Fiskveiðiáramót

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund […]
Lítið mældist af makríl

Samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana liggur fyrir. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurinn var meðal annars farinn á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 á tímabilinu 30. júní til 3. ágúst nú í sumar. Vísitala lífmassa makríls […]
Bergur verður grænn

Í gær birti Tryggvi Sigurðsson myndir af togaranum Bergi VE-44 í slippnum í Reykjavík. Myndirnar birti Tryggvi á síðu sinni “Vélbátar Vestmannaeyinga í yfir 100 ár” á Facebook. Myndirnar sýna togarann Berg í miðri málun þar sem skrokkur hans fær nú græna kápu en báturinn hefur áður borið rauðan lit. Ástæða þess er að sjávarútvegsfyrirtækið […]
Minna af makríl en í fyrra

Norðmenn fundu töluvert minna af makríl í uppsjávarleiðangri sínum en í fyrra. Norðmenn voru með tvö skip sem dekkuðu svæðið milli Noregs og Íslands, allt norður undir Svalbarða og suður til Færeyja. Fiskifréttir greindu frá þessu í morgun. Mest fannst sunnarlega í Noregshafi en yngri makríll hélt sig í Norðursjó, að því er segir á […]
Makrílinn mestur austan við landið

Í lok júlímánaðar lauk rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátttöku sinni í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi sem hófst 5. júlí s.l. Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er […]
Bergur VE seldur til Grindavíkur

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE […]
Auknar heimildir til strandveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og […]
Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“. Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]
Uppsjávarafli dróst saman í júní

Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm […]
Drangavíkin vélarvana

Drangavík VE-80, ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, varð vélarvana á mánudaginn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar. Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV: „Það varð tjón á vélinni. Þannig að þetta er sennilega talsvert mikið tjón. Véin hefur skemmst talsvert, það […]