Mark Elliða meðal þeirra glæsilegustu í nóvember

Í hverjum mánuði er hægt að greiða atkvæði um glæsilegustu mörkin í þýska handboltanum. Eyjamaðurinn síkáti Elliði Snær Viðarsson á eitt þessara marka sem hann skoraði fyrir lið sitt VFL Gummersbach gegn HSV Hamburg á dögunum. Hver sem er getur tekið þátt og kosið. Mark Elliða er númer sex á síðunni og er sem stendur […]
Sigurður Grétar kominn heim

Eyjapeyinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Siggi lauk námi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og er fluttur heim. Hann spilaði með Vestra á síðasta tímabili þar sem hann brá sér í ýmsar stöður í 22 leikjum og skoraði tvö mörk. “Það er mikil ánægja með að hafa fengið […]
Guðmundur Tómas endaði í fimmta sæti í Úrvalsdeildinni

Úrvalsdeildin í efótbolta kláraðist á miðvikudaginn síðastliðinn. Hið nýstofnaðafélag ÍBV Esport átti þar sinn fulltrúa, Guðmund Tómas Sigfússon. Hann þótti standa sig með ágætum og endaði um miðja deild, eða í fimmta sæti með 19 stig, sex sigra, 1 jafntefli og 7 töp, Átta lið áttu fulltrúa í úrvalsdeildinni sem var leikinn í fyrsta skiptið […]
Kristín Erna snýr aftur

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin heim. Kristín hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt eftir stutt stopp í Reykjavík og mun því spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Kristín á að baki 136 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 45 mörk. “Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim […]
Gunnar Heiðar áfram með KFS

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir árs samning sem þjálfari KFS. Frumraun Gunnars gekk æði vel í sumar er hann stýrði KFS upp úr 4. deildinni og var mikil og góð stemning í liðinu. Framundan er tímabil í 3. deild og verður gaman að fylgjast með KFS deild ofar. Knattspyrnuráð ÍBV og stjórn KFS hafa […]
Skákæfingar krakka hjá Taflfélagi Vestmannaeyja komnar í gang

Taflfélag Vestmannaeyja fer af af stað með skákæfingar fyrir krakka í Grunnskóla Vm. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 á ný fimmtudaginn 19. nóvember. Yngri hópurinn kl. 16.30- 17.30 og eldri hópurinn kl. 17.45 – 18.45. Skákkennslan og æfingar verða síðan á mánudögum og fimmtudögum á þessum sama tíma. Umsjón með skákkennslunni sem hófst í […]
Gonzalo Zamorano til ÍBV

ÍBV hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar en Gonzalo Zamorano hefur gert 2ja ára samning við félagið. Gonzalo lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og þótti með betri mönnum deildarinnar þar sem hann skoraði hvert markið á fætur öðru. “Velkominn Gonzi og áfram ÍBV,” segir í tilkynningu frá félaginu. (meira…)
Einyrkjastarfsemi og íþróttastarf barna leyft á ný

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu um breytingar á sóttvarnareglum hérlendis sem taka gildi 18. nóvember. Breytingarnar eru þær að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Þá verður íþróttastarf barna leyft, með og án snertingar. Að auki verður í öllum hópum […]
Hákon Daði í úrvalsliði EHF – myndband

Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir leik sinn með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Litháaen í síðustu viku. Handknattleikssamband Evrópu tók saman úrvalsliðið og birti á vef sínum í dag ásamt myndskeiðinu sem er hér að neðan. Þar er Hákon ekki í amalegum félagsskap en meðal […]
Hanna framlengir við ÍBV

Miðjumaðurinn Hanna Kallmaier hefur framlengt samning sinn við ÍBV fyrir komandi keppnistímabil. Hanna er 26 ára miðjumaður sem spilaði alla 16 leiki ÍBV í Pepsi Max deild kvenna á seinasta keppnistímabili. Hanna átti frábært tímabil og var í lok tímabilsins valin besti leikmaður liðsins. Hanna er mikilvægur hlekkur í ÍBV liðinu, hún er mikill dugnaðarforkur […]