Aggan – Frítt smáforrit sem tryggir öryggi sjómanna

Smáforritið Agga, á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Alda Öryggi, býðst íslenskum smábátasjómönnum þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða sérhannað öryggisstjórnunarkerfi, sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála smábáta. Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nú eru leyfðir fleiri veiðidagar og má því búast við aukinni […]
Tveir sólarhringar höfn í höfn

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Túrinn var einungis tveir sólarhringar höfn í höfn hjá þeim báðum, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi verið að veiðum á sömu slóðum. Þau byrjuðu á Sjötíu faðma blettunum vestur af Surti og […]
Feðgarnir á Víkurröstinni

Þeir létu ekki á sig fá smá pus, feðgarnir Haraldur Hannesson og Baldur Haraldsson. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þeim í gegnum linsuna þegar þeir voru að koma í land í dag. Hannes Haraldsson, faðir Halla og afi Baldurs beið svo á kæjanum og aðstoðaði við að landa aflanum. (meira…)
Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Þá er lagt […]
Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]
„Komið páskafrí hjá mannskapnum”

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í heimahöfn á sunnudaginn að afloknum stuttum túr. Bæði skip voru að veiðum í um það bil einn og hálfan sólarhring og var aflinn rúmlega 60 tonn hjá hvoru skipi segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir enn fremur að togararnir hafi verið að veiðum rétt vestan […]
Lenti í mokveiði á Eyjólfsklöpp – myndasyrpa

Á dögunum bauðst Óskari Pétri Friðrikssyni ljósmyndara Eyjafrétta að fara á sjóinn með Kap VE. Kapin er sem kunnugt er á netaveiðum. Óhætt er að segja að Óskar hafi hitt á flottan túr því vel fiskaðist. „Við lögðum af stað klukkan 05.00 og komum í land kl. 22.15. Við veiddum 154 kör af fiski og […]
Birta niðurstöður stofnmælingar botnfiska

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður séu bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Stofnmæling botnfiska […]
Viðskiptavinur VSV varð fyrir drónaárás

Aðfaranótt mánudagsins sl. var gerð árás á höfuðstöðvar eins af viðskiptavinum Vinnslustöðvarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið er með alls 25 verslanir vítt og breitt um Úkraínu. Flestar þeirra eru í borginni Sumy. Fjallað er um málið í dag á vef Vinnslustöðvarinnar. Stærsti hluti framleiðslunnar gjöreyðilagðist „Það var áfall að fá þær fréttir í byrjun vikunnar að […]
Laxey sækir um stækkun

Fyrirtækið Laxey hf. hyggst stækka landeldisstöð sína fyrir lax við Viðlagafjöru og sækja um leyfi fyrir allt að 42 þúsund tonna eldi á ári. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Þar segir enn fremur að Laxey sé einnig með áform um að reisa aðra seiðaeldisstöð og er hún áformuð á athafnasvæði vestan […]