Vestmannaey landaði fullfermi fyrir austan

Á vef Síldarvinnslunnar birtast regllega fréttir af aflabrgðum hjá bátum fyrirtækisins. Í var sett inn skemmtileg færsla þar sem meðal annar kom fram að Vestmannaey kom til löndunar snemma í gærmorgun en blandaður afli, sem hún kom með, fékkst að mestu austan við Vestmannaeyjar, á Pétursey, Vík og Öræfagrunni. „Við tókum síðan eitt hol hérna fyrir […]

Fiskveiðisamningur við Færeyjar undirritaður

Rammasamningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja var undirritaður í utanríkisráðuneytinu á föstudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, skrifuðu undir samninginn. Undirritunin fór fram á fundi ráðherranna þar sem samskipti landanna á breiðum grundvelli voru til umfjöllunar, meðal annars út frá tillögum í skýrslu frá starfshópi frá september 2021, […]

Bergur heldur til veiða í dag

Ísfisktogarinn Bergur VE hefur í um mánaðartíma verið í Hafnarfirði þar sem ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt. Framkvæmdur var öxuldráttur, báðar aðalvélar teknar upp og fleiri smærri verkefni voru á dagskrá. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipið var um tveggja vikna skeið í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar á meðan viðhaldvinnan fór […]

Aðventan hafin hjá Ingigerði jólasíldardrottningu

Síldaraðventan er hafin í Vinnslustöðinni. Niðurtalning til jóla hefst hjá venjulegu fólki fjórum vikum áður en klukkur hringja inn hátíðina. Aðventan gengur hins vegar í garð strax í október hjá Ingigerði Helgadóttur flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni. Þá hefst nefnilega framleiðsluferli hinnar ómissandi jólasíldar VSV með tilheyrandi gleði hjá þeim sem skipa síldarhópinn í fyrirtækinu og spenningi […]

Dágóð aukning útflutningsverðmæta og ufsi á óvæntri siglingu

Á fyrstu 8 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 226 milljarða króna. Það er um 18% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar var að jafnaði 4% sterkara á fyrstu 8 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, sé tekið mið af gengisvísitölu Seðlabankans. Aukningin er því nokkuð […]

Vinna hafin við kortlagningu stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi

Í samræmi við stjórnarsáttmála og áherslur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vinnur matvælaráðuneytið nú að heildarstefnumótun í sjávarútvegi undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Liður í því starfi er kortlagning stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi. Markmið þeirrar vinnu er að stuðla að gagnsæi í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja ásamt upplýstri stefnumótun stjórnvalda um regluumgjörð sjávarútvegs og breytingar á henni. Einnig að farið sé […]

„Auðlindin okkar“ opnar vefsíðu

Vefsíðan audlindinokkar.is hefur verið opnuð. Þar má finna upplýsingar og gögn sem tengjast verkefninu Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ýtti úr vör í maí með skipan fjögurra starfshópa og samstarfsnefndar um sjávarútvegsstefnu. Verkefni hópanna Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á síðunni má finna upplýsingar um upplegg […]

Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]

Hin mörgu andlit sjávarútvegs

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Ný skýrsla um landeldi

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.