Eyjakonur áfram á blússandi siglingu

Kvennalið ÍBV vann sannfærandi 0-5 sigur í kvöld er liðið tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi í 11. umferð Lengjudeildar kvenna. Bæði þessi lið höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn en Gróttukonum tókst ekki að veita ÍBV mikla samkeppni og sýnir það styrk ÍBV í þessari deild. Eyjakonur leiddu 0-2 í hálfleik en Allison […]
ÍBV sækir Gróttu heim

Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum. Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið […]
Elvis kominn aftur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið. Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé fyrst og […]
Gummi með sterka leikmenn í sigtinu

Guðmundur Ásgeir Grétarsson slær ekki slöku við þó enn sé langt í að handboltinn fari að rúlla. Er hann með nokkur nöfn í sigtinu sem gætu styrkt ÍBV-B á næsta tímabili. Meðal þeirra eru Breki Þór Óðinsson ÍBV, Nökkvi Snær Óðinsson ÍBV, Kári Kristján Kristjánsson ÍBV sem er sennilega stærsti bitinn og Ísak Rafnsson ÍBV. Hann er líka […]
Langþráður sigur Eyjamanna

Eyjamenn unnu frábæran 1-0 sigur í kvöld þegar þeir tóku á móti Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og lítið um færi. Eyjamenn léku á móti vindinum og beittu skyndisóknum á meðan Stjörnumenn héldu betur í boltann en hvorugt liðið náði að skora. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá […]
ÍBV tekur á móti Stjörnunni

Í kvöld hefst 15. umferð Bestu deildar karla með tveimur leikjum. Í þeim fyrri fær ÍBV Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvöll. Eyjaliðið í tíunda sæti með 15 stig en Stjarnan er í því fimmta með 21 stig. Í fyrri leik liðanna í Garðabæ fór ÍBV með sigur af hólmi 2-3 í stórskemmtilegum leik. Það má […]
Örlygur Helgi og Sóley Vestmannaeyjameistarar 2025

Vestmannaeyjameistarar í golfi 2025 eru Örlygur Helgi Grímsson og Sóley Óskarsdóttir. Meistaramótinu lauk í gær og er þetta 16. titill Örlygs. Sóley varð einnig meistari á síðasta ári. Örlygur Helgi stóð sig frábærlega á mótinu og sló hvert metið á fætur öðru. Á þriðja keppnisdegi lauk hann leik á 63 höggum og fékk á hringnum 7 […]
Landsliðsstelpurnar á TM mótinu

Landsliðið og Pessuliðið léku sinn árlega leik á TM mótinu í ár. Leikurinn fór fram á Þórsvelli í frábæru veðri. Það var Landsliðið sem byrjaði leikinn betur og komust í 3-0 en Pressuliðið náði að jafna leikinn í seinni hálfleik og leikurinn endaði 3-3. Kolfinna Lind Tryggvadóttir og Arna Hlín Unnarsdóttir leikmenn ÍBV voru báðar valdar […]
Frábæru N1-móti lokið

N1-mót KA fór fram dagana 2. – 5. júlí en frá ÍBV tóku 44 strákar þátt í mótinu, 38 þeirra úr 5. flokki en 6 þeirra lánsmenn frá 6. flokki. Foreldrar fylgdu öllum strákum norður og er það mikilvægur þáttur í að láta mótið ganga sem best fyrir strákana sem upplifa mótið líkt og um […]
ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]