Íbúafundur í dag

Í dag verður haldinn íbúafundur í Ráðhúsi Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á Skansinum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember sl. að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 Ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 […]
Kynna skipulagsáætlanir vegna listaverks

Á vef Vestmannaeyjabæjar eru í dag kynntar skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi vegna listaverks eftir Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmælis. Skipulagstillögurnar eru […]
Býður upp á nýja leið til að skoða Eldfell

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók nýverið fyrir skipulagsbreytingar vegna minnisvarða á Eldfelli í tilefni af 50 ára gosloka-afmæli. Lögð var fram tillaga á vinnslustigi að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfismati áætlunar, greinargerð og uppdrætti vegna nýrrar deiliskipulagstillögu og umhverfismat áætlana. Heildarstefna skipulagsáætlananna er sú sama en gögnin hafa þó tekið einhverjum breytingum vegna breytinga […]
Baðlón og hótel á Skanshöfða

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var lögð fram tillaga á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna baðlóns og hótels við höfða austan við Skansinn. Einnig var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem felur í sér skipulag fyrir Skansinn, og hótel og baðlón á Skanshöfða auk umhverfismatsskýrslu áætlana. Skipulagslýsing […]
10-12 íbúðir ofan á Klett?

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 44, þar sem nú stendur söluturninn Klettur. Fram kemur í skýringum í fylgiskjali að gerð sé tillaga af breytingu á nýtingu á lóð fyrir Strandveg 44. Núverandi hús verður fjarlægt og byggð nýbygging með bílakjallara. Hlutverk jarðhæðar mun haldast óbreytt og […]
