ÍBV treyja ódýrust í jólapakkann

Í frétt á vef Vísis hefur verið tekið saman hvaða fótboltatreyja er ódýrust í jólapakkann. Þar kemur fram að treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. […]
Oft er þörf en nú er nauðsyn

Kvennalið ÍBV fær lið KA/Þórs í heimsókn í dag kl.17:30. Um er að ræða gífurlega mikilvægan leik í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. “Oft er þörf en nú er nauðsyn. Við treystum á ykkur kæru stuðningsmenn, fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar inn í næstu umferð bikarkeppninnar. Sjáumst hress og kát í Íþróttamiðstöðinni,” segir […]
Mæta tékknesku meisturunum

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðir leikirnir eru leikinir í Tékklandi og fer fyrri leikurinn fram í dag klukkan 13:00 og sá seinni á morgun klukkan 17:00. (meira…)
Vinnslustöðin verður aðalstyrktaraðili KFS

Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS. Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS. ,,Það er mjög ánægjulegt að […]
Fyrirliðinn framlengir

Knattspyrnuráð ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2025. “Mikilvægi Eiðs þarf ekki að fjölyrða um en hann var valinn besti leikmaður liðsins eftir liðið tímabil.” segir í tilkynningunni. Þar kemur enn fremur fram að, “knattspyrnuráð lítur á samning þennan […]
Stórleikur í Eyjum í dag

Eyjamenn fá topp lið Vals í heimsókn í dag en um er að ræða aðra af tveimur heimsóknum Vals til Vestmannaeyja í desember. Liðin mætast aftur í bikarkeppni HSÍ þann 15. desember. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig eins og Afturelding sem er sæti ofar. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 í […]
Stelpurnar leika við Madeira í dag

Kvennalið ÍBV í handknattleik er komið til suðurhafseyjunnar Madeira við Portugal eftir langt og strangt ferðalag frá Íslandi. Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV í dag og á morgun við Madeira Andebol SAD í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. (meira…)
Valinn besti golfvöllur Íslands

Golfvöllur Vestmannaeyja var á dögunum valinn besti golfvöllur Íslands af World Golf Awards sambandinu. “Viðurkenning þessi er mikill heiður fyrir okkur og alla þá vinnu sem farið hefur í að gera völlinn að þeim sem hann er í dag. Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til þeirra áskorana sem bíða á næstu árum. […]
ÍBV-KA í dag

Áfram verður haldið að leika í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag en fyrsti leikur dagsins fer fram í Vestmannaeyjum þegar leikmenn KA sækja Eyjamenn heim. KA menn komu til Vestmanneyja í gær og því ekkert því til fyrirstöðu að hefja leik klukkan 14:00. Liðin skildu jöfn þegar þau mættust fyrr í vetur […]
Verðug verkefni á útivelli í dag

Bæði karla og kvenna lið ÍBV eiga útileiki í Olísdeildinni í dag. Klukkan 14:00 mætast í Úlfarsárdal kvennalið Fram og ÍBV liðin eru sem stendur jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki. Klukkan 17:30 mæta svo strákarnir Haukum á Ásvöllum. Haukar sitja sem stendur á framandi slóðum í fallsæti […]