ÍBV sektað vegna framkomu áhorfenda

Knattspyrnufélag Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna ummæla áhorfenda í garð dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram þann 29. júlí sl. Í skýrslu KSÍ kemur fram að Ásgeir Viktorsson aðstoðadómari (AD1) hafi orðið fyrir hrottalegum ummælum áhorfenda og stuðningsmanna ÍBV sem höfðu komið sér fyrir […]

ÍBV leikur gegn Selfossi á Ragnarsmótinu í kvöld

Karlalið ÍBV á leik gegn Selfossi á Ragnarsmótinu í kvöld. Flautað verður til leiks kl 18:00 í Sethöllinni á Selfossi. Á handbolti.is kemur fram að mótið sé haldið í 35 skiptið í ár til minningar um Ragnar Hjálmtýsson. Frítt er á leikinn og verður hann einnig sýndur á Selfoss TV á youtube. Upplýsingar um mótið […]

Strákarnir fá Fylki í heimsókn

ÍBV tekur á móti liði Fylkis í Bestu deild karla í fótbolta í dag, sunnudaginn 20. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16:15 á Hásteinsvelli. Eyjamenn sitja í tíunda sæti deildarinnar og Fylkir í því níunda. Liðin eru jöfn stiga eftir að hafa spilað 19 leiki og úr þeim tryggt sér 17 stig hver. (meira…)

Stelpurnar mæta Blikum í dag

Eyjakonur mæta liði Breiðabliks í Bestu deild kvenna klukkan 14:00 í dag, sunnudaginn 20. ágúst, á Kópavogsvelli. Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar með 33 stig úr 16 leikjum á meðan ÍBV situr í því áttunda með 17 stig. Leikurinn verður sýndur á Besta deildin 2. (meira…)

Erlingur á leið til Sádi Arabíu?

Samkvæmt handbolti.is er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson, sem gerði ÍBV karla í handbolta Íslandsmeistara í vor sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara karla í handknattleik í Sádi Arabíu. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er Erlingur staddur í Sádi Arabíu væntanlega til viðræðna við stjórnendur handknattleikssambands landsins. Handbolti segir að Arnar Daði Arnarsson, ritstjóri og prímusmótor hlaðvarpsþáttarins […]

Karlaliðið fær liðstyrk á lokasprettinum

Á fótbolti.net hefur verið tilkynnt að ÍBV hefur fengið liðsstyrk fyrir endasprettinn í Bestu deildinni. Sá heitir Michael Jordan Nkololo og getur hann bæði spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður og framherji. Sögur höfðu heryst af því að ÍBV ætlaði að styrkja sig í framherjastöðunni fyrir endasprettinn og er hann nú kominn. Jordan, sem er þrítugur, er […]

Eyjapeyjarnir í U19

Elmar í þriðja og fimmta sæti Eyjamaðurinn og leikmaður U19 ára landsliðs karla er í fimmta sæti á lista yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsendingar á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða sem lauk í Varazdin í Króatíu í gærkvöld. Elmar er með skráðar 39 stoðsendingar í sjö leikjum með íslenska liðinu á mótinu. Þegar litið er til […]

Stelpurnar fá Keflavík í heimsókn

ÍBV og Keflavík mætast í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV situr í áttunda sæti deildarinnar og Keflavík því níunda, en bæði lið eru jöfn stiga. Það má því búast við mikilli spennu á Hásteinsvelli þegar flautað verður til leiks kl. 18:00. Grillaðir verða borgarar og því tilvalið að taka kvöldmatinn á leiknum. Hvetjum […]

Mæta FH í Krikanum

ÍBV mætir liði FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 17:00 í dag, sunnudaginn 13. ágúst, á Kaplakrikavelli. Fimleikafélagið situr í 6. sæti deildarinnar með 24 stig úr 17 leikjum. Eyjamenn hafa leikið 18 leiki og tryggt sér 17 stig. Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn í færslu á […]

Nökkvi Snær framlengir

Hornamaðurinn knái Nökkvi Snær Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Nökkva þekkjum við öll enda einn mesti ÍBV-ari sem um getur og eru það frábærar fréttir að hann hafi ákveðið að halda áfram að leika með ÍBV” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.