Leiknum frestað

Eyja_3L2A1547

Leik Fram og ÍBV í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað til morguns. Fram kemur í tilkynningu frá HSÍ að breyting hafi verið gerð á ferðum Herjólfs í morgun með þeim afleiðingum að lið ÍBV átti ekki kost á því að komast til lands í tæka tíð. Liðin […]

Fram fær ÍBV í heimsókn

Eyja 3L2A9749

Í dag verður 8. umferð Olís deildar kvenna leikin. Klukkan 15.00 mætast Fram og ÍBV í Lambhagahöllinni. ÍBV er í fjórða sæti með 8 stig en Fram er í því sjötta með 5 stig úr 7 leikjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Dómarar Lið Lau. 01. nóv. 25 14:00 8 Skógarsel KG/MKJ ÍR – […]

Kristín Klara hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Kristín Klara Óskarsdóttir hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki. Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga. Kristín Klara Óskarsdóttir: Aldur? 16 ára. Fjölskylda? Mamma mín heitir Guðbjörg Guðmannsdóttir og pabbi minn heitir Óskar Jósúason. […]

Þorlákur Breki hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Þorlákur Breki Baxter hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga. Þorlákur Breki Baxter: Aldur: 20 ára  Fjölskylda: Já á fjölskyldu  Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum? Já […]

Eyjakonur úr leik í Powerade bikarnum

Kvennalið ÍBV tók á móti Gróttu í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með 35-32 sigri Gróttu og má segja að úrslitin hafi verið ansi óvænt þar sem lið Gróttu leikur í Grill 66 deildinni.  Gróttu konur voru yfir framan af í leiknum en staðan eftir 20 mínútna leik var jöfn, […]

ÍBV mætir Gróttu í bikarnum

Handbolti kvenna 2025

Bikarkeppni kvenna í handbolta hefst í kvöld með fimm leikjum. ÍBV sækir Gróttu heim í Hertz-höllina. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik. Grótta hefur byrjað tímabilið vel í Grill 66 deildinni og er með ungt og efnilegt lið sem leikur hraðan bolta. Liðið er í öðru sæti Grill-deildarinnar. Eyjakonur hafa […]

Lokahóf fótboltans – verðlaunahafar og myndir

Lokahóf meistaraflokka ÍBV í fótbolta var haldið í gærkvöld. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemning. Óskar Jósúa fór með veislustjórn og matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda. Það má með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt enda miklu að fagna. Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins en það […]

Strákarnir unnu en stelpurnar töpuðu

Karlalið ÍBV tók á móti KA í áttundu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk  með tveggja marka sigri Eyjamanna. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 18-17 í hálfleik.  Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri. Eyjamenn voru með forystuna allan leikinn og […]

Eyjamenn töpuðu síðasta leik tímabilsins

Karlalið ÍBV í fótbolta tók á móti KA í 27. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Leiknum lauk með 3-4 sigri KA manna. Leikurinn var hinn fjörugasti og var það Vicente Valor sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu. Oliver Heiðarsson renndi boltanum á Vicente sem lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Það […]

Þrír leikir hjá ÍBV í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Það verður líf og fjör í íþróttum Eyjanna í dag þar sem lið ÍBV leika þrjá leiki í mismunandi greinum. Fyrst mætast ÍBV og KA í knattspyrnu á Hásteinsvelli kl. 12:00, þar sem heimamenn leita eftir mikilvægum stigum í lokaleik mótsins, en sigurvegari leiksins hlýtur Forsetabikarinn. Rétt er að taka fram að KA nægir jafntefli […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.