Minni líkur á veirusmiti í lokuðum eldiskerjum

Vegna umræðu um fiskeldi í Eyjum hafði blaðamaður samband við sérgreinadýralækni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, MAST til að varpa ljósi á málið. Þetta var gert sérstaklega í ljósi frétta af sýkingu í laxeldi í sjó á Austurlandi. „Það fer að sjálfsögðu enginn sýktur fiskur á neytendamarkað, eins og var slegið upp á forsíðu ákveðins blaðs fyrir […]

Mjög dökk ráðgjöf

Hafrannsóknarstofnun gaf út fyrir helgina nýja ráðgjöf í veiðum fyrir næsta fiskveiðiár, eins og kunnugt er orðið. Ráðgjöfin felur í sér töluverða skerðingu í nokkrum mikilvægustu stofnunum og vildum við fá að heyra beint frá okkar fólki hér í Eyjum hvaða áhrif þetta gæti haft á veiðar og vinnslu í landi. „Niðurskurður Hafró núna kemur […]

Tilkynning frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Nýsmíði á björgunarskipi Björgunarfélags Vestmannaeyja er vel á veg komin í skipasmíðastöð Kewatec í Kokkola í Finnlandi. Niðursetning vélbúnaðar er langt komin og var aðalvélum komið fyrir núna í vikunni. Í framhaldi verður stýrishúsi komið fyrir á skrokknum, en unnið er við þessa hluti jöfnum höndum í sitthvoru lagi. Eins og sjá má á meðfylgandi […]

Tímamótatúr hjá Breka

Breki VE kom að landi síðdegis í dag, miðvikudag 8. júní, úr síðustu veiðiferð fyrir sjómannadag. Aflinn var blandaður, 140 tonn af ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum. Veiðiferðin markaði merkileg tímamót í tvennum skilningi: Ríkarð Magnússon var skipstjóri í fyrsta sinn. Stefán Birgisson yfirstýrimaður lauk 30 ára starfsferli sínum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Að sjálfsögðu var tekið […]

200 ný störf í Eyjum

Fiskeldi í Viðlagafjöru kom fyrst inn á borð bæjaryfirvalda sumarið 2019, en skrifað var undir samstarf um nýtingu lóðar í Viðlagafjöru sumarið 2021. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og forsvarsmenn framkvæmdarinnar hafa hagsæld samfélags Vestmannaeyja í fyrirrúmi og samstarf hefur gengið vel frá upphafi.“ segir Dagný Hauksdóttir, skipulags– og umhverfisfulltrúi. Framkvæmdaraðili áætlar að um 200 störf geti skapast […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Seinasta veiðiferð Eyjólfs á Vestmannaey: „Það fossaði blóð út úr afturendanum á mér“

Nýjasti gestur hlaðvarpsins Sjóarinn er Eyjólfur Pétursson. Eyjólfur er yngstur Íslendinga til að verða togaraskipstjóri. Hann var skipstjóri á skuttogaranum Vestmanney frá árunum 1972-1991. Eyjólfur er annálaður aflamaður. Hann var ekkert á leiðinni í land þegar áfallið dundi yfir í miðri veiðiferð á Vestmannaey. „Ég veiktist alvarlega út á sjó. Það fossaði blóð út úr […]

Vinnslustöðin og Ísfélagið styrkja stjórnvöld í Úkraínu

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljóna dala, jafnvirði um 130 milljóna króna. Með þessu vilja fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Haft verður samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins. Fyrirtækin sem að styrknum […]

Áform um nýsmíði skipa og nýtt botnfiskvinnsluhús Vinnslustöðvarinnar

Hafinn er undirbúningur að uppbyggingu nýs húss fyrir botnfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Innan fárra vikna liggja fyrir frumhugmyndir að hönnun, skipulagi og sjálfum framkvæmdunum. Gömul hús verða rifin og ný byggð í áföngum svo unnt verði að halda fiskvinnslu gangandi allan tímann. Þetta kom fram í máli Guðmundar Arnar Gunnarssonar, stjórnarformanns Vinnnslustöðvarinnar, á aðalfundi félagsins í gær. […]

VSV-saltfiskur í morgunsjónvarpi CNN í Portúgal

Í Vestmannaeyjum eru nú staddir útsendarar CNN, þessarar víðfrægu fréttastöðvar sem teygir anga sína um alla veröldina. Erindi þeirra er einkum að kanna umhverfi, aðstæður, veiðar og vinnslu saltaða þorsksins sem Portúgalar vilja allra helst hafa á borðum þegar þeir gera ögn betur við sig en hvunndags, hvort sem er heima eða á veitingahúsum. Saltfiskur […]