Strandveiðar stöðvaðar

Öll strandveiðileyfi féllu niður í dag þegar strandveiðar voru stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Skipi sem er með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða í dag af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi. Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki […]

Ótvíræður árangur í loftslagsmálum

Sjávarútvegur hefur náð markvissum árangri í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár og er langstærsti hluti þess samdráttar vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Á undanförnum árum hefur olíunotkun verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar og nær helmingi minni en hún […]

Hvað fer vel með íslenskum fisk? Íslensk náttúra

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið höndum saman um að markaðssetja íslenskt sjávarfang til erlendra ferðamanna hér á landi í þeim tilgangi að auka neyslu þeirra á sjávarafurðum á meðan á dvöl þeirra stendur. Herferðin kallast, Icelandic Nature – It Goes Great With Fish. Í auglýsingum sem beint er að ferðamönnum er boðið upp á einstaka matarpörun: […]

Gullberg með 850 tonn af makríl

Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)

Líkur á stöðvun strandveiða um miðjan júlí

Flest bend­ir til þess að strand­veiðar verði stöðvaðar um miðjan næsta mánuð vaxi afli strand­veiðibát­anna milli ára í júní eins og í maí. Þegar júní lýk­ur gætu bát­arn­ir verið bún­ir að landa 79% af þeim tíu þúsund tonn­um af þorski sem veiðunum er ráðstafað, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins. Í maí­mánuði síðastliðnum tókst […]

Vinnslustöðin bauð í Eldheima – Myndir

Hefð hefur verið fyrir því síðustu ár að Vinnslustöðin bjóði sjómönnum og mökum í Eldheima áður en haldið er á sjómannaskemmtunina í Höllinni. Stemmingin í kvöld var mjög góð og margt var um manninn. Boðið var upp á léttar veitingar og kom Jarl liðinu í gírinn með frábærum tónum. Til hamingju sjómenn og fjölskyldur. Hér […]

Samantekt á ábendingum í verkefninu Auðlindin okkar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að gerð hefur verið samantekt á ábendingum almennings, sérfræðinga og hagaðila sem leitað var til við undirbúning sjávarútvegsstefnu í verkefninu Auðlindin okkar. Þar má einnig finna upptökur af fundunum, meðal annars frá Vestmannaeyjum. Samantektin ber heitið Tæpitungulaust og inniheldur ábendingar þeirra 132 sérfræðinga sem samstarfshópar og samráðsnefnd verkefnisins leituðu til. Einnig eru […]

Erfitt veður til veiða

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í gær. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Vestmannaey hafi verið með 70 tonn og Bergur með 50 tonn af blönduðum afla. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veður hafi gert mönnum erfitt fyrir. „Veðrið var leiðinlegt, þetta var einfaldlega vetrarveður sem stríddi okkur töluvert. Við […]

Fiskiskipum fækkað mikið síðustu tvo áratugi

1.540 íslensk fiskiskip voru á skrá hjá Samöngustofu í árslok 2022 en þau voru 1.549 árið 2021. Þetta kemur fram í frétt á vef fiskifrétta sem unnin er úr gögnum frá Hagstofu Íslands. Breytingin er því ekki umtalsvert á milli ára en á síðustu 20 árum hefur fiskiskipum fækkað verulega. Þau voru í árslok 2003 […]

Sjávarútvegurinn er hreyfiafl í að takast á við áskoranir 21. aldarinnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 24. mars sl. Í ávarpi sínu kom matvælaráðaherra m.a. inn á hversu margvíslegar umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið hafa verið. Annars vegar hafi umræður verið á þá leið að kerfið hafi hafi leitt til mikillar samþjöppunar og byggðaröskunar en hins vegar á þá leið að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.