Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]

Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum

DSC 2373

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru […]

„Staðan hreint út sagt hræðileg“

Mikil óvissa hefur skapast í rekstri fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna nýs fyrirkomulags í raforkuverði og flutningi rafmagns. Samkvæmt Unnari Hólm Ólafssyni, verksmiðjustjóra FIVE – fiskimjölsverksmiðju VSV hefur staðan þróast þannig að rafmagn, sem áður var augljós hagkvæmur og umhverfisvænn kostur, er orðið margfalt dýrara en olía. Unnar er í viðtali um málið á vefsíðu […]

Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmars­dóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórs­dóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einars­son Viðreisn, Guðrún Hafsteins­dóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Loga­dóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjalta­son Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhanns­son Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálma­son Flokki fólksins, Vilhjálmur Árna­son Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynis­son Samfylkingu. Þau sem […]

Frændur en engir vinir

DSC_6428_eis_cr

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]

Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]

Síldarveisla í Vinnslustöðinni

Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrverandi starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Í frétt á vef fyrirtækisins segir að veislan hafi fest sig í sessi sem kærkominn viðburður í aðdraganda jóla og nýtur ár eftir ár mikilla vinsælda. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og […]

Þorskur og ýsa lækka en stofnar enn yfir meðaltali

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór fram í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastöfnun. Stofnvísitala þorsks í […]

Víðir og Ása  – Besta niðurstaðan horft til framtíðar

Eyjafréttir báru frétt um makrílsamning utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Noreg, Bretland og Færeyjar um skiptingu aflaheimilda í makríl undir alla þingmenn kjördæmisins. Í fréttinni kemur fram að með samningnum muni makrílvinnsla í Vestmannaeyjum leggjast af. Fyrst til að svara voru þingmenn Samfylkingarinnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson sem eru nokkuð sátt. „Við styðjum að […]

Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning  án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.