Heimir orðaður við Val

Heimir Hallgrímsson hefur verið orðaður við þjálfun karlaliðs Vals í fótbolta fyrir næsta tímabil. Heimir hefur undanfarna mánuði verið á leikskýrslu hjá ÍBV sem aðstoðarþjálfari en hefur sést í stúkunni á leikjum Vals. Valur hefur Ólaf Jóhannesson sem þjálfara núna, en hann tók við þegar Heimir Guðjónsson var látinn fara fyrr á tímabilinu. Ólafur er […]
Þriðja sæti á Ragnarsmótinu

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik kvenna var haldið nú í liðinni viku, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi. Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum. Stelpurnar okkar í ÍBV náðu […]
Þjálfarastaða hjá ÍBV auglýst

ÍBV auglýsir eftir þjálfara í yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Aðalstjórn félagsins óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika. Æskilegt er að viðkomandi hafi sótt námskeið hjá KSÍ, kostur er að hafa íþróttafræði- eða uppeldismenntun. Frekari upplýsingar veitir Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá […]
Framhaldsfundur í dag

Framhaldsaðalfundur íBV íþróttafélags fer fram í dag, 31. ágúst kl. 20:00 í Týsheimilinu. Þá verða tekin fyrir þau mál sem var frestað á fyrri fundi, meðal annars verður kosið um formann og í stjórn. Ánægjulegt er að sjá að nokkuð margir buðu sig fram í stjórn og ljóst að áhugi fyrir því að vinna fyrir […]
Andri Erlings í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga

Andri lauk í gær leik á Íslandsmóti unglinga í holukeppni sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Andri lék gott golf í mótinu, vann 16 manna úrslitin nokkuð örugglega. Hann lék svo á móti Heiðari Steini frá NK í 8 manna úrslitunum þar sem hann sigraði 4/2. Í undanúrslitunum lék Andri á móti Markúsi Marelssyni […]
Erfiðasta 10K hlaup landsins

Vestmannaeyjahlaupið fer fram á laugardaginn, þetta er í tólfta skipti sem hlaupið er haldið, en það hefur þrisvar sinnum verið valið götuhlaup ársins. Magnús Bragason og Sigmar Þröstur Óskarsson eru mennirnir á bakvið þetta hlaup, sem og Puffin run sem sló öll aðsóknarmet í vor þegar 856 einstaklingar hlupu hringinn um Heimaey. Bæði hlaupin eru […]
ÍBV sigraði 3 -1

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik dagsins og fór með sigur af hólmi, 3-1. ÍBV lenti undir á 23. mínútu þegar Einar Karl Ingvarsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og leiksins. En Eyjamenn náðu yfirhöndinni aftur með tvennu frá Andra Rúnari Bjarnasyni með stuttu millibili; á 39. og 41. mínútu leiksins, Og leiddu […]
ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

Á Hásteinsvelli kl. 14:00 í dag mun fara fram leikur íBV og Stjörnunnar. Þessi lið mættust síðast í lok maí í 8. umferð deildarinnar, skömmu fyrir landsleikjahlé. Þá hafði ÍBV ekki unnið leik og það leit út fyrir að liðið væri í smá krísu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari, hefur hins vegar alltaf talað um að stutt […]
ÍBV í 4. sæti á Hafnarfjarðarmótinu

Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið í handbolta karla sem fór fram í vikunni á Ásvöllum. Stjarnan var eina taplausa liðið á mótinu, ÍBV hafnaði hins vegar í 4. sæti og eflaust einhver lærdómur sem okkar menn draga af þessum leikjum. Lokaniðurstaða mótsins: Handbolti.is greinir frá. (meira…)
65 frá 22 löndum keppa í Ultimate Frisbee

Föstudag og laugardag fer fram Ultimate Frisbee mót í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum. Þátttakendur eru 65 frá 22 löndum, aðallega frá meginlandi Evrópu. Er þetta í þriðja sinn sem Hanna, aðalskipuleggjandi mótsins hefur haldið mót hér á landi, fyrst í Hafnarfirði 2012, síðast í Hveragerði 2019 og loks nú í Vestmannaeyjum. Raunar hafa verið haldin mót […]