Strandveiðum er lokið

20250505_154451

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí.” Framangreindur texti birtist síðdegis í dag á vefsíðu Fiskistofu. Það er því ljóst að strandveiðitímabilinu þetta árið er lokið en strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra náðist ekki að afgreiða á Alþingi. Frumvarpið var lagt […]

Bergey landar í Eyjum og Vestmannaey í slipp

Bergey VE kom til heimahafnar í Eyjum í morgun með fullfermi. Aflinn var góð blanda af þorski, ýsu og ufsa. Systurskipið Vestmannaey er hins vegar í slipp á Akureyri en gert er ráð fyrir að það haldi til veiða um næstu helgi, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við […]

Víðir Reynisson: ,,Sögðumst ekki ætla að fara svona hratt”

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð um Vestmannaeyjar. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði á dögunum og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál sem brenna á […]

Hækkunin á Vestmannaeyjar slagi í hátt í tvo milljarða

Veidarf Bryggja

„Ég er bæði hissa á aðferðarfræðinni og látunum við að klára málið. Ég hef bent á það áður og það hefur verið bent á það með gögnum úr mörgum áttum hvaða skekkjur eru í frumvarpinu. Hvernig því var svo breytt á milli 1. og 2. umræðu var á kostnað Suðurkjördæmis og Norðausturkjördæmis. Hvernig þingmenn stjórnarflokkana […]

Glimrandi vika hjá Bergey

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. Haft er eftir honum á vefsíðu Síldarvinnslunnar að þeir hafi farið út á fimmtudag í síðustu viku og héldu beint á Pétursey og Vík. „Þar var heldur rólegt. Þá var farið austur á Höfða […]

Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

DSC_7648

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]

Eykur aflaheimildir til strandveiða

trillur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í […]

„Úrvalsblanda fyrir okkur”

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið. „Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. […]

Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref

vsv_2016-6.jpg

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum […]

Fyrsti makríll vertíðarinnar kominn í hús

Fyrsti makríll vertíðarinnar kom í hús Vinnslustöðvarinnar í morgun þegar Huginn VE kom til Eyja með rúmlega 1000 tonn. Aflinn var aðeins blandaður og var um 80% makríll. Fékkst megnið af honum í Smugunni en á heimleiðinni fengust um 200 tonn af hreinum makríl í íslensku lögsögunni. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að gæði makrílsins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.