Þorlákur Árnason áfram hjá ÍBV

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni. Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. […]
Eyjamenn úr leik í Powerade bikarnum

Karlalið ÍBV í handbolta er úr leik í Powerade bikarnum eftir 27-22 tap gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í kvöld. ÍBV var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru yfir með fjórum mörkum í hálfleik 8-12. Eyjamenn voru yfir framan af í síðari hálfleik og voru með tveggja marka forystu […]
Bikarslagur í kvöld

ÍBV og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Leikið er í Mosfellsbæ. Ef staða þessara liða er skoðuð í deildinni má búast við hörkuleik í kvöld. Afturelding á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að afloknum fimm umferðum. ÍBV er í þriðja sætinu með 6 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður […]
ÍBV 2 úr leik í bikarnum eftir tap gegn KA

ÍBV 2 tók á móti KA í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með 25-33 sigri KA. KA menn komust í 2-4 á fyrstu mínútum leiksins en eftir það skiptust liðin á að vera með forystu. Eyjamenn fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 16-14. Áfram var jafnræði með liðunum […]
Eyjamenn töpuðu gegn Skagamönnum

Karlalið ÍBV tapaði gegn Skagamönnum í 25. umferð Bestu deildar karla í Eyjum í dag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn áttu fleiri skot tilraunir en áttu erfitt með að hitta markið. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann úti hægri […]
ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]
Eyjablikksmótið hófst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hófst fyrr í dag, föstudag og lýkur á sunnudaginn. Á mótinu leikur 5. flokkur karla yngri og 5. flokkur kvenna yngri. Fyrstu leikirnir hófust klukkan 14:00 í dag og er leikið til 22:00 í kvöld. Í fyrramálið er leikið frá 8:00 til 18:40. Á sunnudaginn hefjast leikir […]
Eyjamenn töpuðu á Selfossi

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði naumlega með einu marki gegn Selfossi í fimmtu umferð Olís deildar karla á Selfossi í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Eyjamenn tóku fljótt forystuna í leiknum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjamenn komnir með fjögurra marka forystu, 6-10. Mest komust þeir sex mörkum yfir en Selfyssingar náðu […]
Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12. Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum […]
Suðurlandsslagur í Eyjum

Tveir leikir fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]