Þóra Björg í æfingahóp U20

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna hjá KSÍ, hefur valið Þóru Björgu Stefánsdóttur í æfingahóp sem tekur þátt í undirbúningi U20 kvenna fyrir umspilsleik liðsins gegn Austurríki um laust sæti á HM í Kólumbíu. 25 leikmenn koma saman dagana 17.-19. nóvember. Endanlegur hópur verður valin í framhaldinu og kemur saman til æfinga 25.-26. nóvember, og í […]

Stelpurnar fá KA/Þór í heimsókn í dag

Kvennalið ÍBV fær KA/Þór í heimsókn í dag í Olísdeild kvenna. ÍBV er í fjórða sæti sem stendur með átta stig og KA/Þór í því sjötta með fimm stig eftir sjö leiki. Stelpurnar áttu leik gegn Stjörnunni á laugardaginn síðastliðinn þar sem Stjarnan hafði betur 26/22. Aðrir leikir á dagskrá í dag er Afturelding/ÍR kl […]

Níu iðkendur frá ÍBV valdir í landsliðs æfingarhópa HSÍ

Yngri landslið karla hjá HSÍ æfa dagana 2.-5. nóvember nk. og voru gefnir út æfingahópar í gær fyrir U15, U16, U18 og U20, og á ÍBV 9 iðkendur sem taka þátt í þessum æfingum. Jón Gunnlaugur Viggósson valdi Jóel Þór Andersen og Sigurmund Gísla Unnarsson til æfinga með U15. Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson […]

Todor Hristov tekur við 2.flokki karla

Fyrir skömmu, var sú akvörðun tekin á milli knattspyrnuráðs ÍBV og Todors Hristov , sameiginlega, að Todor myndi láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Sú ákvörðun var hvorki tekin í flýti né hugsunarleysi. Knattspyrnuráð ÍBV vill koma á framfæri miklum þökkum til Todors, fyrir hans mikilvægu störf í þágu kvennaknattspyrnu í Vestmannaeyjum. Todor tekur […]

Ísey María valin í U15 og Elísabet í U16 æfingahóp

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 25.-27. október. Ísey María Örvarsdóttir hefur verið valin til að taka þátt í æfingunum. Þessi hópur er mjög sterkur en einungis 28 leikmenn voru valdir. Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U16 hjá KSí hefur valið Elísabet Rut Sigurjónsdóttir í æfingahjóp sem kemur […]

Aðalstjórn ÍBV 2023-2024

Á þriðjudaginn sl. var ný aðalstjórn ÍBV kosin á aðalfundi ÍBV íþróttafélags. Í nýrri stjórn sitja: Sæunn Magnúsdóttir(Formaður) Bragi Magnússon (Meðstjórnandi) Kristine Laufey Sæmundsdóttir (Meðstjórnandi) Sara Rós Einarsdóttir (Meðstjórnandi) Örvar Omrí Ólafsson (Meðstjórnandi) Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir (Varamaður) Þóra Guðný Arnarsdóttir (Varamaður) (meira…)

Toppliðið í heimsókn

Það er verðugt verkefni framundan hjá liðið Íslandsmeistara ÍBV í dag þegar topplið Vals kemur í heimsókn. Lið Vals situ í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. ÍBV situr í fimmtasæti deildarinnar með sjö stig eftir jafn marga leiki. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni klukkan 16:00 í dag. (meira…)

Sunna og Sandra mynda fyr­irliðat­eymi

Sunna Jóns­dótt­ir, leikmaður ÍBV, hef­ur verið skipaður fyr­irliði ís­lenska kvenna­landsliðsins í hand­bolta. Hún tek­ur við fyr­irliðaband­inu af Rut Jóns­dótt­ur sem er í barneigna­leyfi. RÚV greindi frá í gær. Ásamt Sunnu munu Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir og Sandra Erl­ings­dótt­ir mynda fyr­irliðat­eymi. Sunna er 34 ára göm­ul og á 75 lands­leiki að baki. Í þeim hef­ur hún gert […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

Handboltastrákarnir leggja land undir fót í dag þegar þeir mæta Aftureldingu í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ í sjöttu umferð Olísdeildarinnar. Um er að ræða liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Ferðalaginu líkur ekki í Mosfellsbæ því strákarnir fljúga á af landi brott á morgun og spila í […]

Þetta er sögulega lélegt

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum leikmaður ÍBV og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu segir það sorglegt að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í kringum knattspyrnuna í Eyjum. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar í hlaðvarpinu “Chess after dark”, viðtalið í heild sinni má spila hér að neðan. DV birti fyrst frétt um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.