Suðurlandsslagur í kvöld

ÍBV strákarnir taka á móti Selfoss í háspennuleik í Olísdeild karla í Íþróttamiðstöðinni í dag. Einu stigi munar á liðinum sem sitja í fjórða og sjötta sæti deildarinnar sem hefur sjaldan verið jafnari. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á ÍBV-TV. (meira…)

ÍBV – Stolt Eyjanna

Það hafa komið þeir tímar að erfitt hefur verið að vera hvort tveggja stuðningsmaður Arsenal og ÍBV. Hafandi stutt þessi lið í áratugi þá hefur maður upplifað bæði hæðir og lægðir; jafnvel svo að um munar. Í síðustu viku munaði minnstu að ég afmunstraði mig varanlega úr skipsrúmi hjá Arsenal, þ.e. þegar félagið hugðist rífa […]

Gary Martin látinn fara

Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Gary skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV í vetur en hún hefur nú verið rift. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið. (meira…)

Ásgeir ekki meira með

Ásgeir Snær Vignisson leikur ekkert meira með ÍBV í Olísdeildinni á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekkert verið með ÍBV um skeið eftir að hafa komið til leiks á ný í lok janúar eftir að hafa farið úr axlarlið í byrjun október. Ásgeir Snær er nú að jafna sig af handarbroti sem hann varð fyrir. Stefnan […]

Handboltinn aftur af stað

Það er komið að fyrsta leik hjá meistaraflokki karla í handbolta, fyrsti leikur liðsins í rúman mánuð. Strákarnir fara í Safamýri og mæta Fram í 16.umferð Olís-deildarinnar. Fyrir leikinn er lið ÍBV í 5.sæti með 17 stig en Fram í því 8. með 16 stig. Það eru því 2 mikilvæg stig í boði í dag. […]

ÍBV mætir Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum

Í dag fer fram fyrsti bikarleikur sumarsins en þá mætast ÍBV og Reynir Sandgerði á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verða áhorfendur leyfðir á leiknum. (meira…)

Ný leikjaáætlun í handboltanum

Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út leikjaáætlun fyrir Íslandsmót karla og kvenna í Olís- og Grill 66-deildum. Fyrir utan tvo leiki í Olísdeild karla sem fram fara annan sunnudag hefst keppni aftur 9. maí. Úrslitakeppnin verður skorin niður og leikjum verður fækkað. Keppni hefst aftur í Olísdeild kvenna laugardaginn 1. maí. næstu leikir ÍBV liðanna: kvenna: […]

Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV

Miðjumaðurinn öflugi, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur þarf vart að kynna fótboltaunnendum, enda unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli ásamt því að vinna titla í Svíþjóð. Áður var Guðjón Pétur hjá Breiðabliki og var viðskilnaður hans við félagið góður og er Guðjón gríðarlega spenntur fyrir því […]

Ásta Björt semur við Hauka

Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert samning við handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki félagsins næstu 3 árin. Ásta Björt kemur til liðs við Hauka frá ÍBV þar sem hún er uppalin og hefur leikið allan sinn feril. Frá þessu er greint á facebook síður Hauka nú í kvöld. Ásta Björt er 22 ára örvhent […]

Róbert áfram hjá ÍBV

Þó ekki meigi spila handbolta um þessar mundir þá halda forsvarsmenn ÍBV ótrauðir áfram að undirbúa næsta tímabil og sögðu frá því á facebook síðu handboltans að Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Róbert er á sínu fjórða tímabili hjá ÍBV en hann kom til liðs við liðið frá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.