Forsölu í Dalinn lýkur á morgun

Félagsmenn ÍBV geta keypt miða á Þjóðhátíð á betri kjörum í forsölu, en þeirri forsölu lýkur á morgun. Miðasala fer fram á Tix.is og getur hver félagsmaður keypt 5 miða í Dalinn. Félagsmenn þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og staðfesta félagsaðild við kaup. Myndin er frá Ingu Láru Pétursdóttur. (meira…)
Veikindi koma í veg fyrir tónleika

Tónleikar með Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar og stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur, sem voru áætlaðir í Eldheimum í dag kl. 17:00, falla niður vegna veikinda. (meira…)
Svipmyndir eftir daginn

Mikið líf og fjör var í bænum í dag, tónlist nánast á hverju götuhorni og listasýningar í öllum sölum. (meira…)
Svipmyndir af listasýningum á Goslokum

Fjöldinn allur af listasýningum er á dagskrá yfir goslokahelgina og ættu jafnvel þeir sem engan áhuga hafa á myndlist að finna eitthvað við sitt hæfi á veggjum sýninganna. (meira…)
Landslög Lóu Hrundar

Myndlistarsýning Lóu Hrundar Sigurbjörnsdóttur opnaði í dag í Cracious kró, opnaði í dag og er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17. Lóa er lærður myndlistarkennari og listmeðferðarfræðingur. Hugarástand hefur alltaf áhrif á vinnuna og er ferlið oftast mikilvægara heldur en útkoman. Á sýningunni sem heitir Landslög eru akrýlverk frá 2021-2022. Unnið er abstrakt með landslagið […]
Erna Ingólfs með vængjaslátt vonar

Myndlistarsýning Ernu opnaði kl. 13 í dag á Hótel Vestmannaeyjar, en verður opin alla helgina. Sýningin heitir Vængjasláttur vonar og fólk getur fundið ákveðin tákn (fleiri en eitt) í mynd á sýningunni sem ber sama heiti, til að skilja hvað felst í þessu nafni. Smá spenna. Allar myndirnar eru unnar í akríl, en ég nota […]
Uppselt þrátt fyrir 100 aukamiða

Svo virðist sem vinsælasti viðburður í dagskrá goslokahátíðar í dag séu stórtónleikar Bjartmars Guðlaugssonar í Höllinni, en þeir hófust nú kl. 21:00 Skv. heimildum Eyjafrétta varð uppselt á tónleikana, jafnvel eftir að 100 aukamiðum var bætt í sölu. Reikna má með að um 800 manns séu nú í Höllinni að hlýða á Bjartmar og félaga […]
LMV sýnir í Hvíta húsinu og á Stakkó

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja sem valið var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 mun halda tvær sýningar um goslokahelgina. Önnur sýningin verður í Hvíta húsinu við Strandveg 50, sýningin ber yfirskriftina Í allar áttir, en hin sýningin verður útilistasýning á austanverðu Stakkagerðistúni beint á móti Akóges og ber hún yfirskriftina Listamannsins draumur. Þar munu 20 félagar sýna verk […]
Svipmyndir af Stakkó

Líf og fjör er í bænum í dag, enda ótalfjöldi menningar- og listviðburða á dagskránni. Metnaðarfull dagskrá sem skipuleggjendur geta verið stoltir af. Hér eru nokkrar myndir af lífinu og stemmingunni sem fór fram í góða verðinu á Stakkó fyrr í dag. Myndirnar eru úr einkasafni. (meira…)
Rokkar feitt á Prófastinum

Það verða alvöru rokktónleikar á gamla góða Prófastinum á föstudagskvöldið á Goslokum í ár. Hljómsveitirnar sem troða upp eru: MOLDA Eyjaband sem var stofnað 2020 og spilar hart melodískt rokk með íslenskum texta. Meðlimir MOLDA eru: Albert, Helgi, Þórir og Símon Foreign Monkeys Foreign Monkeys þarf varla að kynna en þeir vinna nú að nýrri […]