Vel heppnað jólahlaðborð í Höllinni

„Jólahlaðborð Einsa Kalda og Hallarinnar heppnaðist í alla staði frábærlega, bæði matur og skemmtun, hvoru tveggja upp á tíu,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari um jólahlaðborðið í Höllinni á laugardagskvöldið. Er það fyrir löngu orðinn fastur liður á aðventunni í Eyjum. Höllin var fagurlega skreytt sem jók enn frekar á stemninguna. „Gestir voru um 300 og […]
Ótrúleg eftirvænting

Ótrúleg eftirvænting er í Eyjum og raunar um land allt eftir Stóra Lundaballinu sem haldið verður á laugardaginn næstkomandi. Þegar Eyjafréttir höfðu samband við skipuleggjendur kom fram að miðasala gangi vel og má segja að nú fari hver að verða síðastur til að ná sér í miða þar sem einungis örfáir miðar eru eftir. „Veiðifélagið […]
Heillaði Eyjamenn með söng sínum

Ein skærasta söngstjarna Grænhöfðaeyja Tidy Rodrigues söng í gær fyrir Eyjamenn hina heillandi músík Cabo Verde eyjanna, þar sem afrískur ryþmi blandast portúgalskri fado tónlist með hrífandi hætti. Jafnframt var kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja. Um undirleik sá Hljómsveit Magnúsar R. Einarssonar og nágrennis, sem er auk Magnúsar skipuð þeim […]