17. júní á Stakkó

Nokkur fjöldi var samankominn á Stakkó í dag að fagna þjóðhátíðardeginum. Bjart í veðri og hlýtt í skjóli frá Vestmanneyska logninu. Hátíðarræður voru haldna og svo var fimleikafélagið Rán með tvo hópa sem sýndu listir sínar við góðar undirtektir viðstaddra. (meira…)
Bjórhátíðin hefst á morgun

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi. „Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum,“ segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“ Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir […]
Rokkveisla í Höllinni í gærkvöldi

Magni Ásgeirsson og Matthías Matthíasson fóru á kostum í Höllinni í gærkvöldi. Þeir fluttu nokkur vel valin gullaldarrokklög með góðum hljóðfæraleikurum. Tóku þeir lög hljómsveita á borð við Led Zeppelin, Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas og Pink Floyd. Upphitunarhljómsveit kvöldsins var heldur ekki af verri endanum, en rokkhljómsveitin Molda er skipuð fjórum […]
Byggðin undir hrauni

Villi á Burstafelli heldur sína 10. einkasýningu í Einarsstofu alla sjómannahelgina og er frítt inn. Villi segir frá: „Viðfangsefni sýningarinnar er húsin í bænum og aðallega þau sem fóru undir hraun. Það er mikil saga á bakvið hvert hús; miklar tilfinningar; sorg og gleði í bland við allt annað. Ég tel nauðsynlegt að viðhalda minningum […]
Baldur kominn á krana

Sjómannabjórinn í ár, Baldur var formlega kynntur í dag við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Hlynur Vídó hélt stutta ræðu og svo var fyrsta bjórnum dælt á glas. Skv. heimildum Eyjafrétta var húsfyllir á staðnum að þessu tilefni og Karlakór Vestmannaeyja tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. (meira…)
Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)
Sjómannahelgin í söfnunum

Í Einarsstofu er myndlistasýning Villa á Burstafelli, sýningin ber yfirskriftina: byggðin undir hrauni. Það er opið alla helgina og frítt inn. (meira…)
Um 90 skip til hafnar í sumar

Það verður mikið að gerast í höfninni í Eyjum en von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum í sumar. Að sögn hafnarstjóra hófst siglingatímabilið í byrjun maí og von er á síðasta skipinu þann 20. september, svo sumarið er langt á höfninni í ár. Stærsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju í ár er 62.375 tonn, var […]
Þjóðhátíðarlagið frumflutt

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Hún gerði garðinn frægan hér um aldamótin með hljómsveitinni Nylon. Hún semur einmitt Þjóðhátíðarlagið í samvinnu með Ölmu Guðmundsdóttur sem var einnig í hljómsveitinni. Lagið nefnist Eyjanótt og má nálgast hér á Spotify. (meira…)
Sjómannabjórinn er sigurbjórinn

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau […]