Þann 17. febrúar sl. voru tvö ár liðin frá því að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna af laxeldi í Viðlagafjöru. Í dag er fyrsti áfangi á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Í færslu á facebook-síðu Laxeyjar segir að þetta hafi verið ótrúlegur uppgangur út í Viðlagafjöru samhliða uppbyggingu á seiðastöðinni, að hluta til, sem varð fullkláruð í ágúst 2024.
„Frá fyrsta degi hefur Sigurjón verið virkur þátttakandi í þessari vegferð og unnið hörðum höndum í uppbyggingunni. Hann tók fyrstu skóflustunguna og er núna að hjálpa við undirbúning á áfanga tvö. Það var við hæfi að fimmti skammturinn af hrognum kom í hús tveim árum seinna. Starfsmenn seiðastöðvarinnar voru eins og alltaf vel undirbúnir og fluttum þau inn í klakstöð hratt og örugglega.” segir í færslunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst