Loðnan ennþá norður af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom í dag í land á Akureyri eftir að hafa verið í um viku við könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Þetta segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir enn fremur að meginmarkmið leiðangursins hafi verið að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. […]

Árið byrjar rólega hvað aflabrögð varðar

Togararnir Bergey VE og Vestmannaey VE hafa landað tvisvar í Neskaupstað í þessarri viku. Þeir lönduðu fyrst á mánudaginn og síðan eru þeir að landa á ný í dag, að því er segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við skipstjórana og þeir spurðir tíðinda af veiðiskapnum. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að […]

Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]

Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum

DSC 2373

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru […]

„Staðan hreint út sagt hræðileg“

Mikil óvissa hefur skapast í rekstri fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna nýs fyrirkomulags í raforkuverði og flutningi rafmagns. Samkvæmt Unnari Hólm Ólafssyni, verksmiðjustjóra FIVE – fiskimjölsverksmiðju VSV hefur staðan þróast þannig að rafmagn, sem áður var augljós hagkvæmur og umhverfisvænn kostur, er orðið margfalt dýrara en olía. Unnar er í viðtali um málið á vefsíðu […]

Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmars­dóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórs­dóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einars­son Viðreisn, Guðrún Hafsteins­dóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Loga­dóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjalta­son Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhanns­son Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálma­son Flokki fólksins, Vilhjálmur Árna­son Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynis­son Samfylkingu. Þau sem […]

Frændur en engir vinir

DSC_6428_eis_cr

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]

Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]

Síldarveisla í Vinnslustöðinni

Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrverandi starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Í frétt á vef fyrirtækisins segir að veislan hafi fest sig í sessi sem kærkominn viðburður í aðdraganda jóla og nýtur ár eftir ár mikilla vinsælda. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og […]

Þorskur og ýsa lækka en stofnar enn yfir meðaltali

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór fram í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastöfnun. Stofnvísitala þorsks í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.