Fín aflabrögð hjá Vinnslustöðvarskipunum

K94A1187

Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is. Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

1610. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins, en hæst ber fyrri umræða um fjárhagsáætlun næsta árs. Hér að neðan má sjá útsendingu frá fundinum og þar fyrir neðan má kynna sér dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202403122 – Fjárhagsáætlun 2025 -fyrri umræða- 2. […]

ChatGPT plus fær íslenskar raddir

Nýjar íslenskar raddir eru komnar inn í talgervil mállíkansins ChatGPT. Því er nú hægt að tala upphátt á íslensku við mállíkanið og fá svar til baka, á íslensku. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni sem er nú aðgengileg öllum notendum sem greiða fyrir aðgang (Plus er kostuð útgáfa gervigreindarinnar), með betri raddvirkni […]

„Ég er kominn heim”

K94A1149

„Ég er kominn heim” söng Óðinn Valdimarsson um árið. Það hljómar einmitt undir nýjasta myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem sýnir okkur Vestmannaeyjar á fyrsta degi nóvember-mánaðar. (meira…)

Veturinn genginn í garð

Í gær var fyrsti vetrardagur. Í dag var kalt í veðri en fallegt veður. Það sést vel á myndbandinu hér að neðan sem Halldór B. Halldórsson setti saman. (meira…)

Flytja inn þúsundir tonna af sandi

Sandur A Land 2024 IMG 6702

„Það er rétt, Steypey er að flytja þennan sand til Eyja gagngert til að nota í steypugerð.” segir Garðar Eyjólfsson, starfsmaður DVG í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að þessi farmur komi úr bænum, rúmlega 3400 tonn. „Aðalástæðan fyrir þessu er sú að sandurinn sem við höfum getað nýtt okkur til steypugerðar er sama sem […]

Kíkt í skúrinn

Það mættu þó nokkrir karlar í skúrinn í kjallara Hraunbúða í morgun, á fyrsta degi eftir að ný aðstaða var vígð. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja sem fór fyrir verkefninu og á þakkir […]

Karlar í skúrum – myndband

Skúrinn01

Í dag var formleg opnun verkefnisins “Karlar í skúrum” á Hraunbúðum. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og er fyrirmyndin m.a. sótt til Hafnarfjarðar […]

Blíðuveður en kalt

default

Það er sannkallað blíðuveður á Heimaey í dag. Algjör stilla en hitinn er rétt fyrir ofan frostmark. Á morgun er gert ráð fyrir að það verði norðaustan 3-8 m/s á Suðurlandi. Léttskýjað og hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Halldór B. Halldórsson flaug yfir eyjuna í dag og má sjá myndbandið hér að […]

Ísleifur kveður Ísland

Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.