Víðir og Ása  – Besta niðurstaðan horft til framtíðar

Eyjafréttir báru frétt um makrílsamning utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Noreg, Bretland og Færeyjar um skiptingu aflaheimilda í makríl undir alla þingmenn kjördæmisins. Í fréttinni kemur fram að með samningnum muni makrílvinnsla í Vestmannaeyjum leggjast af. Fyrst til að svara voru þingmenn Samfylkingarinnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson sem eru nokkuð sátt. „Við styðjum að […]

Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning  án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. […]

Samningurinn fái eðlilega og gegnsæja umfjöllun á þingi

„Þetta kom mér í opna skjöldu. Það skortir upplýsingar um forsendur samkomulagsins, af hverju Ísland gaf eftir aflahlutdeild, af hverju fallist var á löndunarskyldu í Noregi, áhrifamat niðurstöðu samkomulags fyrir Ísland og hver eru næstu skref varðandi aðra samningsaðila sem vantar inn í samkomulagið,“ segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um nýgerðan samnings […]

Síldarvertíðinni að ljúka

Síldveiðar úr íslensku sumargotssíldinni hafa gengið þokkalega hjá Ísfélaginu á yfirstandandi vertíð, að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins. Veiðarnar hófust um 10. nóvember og nú er verið að landa síðasta farminum fyrir jólafrí. Veiðarnar hafa að mestu farið fram vestur af landinu, eða um 80–100 sjómílur vestur af Faxaflóa. Tæp 12 þúsund tonn veidd Ísfélagið […]

Gæti haft mikil áhrif á löndun og vinnslu

„Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þessi samningur um makrílinn mun hafa á afkomu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og fyrir þjóðarbúið í heild sinni.“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um nýgerðan samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar í makríl. „Auðvitað er alltaf jákvætt að semja en ekki að fórna miklum hagsmunum við það. […]

Einn eitt áfallið í boði ríkisstjórnarinnar og ÞKG

„Mér finnst það mjög líklegt að makrílvertíðum sé lokið í Eyjum,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar um samning Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um makrílveiðar við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar í makríl. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins tekur í sama streng. „Miðað við hlut Íslands árið 2026 eins og hann lítur út, bæði fyrir og eftir […]

Lönduðu í Þorlákshöfn

Eyjarnar landa

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu í Þorlákshöfn í dag. Aflinn mun að mestu leyti fara til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Um er að ræða síðustu löndun skipanna fyrir jól. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við skipstjórana og spurði frétta um veiðiferðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, lét vel af sér og var sáttur við […]

Íslenskum hagsmunum fórnað í makrílsamningi

Utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hún hefði undirritað samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar á milli ríkjanna fjögurra í makríl. Samkomulagið gildir til ársloka 2028. Ekki er um heildstæðan samning strandríkja í makríl að ræða því utan samnings standa Grænland og Evrópusambandið, segir í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir jafnframt […]

Stuttir togaratúrar í leiðindaveðri

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE, Bergey VE og Jóhanna Gísladóttir GK lönduðu allir í Neskaupstað í gær að aflokinni stuttri veiðiferð. Vestmannaey og Bergey höfðu verið tvo daga að veiðum og Jóhanna Gísladóttir þrjá. Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Þar er rætt við skipstjóranna og þeir spurðir frekari frétta. Egill Guðni Guðnason á Vestmannaey sagði að þeir hefðu […]

Eyjarnar landa á Austfjörðum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa verið að veiðum austur af landinu að undanförnu. Rætt er við skipstjórana á fréttasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst var haft samband við Einar Ólaf Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur GK þegar skipið var að landa á Djúpavogi sl. sunnudag. „Við erum með fullfermi núna og það er mest þorskur og ýsa. Aflann […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.