Herrakvöld ÍBV í Reykjavík

Knattspyrnudeild ÍBV heldur herrakvöld í Reykjavík föstudaginn 23. maí nk. í Víkingssalnum/Fram Safamýri 26. Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemningu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Þar segir jafnframt að sérstakur heiðursgestur verði okkar ástsælasti sonur, Ásgeir Sigurvinsson. „Við ætlum að koma þarna saman og þakka […]
Kvennafrídagsins minnst á 1. maí

Drífandi stéttarfélag fagnaði 1. maí í Akóges þar sem þess var sérstaklega minnst að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Vel var mætt og margt í boði, bæði í orði og tónum auk veglegra veitinga. Guðný Björk Ármannsdóttir, brottflutt Eyjakona flutti ávarp dagsins þar sem 50 ára afmæli Kvennafrídagsins var meginþemað. Tekið var […]
Mikið stuð á grímuballi Eyverja – myndir

Grímuball Eyverja var venju samkvæmt haldið í dag – á sama degi og þrettándagleðin. Fjöldi barna mættu á ballið í allskyns búningum. Líflegasti einstaklingurinn á ballinu var valin Emilía Eir Eiðsdóttir, Cruella. Frumlegasta búninginn átti Aníta Björk Styrmisdóttir, en hún var hringekja. Í 1. og 2. sæti voru þær Emma Dís Borgþórsdóttir og Katla Sif […]
Brunað í blíðunni

Börnin nutu þess í gær að bruna niður brekkuna á Stakkagerðistúni. Þó ekki sé mikill snjór í Eyjum dugði það til að renna sér á góðum hraða niður og fóru krakkarnir ferð eftir ferð. Ljósmyndari Eyjafrétta leit þar við í gær. (meira…)
Vel heppnað jólahlaðborð í Höllinni

„Jólahlaðborð Einsa Kalda og Hallarinnar heppnaðist í alla staði frábærlega, bæði matur og skemmtun, hvoru tveggja upp á tíu,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari um jólahlaðborðið í Höllinni á laugardagskvöldið. Er það fyrir löngu orðinn fastur liður á aðventunni í Eyjum. Höllin var fagurlega skreytt sem jók enn frekar á stemninguna. „Gestir voru um 300 og […]
Ótrúleg eftirvænting

Ótrúleg eftirvænting er í Eyjum og raunar um land allt eftir Stóra Lundaballinu sem haldið verður á laugardaginn næstkomandi. Þegar Eyjafréttir höfðu samband við skipuleggjendur kom fram að miðasala gangi vel og má segja að nú fari hver að verða síðastur til að ná sér í miða þar sem einungis örfáir miðar eru eftir. „Veiðifélagið […]
Heillaði Eyjamenn með söng sínum

Ein skærasta söngstjarna Grænhöfðaeyja Tidy Rodrigues söng í gær fyrir Eyjamenn hina heillandi músík Cabo Verde eyjanna, þar sem afrískur ryþmi blandast portúgalskri fado tónlist með hrífandi hætti. Jafnframt var kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja. Um undirleik sá Hljómsveit Magnúsar R. Einarssonar og nágrennis, sem er auk Magnúsar skipuð þeim […]