„Frábær fiskur, stór, góður í flökun, góður í frystingu“

Vsv 24 IMG 6301

Síðustu vikur hafa aðallega snúist um veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Sér brátt fyrir endann á þeirri vertíð hjá uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Næst er það ​kolmunn​i og íslensk​a sumargotssíld​in „Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Ennfremur segir hann […]

Íslenska sjávarútvegssýningin – myndir

20240920 145518

Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin í Smáranum í síðustu viku. Þetta var sérstök afmælissýning enda fjörutíu ár síðan IceFish var fyrst haldin. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum atvinnugreinarinnar. Eyjafréttir voru á staðnum og má sjá myndasyrpu Óskars Péturs frá sýningunni hér að neðan. (meira…)

Makríllinn vonbrigði en góður gangur í síldinni

Enn eru óveidd um 30.000 tonn af 120.000 tonna heildarkvóta Íslendinga í makríl þetta árið. Ekki hefur veiðst makríll síðan í ágúst og nú hefur flotinn snúið sér að veiðum á norsk-íslensku síldinni og hafa veiðar gengið vel. „Makrílinn endaði þannig að við veiddum tæp 10.000 tonn og áttum eftir um 5500 tonn. Veiðin var […]

Eyjafréttir á Íslensku sjávarútvegssýningunni

Sjavarutvegssyning 24 TMS 20240919 131111

Fjórtánda Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú yfir í Smáranum  og er þetta sérstök afmælissýning enda eru nú fjörutíu ár síðan IceFish var fyrst haldin. Eyjafréttir eru á staðnum eins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum atvinnugreinarinnar.   Á sýningunni má […]

Mikil umsvif hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum

Ingi Freyr – Einn víðförlasti netagerðarmaður Íslands „Hampiðjan er í dag stærsti framleiðandi veiðarfæra í heimi með starfsemi á 76 stöðum í 21 landi og með um 2000 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði og aðallager fyrirtækisins á Íslandi. Hjarta framleiðslunnar á vörum fyrirtækisins er Hampidjan Baltic í Litháen, þar […]

„Meiriháttar í alla staði”

Hopmynd Porto Vsv 20240913 121231

Um síðustu helgi fóru Akóges-félagar og frúr í skemmtiferð til Porto í Portúgal. Heimsótti hópurinn m.a. dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, ​Grupeixe. Fyrirtækið sérhæfir sig í saltfiskvinnslu. Hópurinn taldi 16 félaga og 15 maka. Kristmann Karlsson var einn þeirra sem fór ferðina. Hann segir í samtali við Vinnslustöðvar​-vefinn að móttökurnar sem hópurinn fékk hafi verið alveg hreint stórkostlegar. […]

Framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi heiðruð

Icefish 24

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999.  Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, ásamt því að verðlauna framúrskarandi þjónustu. Viðburðurinn að þessu sinni hófst með að merkum […]

IceFish 2024 hefst í Smáranum á morgun

Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, hefst í Smáranum á morgun 18. september með pomp og prakt og býður hjartanlega velkomna sýnendur og gesti frá öllum heimshornum. Dyrnar opna klukkan 10:00 en formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, setur sýninguna með formlegum hætti. IceFish fagnar núna 40 ára afmæli og mun […]

Vitlaust veður en ágætis reytingur

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 60 tonnum af þorski í Neskaupstað í gær og systurskipið Bergur VE mun landa þar fullfermi í dag. Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í gær – á vef Síldarvinnslunnar – og hann spurður um veður og aflabrögð. ,,Við fengum þennan afla á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshalli í […]

Talsverður samdráttur í ágúst

Ufsi Londun

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er um 8% samdráttur í krónum talið miðað við ágúst í fyrra. Talsverð lækkun var á gengi krónunnar í ágúst eftir að hafa verið fremur stöðugt framan af ári og var gengi krónunnar að jafnaði […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.