Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Magnús Stefánsson, þjálfari karlaliðsins segir í samtali við Eyjafréttir að tímabilið leggist mjög vel í þá.
„Strákarnir hafa verið mjög duglegir að æfa og mæta til leiks í flottu standi. Deildin í ár gæti orðið jafnari en oft áður. Það eru margir góðir leikmenn sem hafa farið erlendis og því verður spennandi að fylgjast með þróun yngri leikmanna sem fá enn stærri hlutverk með sínum liðum en áður.”
Spurður um breytingar á hópnum segir hann að þeir Arnór og Elmar séu farnir erlendis. „Frábært að við séum enn og aftur að búa til og senda frá okkur góða leikmenn, mikil viðurkenning á starfið okkar. Við höfum fengið til okkar Róbert, Kristófer og Marino. Það eru einnig að koma upp úr starfinu okkar ungir og efnilegir leikmenn sem koma til með að láta til sín taka í vetur.”
Hvaða lið sérðu fyrir þér að verði í toppbaráttunni?
ÍBV, FH, Haukar, Valur – þetta eru liðin sem búast má við að verði í efri hlutanum í vetur. Á sama tíma þá eru ungir og spennandi leikmenn í öðrum liðum sem gætu hæglega sprungið út í vetur og breytt gengi síns liðs, þetta verður skemmtilegur vetur.
Að endingu segir Magnús að það verði gaman að takast á við verkefni vetursins með þeirra fólki. „Við eigum frábært stuðningsfólk og það er mikið líf í kringum meistaraflokkana okkar. Ætlunin er að reyna að hafa meira tilstand í kringum heimaleiki okkar og blása enn meira lífi í starfið og umgjörðina.”
Þessu tengt: Ungu stelpurnar fá stórt hlutverk – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst