Mark Elliða meðal þeirra glæsilegustu í nóvember

Í hverjum mánuði er hægt að greiða atkvæði um glæsilegustu mörkin í þýska handboltanum. Eyjamaðurinn síkáti Elliði Snær Viðarsson á eitt þessara marka sem hann skoraði fyrir lið sitt VFL Gummersbach gegn HSV Hamburg á dögunum. Hver sem er getur tekið þátt og kosið. Mark Elliða er númer sex á síðunni og er sem stendur […]

Sigurður Grétar kominn heim

Eyjapeyinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Siggi lauk námi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og er fluttur heim. Hann spilaði með Vestra á síðasta tímabili þar sem hann brá sér í ýmsar stöður í 22 leikjum og skoraði tvö mörk. “Það er mikil ánægja með að hafa fengið […]

Guðmundur Tómas endaði í fimmta sæti í Úrvalsdeildinni

Úrvalsdeildin í efótbolta kláraðist á miðvikudaginn síðastliðinn. Hið nýstofnaðafélag ÍBV Esport átti þar sinn fulltrúa, Guðmund Tómas Sigfússon. Hann þótti standa sig með ágætum og endaði um miðja deild, eða í fimmta sæti með 19 stig, sex sigra, 1 jafntefli og 7 töp, Átta lið áttu fulltrúa í úrvalsdeildinni sem var leikinn í fyrsta skiptið […]

Kristín Erna snýr aftur

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin heim. Kristín hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt eftir stutt stopp í Reykjavík og mun því spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Kristín á að baki 136 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 45 mörk. “Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim […]

Gunnar Heiðar áfram með KFS

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir árs samning sem þjálfari KFS. Frumraun Gunnars gekk æði vel í sumar er hann stýrði KFS upp úr 4. deildinni og var mikil og góð stemning í liðinu. Framundan er tímabil í 3. deild og verður gaman að fylgjast með KFS deild ofar. Knattspyrnuráð ÍBV og stjórn KFS hafa […]

Skákæfingar krakka hjá Taflfélagi Vestmannaeyja komnar í gang   

Taflfélag Vestmannaeyja fer af  af stað með skákæfingar fyrir krakka í Grunnskóla Vm. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 á ný fimmtudaginn 19. nóvember. Yngri hópurinn kl. 16.30- 17.30 og eldri hópurinn kl. 17.45 – 18.45. Skákkennslan og æfingar verða síðan á mánudögum og fimmtudögum á þessum sama tíma. Umsjón með skákkennslunni  sem hófst í […]

Gonzalo Zamorano til ÍBV

ÍBV hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar en Gonzalo Zamorano hefur gert 2ja ára samning við félagið. Gonzalo lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og þótti með betri mönnum deildarinnar þar sem hann skoraði hvert markið á fætur öðru. “Velkominn Gonzi og áfram ÍBV,” segir í tilkynningu frá félaginu. (meira…)

Einyrkjastarfsemi og íþróttastarf barna leyft á ný

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu um breytingar á sótt­varn­a­regl­um hér­lend­is sem taka gildi 18. nóvember. Breytingarnar eru þær að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Þá verður íþróttastarf barna leyft, með og án snertingar. Að auki verður í öllum hópum […]

Hákon Daði í úrvalsliði EHF – myndband

Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir leik sinn með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Litháaen í síðustu viku. Handknattleikssamband Evrópu tók saman úrvalsliðið og birti á vef sínum í dag ásamt myndskeiðinu sem er hér að neðan. Þar er Hákon ekki í amalegum félagsskap en meðal […]

Hanna framlengir við ÍBV

Miðjumaðurinn Hanna Kallmaier hefur framlengt samning sinn við ÍBV fyrir komandi keppnistímabil. Hanna er 26 ára miðjumaður sem spilaði alla 16 leiki ÍBV í Pepsi Max deild kvenna á seinasta keppnistímabili. Hanna átti frábært tímabil og var í lok tímabilsins valin besti leikmaður liðsins. Hanna er mikilvægur hlekkur í ÍBV liðinu, hún er mikill dugnaðarforkur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.