ÍBV treyja ódýrust í jólapakkann

Í frétt á vef Vísis hefur verið tekið saman hvaða fótboltatreyja er ódýrust í jólapakkann. Þar kemur fram að treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. […]

Oft er þörf en nú er nauðsyn

Kvennalið ÍBV fær lið KA/Þórs í heimsókn í dag kl.17:30. Um er að ræða gífurlega mikilvægan leik í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. “Oft er þörf en nú er nauðsyn. Við treystum á ykkur kæru stuðningsmenn, fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar inn í næstu umferð bikarkeppninnar. Sjáumst hress og kát í Íþróttamiðstöðinni,” segir […]

Mæta tékknesku meisturunum

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðir leikirnir eru leikinir í Tékklandi og fer fyrri leikurinn fram í dag klukkan 13:00 og sá seinni á morgun klukkan 17:00. (meira…)

Vinnslustöðin verður aðalstyrktaraðili KFS

Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS. Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS. ,,Það er mjög ánægjulegt að […]

Fyrirliðinn framlengir

Knattspyrnuráð ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2025. “Mikilvægi Eiðs þarf ekki að fjölyrða um en hann var valinn besti leikmaður liðsins eftir liðið tímabil.” segir í tilkynningunni. Þar kemur enn fremur fram að, “knattspyrnuráð lítur á samning þennan […]

Stórleikur í Eyjum í dag

Eyjamenn fá topp lið Vals í heimsókn í dag en um er að ræða aðra af tveimur heimsóknum Vals til Vestmannaeyja í desember. Liðin mætast aftur í bikarkeppni HSÍ þann 15. desember. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig eins og Afturelding sem er sæti ofar. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 í […]

Stelpurnar leika við Madeira í dag

Kvennalið ÍBV í handknattleik er komið til suðurhafseyjunnar Madeira við Portugal eftir langt og strangt ferðalag frá Íslandi. Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV í dag og á morgun við Madeira Andebol SAD í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. (meira…)

Valinn besti golfvöllur Íslands

Golfvöllur Vestmannaeyja var á dögunum valinn besti golfvöllur Íslands af World Golf Awards sambandinu. “Viðurkenning þessi er mikill heiður fyrir okkur og alla þá vinnu sem farið hefur í að gera völlinn að þeim sem hann er í dag. Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til þeirra áskorana sem bíða á næstu árum. […]

ÍBV-KA í dag

Áfram verður haldið að leika í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag en fyrsti leikur dagsins fer fram í Vestmannaeyjum þegar leikmenn KA sækja Eyjamenn heim. KA menn komu til Vestmanneyja í gær og því ekkert því til fyrirstöðu að hefja leik klukkan 14:00. Liðin skildu jöfn þegar þau mættust fyrr í vetur […]

Verðug verkefni á útivelli í dag

Bæði karla og kvenna lið ÍBV eiga útileiki í Olísdeildinni í dag. Klukkan 14:00 mætast í Úlfarsárdal kvennalið Fram og ÍBV liðin eru sem stendur jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki. Klukkan 17:30 mæta svo strákarnir Haukum á Ásvöllum. Haukar sitja sem stendur á framandi slóðum í fallsæti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.