Fyrsta loðnan í þrjú ár

Kap VE kom í land í gærkvöldi með 250 tonn af loðnu en um er að ræða fyrsta loðnufarminn sem landað er í Vestmannaeyjum tæp þrjú ár. “Þeir fengu þetta í tveimur köstum,” sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni honum hafði ekki borist neinar fregnir af hrognafyllingu í loðnunni. “Það er bara verið að byrja að […]
Glæsilegt starfsmannarými VSV í Króki tekið í gagnið

Hluti starfsmannarýmis í nýrri tengibyggingu Vinnslustöðvarinnar, Króki í Hafnargötu, var tekinn í notkun í dag. Starfsmenn í uppsjávarvinnslunni njóta einir herlegheitanna til að byrja með, það er að segja menn á vöktum á loðnuvertíð sem vonandi hefst í lok vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu. Þannig verður líka hægt að aðgreina starfsmannahópa í fiskvinnslu VSV […]
Góður afli í fótreipistrollið

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær með fullfermi. Tíðindamaður heimasíðunnar ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra í morgun en þá var skipið að veiðum í Háfadýpinu. „Aflinn sem við lönduðum í gær var blandaður; ufsi, þorskur og ýsa. Við vorum í Breiðamerkurdýpinu og fengum þar fínasta afla í fótreipistrollið. Síðan var komið […]
Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu er 127 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði 127 300 tonn. Kemur sú ráðgjöf í stað þeirrar sem gefin var út 24. janúar 2021. Byggir ráðgjöfin á summu tveggja leiðangra sem fóru fram seinni part janúar og gáfu mat á stærð hrygningarstofns loðnu upp á samtals 650 þúsund tonn. Fyrri leiðangurinn fór fram dagana […]
Vinnslustöðin hf. kaupir útgerðarfyrirtækið Hugin

Vinnslustöðin hf. hefur keypt Huginn ehf., útgerðarfélag í Vestmannaeyjum sem gerir út fjölveiðiskipið Hugin VE-55, ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Kaupsamningur var undirritaður í Eyjum á föstudaginn var, 29. janúar. Kaupverðið er trúnaðarmál kaupenda og seljenda. Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut í Hugin en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það […]
Íslendingar fá þriðjung loðnukvótans

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerðir um loðnuveiðar Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga í íslenskri lögsögu. Endanleg ráðgjöf frá Hafró er þó ekki komin og kvótinn gæti átt eftir að aukast. Greint er frá þessu á vef fiskifrétta. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 33.388 tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands. Færeyskum skipum er heimilt að veiða […]
Bergey fékk trollið í skrúfuna

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum nú skömmu fyrir hádegi með fullfermi að aflokinni sex daga veiðiferð. Skipstjóri var Ragnar Waage Pálmason og ræddi tíðindamaður heimasíðu Síldarvinnslunnar við hann í morgun. „Jú, við erum á landleið með góðan afla en því miður fengum við í aðra skrúfuna í lokaholinu. Það er fúlt að […]
Umfangsmikill loðnuleiðangur

Nú stendur yfir umfangsmikill leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Leiðangurinn er framhald mælinga sem voru gerðar austan við land dagana 17.-20. janúar. Með þessu móti er vonast eftir að ná heildarmælingu á stofninum sem leitt getur til nýrrar ráðgjafar. Í leiðangrinum eru alls 8 skip og er […]
Fjölmenni á hádegiserindi um styrki fyrir sjávarútveg

40 manns tóku þátt á hádegiserindi í Þekkingarsetrinu, sem fram fór á Zoom þriðjudaginn 19. janúar s.l. Erindið bar heitið: Rannís styrki fyrir sjávarútveg og skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna – Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes. Frá upphafi árs 2018 hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Erindin hafa bæði farið fram í Þekkingarsetrinu og á […]
Kristján Þór staðfestir loðnuráðgjöf

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um […]