17. júní á Stakkagerðistúni

Þjóðhátíðardeginum er fagnað í dag í Vestmannaeyjum líkt og um land allt, en í dag marka 79 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum 1944. Bæjarbúar og gestir létu sig ekki vanta þó sólin hafi gert það. Skrúðganga var gengin í fylgd lögreglu frá Íþróttamiðstöðinni niður á Stakkó. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna […]

17. júní hátíðahöld í Vestmannaeyjum

9:00 Fánar dregnir að húni víðsvegar um bæinn. 11:00 Hraunbúðir Fjallkonan Erna Jóhannesdóttir flytur hátíðarljóð. Tónlistaratriði – Kristín og Sæþór Vídó. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45. Gengið verður í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa […]

Líf og fjör á vorhátíð Hollvinasamtaka Hraunbúða – myndir

Á laugardaginn stóðu Hollvinasamtök Hraunbúða fyrir veglegri vorhátíð þar sem íbúum og gestum var boðið til mikillar veislu með skemmtiatriðum og mat. Aðsókn var góð og allir skemmtu sér vel, gestir og íbúar. Svo skemmtilega hittist á að sama dag komu 54 konur úr Kvenfélaginu Heimaey, félagi Eyjakvenna í Reykjavík færandi hendi. Afhentu þær fimm […]

Frumsýning Rocky Horror

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi í gær söngleikinn Rocky Horror við frábærar viðtökur. Verkið er eftir Richard O´Brien og var það fyrst frumsýnt árið 1973 í London. Verkinu hefur verið haldið uppi síðan þá með reglulegum sýningum víðsvegar í heiminum. Gaman er að segja frá því að verkið hlaut styrk frá Uppbyggingasjóði Suðurlands til þess að setja […]

Styrktarúthlutun SASS – Átta styrkir til Eyja

Samstök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) hafa úthlutað styrkjum fyrir vorið 2023. Átta styrkjum var úthlutað til Vestmannaeyja. Sjö á sviði menningar og einn á sviði atvinnu og nýsköpunar. Styrkir á sviði menningar Project Eldfell Vestmannaeyjabær Styrkur: 600.000 kr. Í ár eru liðin 50 ár frá myndun Eldfells í Heimaeyjargosinu 1973. Af því tilefni verður sett upp […]

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs óskast

Veistu af áhugaverðum þróunar- og nýbreytniverkefnum í GRV, leikskólum, Tónlistarskóla eða Frístundaveri sem þú vilt vekja athugli á? Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa, leiðbeinendur og starfsfólk í leikskólum, Grunnskóla Vestmannaeyja, Tónlistarskóla og Frístund. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, s.s. foreldrar, ömmur og afar, nemendur, stofnanir, samtök, starfsfólk Vestmannaeyjabæjar, þ.m.t. starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla […]

Páskaratleikur Sealife Trust

Frá og með helginni er opið alla daga vikunnar frá 13-16 í Sealife Trust. Þá hefst einnig páskaratleikur sem allir krakkar eru velkomnir að taka þátt í. Börnin fá blað og blýant í afgreiðslunni og eiga að leita að 12 eggjum sem eru falin víðsvegar um staðinn. Þau geta verið alls konar á litinn og […]

Melancholia, ný plata frá Merkúr “sándið hefur þyngst”

Peyjarnir í Merkúr voru að gefa út nýja plötu sem ber nafnið “Melancholia”. “Þessi plata hefur verið í vinnslu hjá okkur í kringum 2 ár og því er það mikill léttir og mikil spenna að setja hana loksins í loftið. Vanalega hefur það verið þannig að Arnar sé aðalsöngvarinn og að spila öll sóló á […]

Á heimaslóð

Næstkomandi föstudag, hinn 21. okt. eru liðin 110 ár frá fæðingu Alfreðs. Af því tilefni efnir Sögusetrið 1627 til samkomu í Sanaðarheimili Landakirkju kl. 17 þar sem Alfreðs verður minnst og kynnt verður útgáfa 14 laga hans við ljóð ýmissa vina hans og samtímamanna. Ýmsir listamenn flytja sýnishorn af lögum Alfreðs, fjallað verður um tónskáldið […]

„Færeyski kokkurinn“ á KOKS kom Þórshöfn á kortið

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður 8., 9. og 10. september 2022. Fyrirtæki í sjávarútvegnum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.