Okkar maður, Jóhann Halldórsson, sem skrifað hefur pistla á Eyjafréttir.is þar sem hann veltir upp stöðu og framtíð Vestmannaeyja hélt áhugaverðan fyrirlestur við afhendingu Fréttapýramídanna. Jóhann kallar pistla sína Litla Mónakó og vísar til mikillar uppbyggingar í Vestmannaeyjum.
Fór hann yfir þá þýðingu sem tilkoma Laxeyjar er fyrir Vestmannaeyjar og þá möguleika sem opnast með opnun hótels og baðlóns á Nýja hrauninu. Að hans mati þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Að Laxey standi öflugur fjárfestar með mikla þekkingu á eldi. Verkefni upp á 60 milljarða og 30 milljarða veltu þegar því lýkur.
Jóhann benti á þá möguleika sem opnast með byggingu 90 herbergja lúxushótels sem tengist alþjóðlegri hótelkeðju. Það skapi líka tækifæri fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hér að neðan má sjá myndband sem Halldór Halldórsson tók í Eldheimum á föstudaginn sl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst