Æfa viðbrögð við ýmsum ógnum

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur. Alls 320 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka […]
Svipast um á sunnanverðri Heimaey

Í dag hefjum við okkur til flugs suður á Heimaey og skoðum Eyjuna á stað sem ekki er fjölfarinn. Halldór B. Halldórsson býður okkaur með í þessa ferð. (meira…)
Svipmyndir frá Eyjum

Það var líf og fjör um Heimaey í dag, líkt og sjá má í þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á. (meira…)
Vestmannaeyjar úr lofti

Í dag skoðum við Vestmannaeyjar úr lofti, enda veðrið til þess. Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á skemmtilegt drónaferðalag. Njótið ferðalagsins! (meira…)
Gamla slökkvistöðin byggist upp

Eins og kunnugt er verður gamla slökkvistöðin í Eyjum að fjölbýlishúsi. Húsið er óðum að taka á sig mynd. Halldór B. Halldórsson skoðaði uppbygginguna í gegnum linsuna. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)
Viðlagafjara í dag

Gríðarleg uppbygging á sér stað í Viðlagafjöru. Við sjáum það vel á myndbandinu hér að neðan, sem Halldór B. Halldórsson myndaði í dag. (meira…)
Haustar á Heimaey

Haustið er á næsta leiti, en þó er grasið enn iðagrænt. Halldór B. Halldórsson fór á ferðina og sýnir okkur svipmyndir frá hinum ýmsu stöðum í bænum. Í gær sýndi hann okkur svipmyndir frá nokkrum byggingarframkvæmdum og í dag sýnir hann okkur frá fleiri framkvæmdum víðsvegar um Eyjuna. Njótið. (meira…)
Heimaey í dag

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur um bæinn. Sýnir okkur m.a. hluta af byggingaframkvæmdum bæjarins auk annars sem fyrir augu bar í morgun. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1609. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Vestmannaeyja. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er umræða um samgöngumál og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, auk nokkurra mála úr fundargerðum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá alla dagskrá fundarins. Almenn erindi 1. 201212068 – […]
Á annað hundrað hlauparar tóku þátt

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í ágætis veðri í dag. 23 þáttakendur voru skráðir í 10 km hlaupið og kom Þórólfur Ingi Þórsson fyrstur í mark þar á tímanum 00:34:51. Sigurjón Ernir Sturluson var annar í mark á tímanum 00:35:11. Fyrst kvenna í 10 km hlaupinu var Íris Dóra Snorradóttir og hljóp hún á 00:40:03. Fríða Rún […]