8 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna

Fjögur lið spila í 8 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í dag. ÍBV fær Stjörnuna til sín og hefst leikurinn kl. 17:30 á Hásteinsvelli. Stjarnan er í öðru sæti Bestu deildar með 16 stig, en ÍBV í því sjötta, með 14 stig. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld og stuðningur heimamanna […]
Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)
Fyrsta keppnisdegi lokið

Nú er fyrsta keppnisdegi á TM mótinu að ljúka og hefur ÍBV liðunum gengið ágætlega. Öll liðin hafa spilað þrjá leiki og hér fyrir neðan má sjá úrslitin. Það verður að telja stelpunum það til happs að veðrið hefur leikið við þær í dag og spáin er líka góð fyrir morgundaginn. ÍBV 1 Víkingur-1 – […]
TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]
Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)
Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)
KFS vann góðan útisigur

KFS fór á Blönduós í dag og vann góðan 1-2 útisigur á Kormáki/Hvöt. Mörk KFS skoruðu Eyþór Orri og Sigurnýjas Magnússon. KFS er nú í níunda sæti í 3. deildinni með 6 stig, 6 stigum frá toppliðinu, Dalvík/Reyni. (meira…)
Ásta Björt komin heim!

Ásta Björt Júlíusdóttir skrifaði í dag undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Ástu þarf ekki að kynna fyrir stuðningsfólki ÍBV enda Eyjakona í húð og hár og lék með félaginu allt þar til fyrir nýafstaðið tímabil. Þá færði hún sig yfir til Hauka og lék með þeim 20 leiki í Olísdeild kvenna í vetur […]
Klaufalegt, en við lærum

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur fengið erfiða byrjun á tímabilinu. Okkur lá forvitni á að vita hvað okkar eini sanni Hemmi Hreiðars hefði að segja um ástæður þess og framtíðarsýnina. Hemmi er í einlægu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta, einnig fengum við reynsluboltann, hana Margréti Láru til að fara yfir stöðuna. Næsta […]
Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]