Grímuball Eyverja var venju samkvæmt haldið í dag – á sama degi og þrettándagleðin. Fjöldi barna mættu á ballið í allskyns búningum.
Líflegasti einstaklingurinn á ballinu var valin Emilía Eir Eiðsdóttir, Cruella. Frumlegasta búninginn átti Aníta Björk Styrmisdóttir, en hún var hringekja. Í 1. og 2. sæti voru þær Emma Dís Borgþórsdóttir og Katla Sif Ágústsdóttir, sem voru sól og máni. Í 3. sæti var Friðrik Valur Friðriksson, sem var Víkingur.
Myndasyrpu frá ballinu má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst