ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu.
Ný stjórn:
Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson
Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir
Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir
Ritari: Guðrún Erlingsdóttir
Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir
Næstu viðburðir:
Stjórn ÁTVR hefur undirbúið eftirfarandi viðburði:
Pupquis og söngkvöld 7. nóvember á Ölhúsinu Hafnarfirði.
Aðventukvöld: þann 12. desember í Vídalínkirkja í Garðabæ. Hefðbundið aðventukvöld í samstarfi við Jónu Hrönn Bolladóttur sem var prestur í Landakirkju 1991-1998. Boðið verður upp á heitt kakó, kaffi og með því.
Eyjamessa og goskaffi 26. janúar í Búðstaðakirkju í Reykjavík. Meginþema: Upplifanir þeirra sem fæddust og ólust upp í eyjum eftir gos.
Innanhús brekkusöngur í vor, strax að loknum aðalfundi í vor.
Við hvetjum alla Vestmannaeyjinga til að taka þátt í þessum viðburðum og styrkja tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu.
Nánari upplýsingar verða um einstaka viðburður munu verða uppfærðar hér á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/atvr.eyjar/
ÁTVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu og reyndar á öllu fastalandinu.
Af fésbókarsíðu ÁTVR.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst