Býður upp á nýja leið til að skoða Eldfell
5. nóvember, 2024
Myndin sýnir núverandi stíga og vegi (hvítar línur) og nýjan stíg um Eldfell (rauð lína) sem er hluti af listaverki Ólafs Elíassonar. Stígurinn verður 1,5-2,5 metra breiður.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók nýverið fyrir skipulagsbreytingar vegna minnisvarða á Eldfelli í tilefni af 50 ára gosloka-afmæli.

Lögð var fram tillaga á vinnslustigi að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfismati áætlunar, greinargerð og uppdrætti vegna nýrrar deiliskipulagstillögu og umhverfismat áætlana. Heildarstefna skipulagsáætlananna er sú sama en gögnin hafa þó tekið einhverjum breytingum vegna breytinga á hönnun listaverksins á útsýnisstað og vegna nýrrar landsskipulagsstefnu.

Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Eldfell og nærliggjandi svæði vegna uppbyggingar listaverks um eldgos á Heimaey. Hér fyrir neðan er úrdráttur úr fylgiskjölum sem unnin eru af Alta vegna deiliskipulags á svæðinu vegna framkvæmdanna.

Listaverk Ólafs Elíassonar, sem hefur vinnuheitið Wanderer’s perspective (sjónarhorn flakkarans), samanstendur af tveimur hlutum:
  1. Minnisvarða með afmörkuðu hringlaga sjónarhorni í átt að Eldfelli
  2. Stíg upp og niður Eldfell sem mótar hring um Eldfellsgíginn, séð frá hringlaga sjónarhorninu við minnisvarðann.
Hringurinn hefur tvær merkingar:
  1. Myndar sjónarhorn beint í suður og rammar inn sólina þegar hún rís hæst 21. janúar, daginn sem fyrstu skjálftarnir hófust.
  2. Markar tvo mikilvæga áfanga í baráttunni við eldfjallið:
    1. Baráttuna gegn framgangi Flakkarans, táknað með efri boga hringsins á himninum
    2. Hægfara kólnun hraunsins, sem táknuð er með neðri boganum á jörðinni.
Minnisvarðinn, sem verður um 4,8 m breiður á alla kanta og 4 m hár, býður upp á nýja leið til að skoða Eldfell. Hann býður fólki að safnast saman og leita skjóls, á meðan stígurinn býður gestum að klífa tindinn.

Sameinar margar hugmyndir

Ólafur Elíasson lýsir verkinu svo:

„Verkið sameinar margar hugmyndir sem mér eru kærar: mikilvægi þess að gefa sér tíma til að staldra við og hugsa, finna fyrir tilvistinni hér og nú, véfengja eigin sjónarhorn, hugleiða um afstæði tilverunnar og forvitni um sjónarhorn og upplifanir annarra, ennfremur að velta fyrir sér hreyfingu líkamans og hlutverki hans í því að standa andspænis veröldinni og að móta hana.”

Myndin hér að ofan sýnir núverandi stíga og vegi (hvítar línur) og nýjan stíg um Eldfell (rauð lína) sem er hluti af listaverki Ólafs Elíassonar. Stígurinn verður 1,5-2,5 metra breiður. Gert er ráð fyrir að bæta megi við litlum áningarstöðum eða útsýnispöllum við hringstíginn þar sem gestir geta kastað mæðinni og þar sem ágangur er mikill og verja þarf yfirborð.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst