hvíslað um það í Eyjum hvort komin sé tímasetning á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.