Úrvalsdeildin í efótbolta kláraðist á miðvikudaginn síðastliðinn. Hið nýstofnaðafélag ÍBV Esport átti þar sinn fulltrúa, Guðmund Tómas Sigfússon. Hann þótti standa sig með ágætum og endaði um miðja deild, eða í fimmta sæti með 19 stig, sex sigra, 1 jafntefli og 7 töp, Átta lið áttu fulltrúa í úrvalsdeildinni sem var leikinn í fyrsta skiptið í ár og er samstarfsverkefni Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) og KSÍ.
Keppt var í FIFA sem er einn vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikið var í FIFA20 í upphafi móts en skipt yfir í FIFA21 þegar hann kom út í byrjun október.
Lokastöðu mótsins má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst