Það vakti nokkra athygli á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, hversu mikið það fór í taugarnar á meirihluta bæjarstjórnar – og sér í lagi forseta – að verkferlar við ráðningarmál væru ræddir á þessum vettvangi.
Eftir eldræðu Páls Magnússonar, forseta bæjarstjórnar, tók sá hinn sami upp á því að flissa að ræðumanni sem upp kom á eftir honum og annars staðar hafði hann framíköll.
Nú er hvíslað um það meðal bæjarbúa að þó forseta líki ekki þau mál sem rædd eru í ræðustól bæjarstjórnar, verður hann þó að muna að hann er forseti allrar bæjarstjórnar og á sem slíkur að sína öðrum bæjarfulltrúum þá lágmarks kurteisi að vera ekki með framíköll og fliss þegar aðrir hafa orðið.
Flissið og framíköllin minnkar einungis þann sem það gerir, sem í þessu tilviki ætti að vera fyrirmynd annara – að ekki sé talað um aldursforseti – sem stærir sig gjarnan að gríðarlegri reynslu í stjórnmálum!
https://eyjar.net/hiti-i-umraedu-um-verkferla/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst