KFS tekur á móti KFG

KFS á heimaleik gegn KFG í dag og verður leikið á Helgafellsvelli kl. 18:00. KFS spilar í 3. deildinni og situr í 9. sæti þegar sjö umferðir af 22 hafa verið leiknar. (meira…)

Ekkert minna en stórkostleg

ÍBV Haukar 3L2A1773

Aðsend grein frá Kára Kristjáni Kristjánssyni, handboltahetju Vestmannaeyja. Núna þegar sárasti sviðinn er yfirstaðinn fannst mér ég ekki geta annað en skrifað nokkur orð í þakklætisskyni fyrir stuðninginn sem þið, frábæra stuðingsfólk sýnduð okkur á yfirstöðnum vetri og þá sérstaklega þegar komið var í úrslitakeppnina. Til að gera langa sögu stutta enduðum við í 3. […]

Lykilatriði að æfa aukalega

Sara Dröfn er einungis 17 ára og á framtíðina fyrir sér í handboltanum. Hún er örvhentur hornamaður sem getur einnig spilað sem skytta. Hún er í 3. flokki, meistaraflokki og spilar auk þess með landsliðum yngri flokka. Hún þykir góður liðsmaður og mætir á allar aukaæfingar ásamt því að stunda styrktaræfingar af kappi. Þessi frambærilega […]

Bjarni Ben á pæjumótinu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var einn þeirra fjölmörgu foreldra sem kom til Eyja í tengslum við TM mótið „Það sem stóð upp úr var fyrirtaks skipulagning og gleði sem einkenndi allt mótshaldið. Ég verð líka að minnast á frábæra þjónustu og glæsilegan mat á öllum veitingastöðum og kaffihúsum sem við sóttum yfir helgina,“ segir Bjarni.    Sigríður […]

Orkumótið byrjar á morgun

Orkumótið í fótbolta hefst formlega á morgun, miðvikudag, en sjálf keppnin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags. Á mótinu keppir 6. flokkur karla og fyrsta mótið var haldið árið 1984. Keppt verður á öllum knattspyrnuvöllum Eyjanna; Helgafellsvelli, Týsvelli, Hásteinsvelli, Þórsvelli og í Herjólfshöllinni. Glæsileg dagskrá er framundan hjá leikmönnum, foreldrum og liðsstjórum og má búast […]

Jafntefli í Úlfarsárdalnum!

ÍBV gerði jafntefli á móti Fram í fjörugum leik í Úlfarsárdalnum og var lokaniðurstaða 3-3 í leikslok. Kærkomið jafntefli hjá liðinu eftir nokkra leiðinlega tapleiki í röð. Mörk ÍBV skoruðu: Andri Rúnar Bjarnason (á 2. mínútu úr víti), Andri Rúnar Bjarnason (á 22. mínútu) og Alex Freyr Hilmarsson (á 61. mínútu), en hann fékk slæmt […]

ÍBV strákarnir heimsækja Fram í dag

Í dag kl. 18:00 tekur lið Fram á móti ÍBV strákunum okkar í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram á nýju íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Aðrir leikir í Bestu deild karla í kvöld eru: Stjarnan – KR Breiðablik – KA (meira…)

Stjarnan sannfærandi

ÍBV konur töpuðu 4-0 á móti Stjörnunni í leik í Garðabænum í dag. Ekki er svo langt síðan þessi tvö lið mættust í bikarleik, þar sem Stjarnan fór einnig með sigur af hólmi 1-4 á Hásteinsvelli. ÍBV liðið situr nú í 4. sæti Bestu deildar kvenna með 17 stig, 8 stigum á eftir toppliðinu; Val. […]

Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Hermann Hreiðarsson. ÍBV

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“   „Það […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.