Ilhavo er rúmlega 39.000 manna sveitarfélag í norðanverðu Portúgal, rétt sunnan við borgina Aveiro. Þar er m.a. hafnarbærinn Gafanha da Nazaré en í þeim bæ er portúgalskt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Það má segja að þetta svæði sé heimavöllur saltfiskinnflutnings í Portúgal.
Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að Ilhavo eigi það sameiginlegt með Vestmannaeyjum að halda stærstu hátíð sína hvert ár í ágústmánuði en um miðjan mánuðinn er þar haldin hátíðin Festival do Bacalhau eða hátíð þorsksins. Í Portúgal vísar orðið bachalau, yfir þorsk, undantekningarlaust til saltfisks. Saltfiskur er ekki aðeins vinsæl neysluvara í Portúgal, heldur hluti menningarinnar og þjóðlífsins þar. Saltfiskhátíðin í Ilhavo er sannarlega þjóðhátíð íbúanna þar og gesta sem þangað koma.
Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs Vinnslustöðvarinnar heimsótti hátíðina í Ilhavo sem stóð nú yfir frá 14. ágúst til 18. ágúst.
„Það er magnað að koma á þessa hátíð og sjá hver fjölsótt hún er. Alla fimm dagana er fólk að streyma að og áætlað er að um 180 þúsund manns heimsæki hátíðina á hverju ári. Fólk kemur hvaðanæva að frá Portúgal. Allir eru komnir til að borða saltfisk! Fólk stendur jafnvel í löngum röðum og bíður eftir að komast að. Þetta sýnir vel þá almennu ástríðu sem Portúgalar hafa fyrir þessari einstöku vöru.
Fyrirkomulag hátíðarinnar er þannig að komið er upp fjölda tjalda og hvert og eitt tjald er eins og veitingastaður þar sem boðið er upp á mismunandi saltfiskrétti. Í aðalhlutverkinu er saltfiskur úr flöttum fiski en einnig er boðið upp á margskonar aðrar afurðir eins og kinnar, sundmaga, saltfiskbollur og margt fleira. Allt er útbúið með hefðbundnum portúgölskum hætti og smakkast auðvitað frábærlega!“
„Hvert tjald er rekið af ákveðnum félagasamtökum í Ilhavo, íþróttafélögum, styrktarfélögum o.þ.h. Þar vinna sjálfboðaliðar frá morgni til kvölds við að elda og bera fram mat og drykk sem er svo seldur til að afla fjár. Tjöldin eru styrkt af ákveðnum fyrirtækjum sem eru öll í saltfiskframleiðslu þarna á svæðinu og leggja til hráefnið sem þar er eldað. Grupeixe styrkti núna til dæmis tvö tjöld, annað þeirra er frá íþróttafélagi svæðisins, Grupo Desportivo da Gafanha og hitt er frá styrktarfélagi eldri borgara. Hátíðin er í raun eitt stórt samfélagsverkefni.
Auk matarins er boðið upp á margvíslega afþreyingu, tónlist, siglingakeppni o.fl. Á kvöldin eru tónleikar á stóru tónleikasviði og minnir stemningin þar óneitanlega á Þjóðhátíð Eyjamanna. Alls koma fram um 30 listamenn, tónlistarmenn og aðrir. Einnig eru viðburðir þar sem þekktir kokkar elda út saltfiski fyrir framan áhorfendur. Grupeixe tók t.d. þátt í slíkum viðburði núna, þar sem kokkurinn Vanessa Alfaro eldaði með skólabörnum, það var mjög skemmtilegt og vel heppnað.
Hátíðin er haldin á útivistarsvæði í Gafnaha da Nazaré, sem kallast Jardim Oudinot. Þar er m.a. sögusafn sem er opið, með lifandi leiðsögn. Alls vinna að hátíðinni um 50 starfsmenn sveitarfélagsins og á sjötta hundrað sjálfboðaliða!
Fyrir saltfiskáhugamann eins og mig er mikil veisla að koma þarna og alveg er öruggt að ég mun fara aftur.“ segir Sverrir.
Nuno Araújo, framkvæmdastjóri Grupeixe, segir hátíðina vera mikilvæga fyrir samfélagið á svæðinu og ekki síður fyrir fyrirtækin sem taka þátt.
„Þarna fáum við einstakt tækifæri til að kynna fyrirtækið, vöruna, vörumerkið og það sem við stöndum fyrir. Fyrir okkur er lykilatriði að vera með fisk sem við veiðum, vinnum og seljum. Þannig fylgjum við ferlinu í gegnum alla virðiskeðjuna, alveg frá veiðunum og til neytandans. Einkunnarorð okkar er „somos origem“ eða „við erum uppruninn“, sem vísar til þess áðurnefnda.
Um leið og við kynnum okkur með þessum hætti erum við að styðja við það samfélag sem fyrirtæki okkar starfar í.“ segir Nuno Araújo í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn.
Fleiri myndir frá hátíðinni má sjá hér.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst