Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmars­dóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórs­dóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einars­son Viðreisn, Guðrún Hafsteins­dóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Loga­dóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjalta­son Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhanns­son Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálma­son Flokki fólksins, Vilhjálmur Árna­son Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynis­son Samfylkingu. Þau sem […]

Frændur en engir vinir

DSC_6428_eis_cr

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]

Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]

Síldarveisla í Vinnslustöðinni

Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrverandi starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Í frétt á vef fyrirtækisins segir að veislan hafi fest sig í sessi sem kærkominn viðburður í aðdraganda jóla og nýtur ár eftir ár mikilla vinsælda. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og […]

Þorskur og ýsa lækka en stofnar enn yfir meðaltali

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór fram í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastöfnun. Stofnvísitala þorsks í […]

Víðir og Ása  – Besta niðurstaðan horft til framtíðar

Eyjafréttir báru frétt um makrílsamning utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Noreg, Bretland og Færeyjar um skiptingu aflaheimilda í makríl undir alla þingmenn kjördæmisins. Í fréttinni kemur fram að með samningnum muni makrílvinnsla í Vestmannaeyjum leggjast af. Fyrst til að svara voru þingmenn Samfylkingarinnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson sem eru nokkuð sátt. „Við styðjum að […]

Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning  án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. […]

Samningurinn fái eðlilega og gegnsæja umfjöllun á þingi

„Þetta kom mér í opna skjöldu. Það skortir upplýsingar um forsendur samkomulagsins, af hverju Ísland gaf eftir aflahlutdeild, af hverju fallist var á löndunarskyldu í Noregi, áhrifamat niðurstöðu samkomulags fyrir Ísland og hver eru næstu skref varðandi aðra samningsaðila sem vantar inn í samkomulagið,“ segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um nýgerðan samnings […]

Síldarvertíðinni að ljúka

Síldveiðar úr íslensku sumargotssíldinni hafa gengið þokkalega hjá Ísfélaginu á yfirstandandi vertíð, að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins. Veiðarnar hófust um 10. nóvember og nú er verið að landa síðasta farminum fyrir jólafrí. Veiðarnar hafa að mestu farið fram vestur af landinu, eða um 80–100 sjómílur vestur af Faxaflóa. Tæp 12 þúsund tonn veidd Ísfélagið […]

Gæti haft mikil áhrif á löndun og vinnslu

„Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þessi samningur um makrílinn mun hafa á afkomu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og fyrir þjóðarbúið í heild sinni.“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um nýgerðan samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar í makríl. „Auðvitað er alltaf jákvætt að semja en ekki að fórna miklum hagsmunum við það. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.