Oktawia og Róbert Elí með bestan námsárangur

Framhaldsskólanum var slitið miðvikudaginn 18. desember  og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélagi veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru  Adam Smári  og Ívar […]

FÍV – Fleiri tækifæri til náms í heimabyggð

Á nýliðinni haustönn voru tæplega 80 fleiri nemendur í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en önnina á undan. Alls um 280 nemendur á 11 mismunandi brautum og í 82 áföngum. Tæplega 59% umsækjenda á haustönn voru í iðn- og verknám og 36% nemenda sem komu beint úr grunnskóla sóttu um í iðn- og verknámi eða 21 nemandi […]

Fleiri útskrifast af iðnbrautum

Framhaldsskólanum var slitið í gær og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri fór yfir starfið á haustönn en um 280 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum og 82 áfangar kenndir. „Iðn- og verkmenntaskólar hér á landi fóru í átak haustið 2017 með það […]

Kveikjum neistann fékk sérstaka viðurkenningu

Ari Eldjárn, uppistandari með meiru hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.  Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin og við þeim tóku fyrir hönd GRV og Vestmannaeyjabæjar, Anna […]

Sumarlokun leikskólanna

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var tekin fyrir sumarlokun leikskóla og sumarleyfi. Fram kemur í fundargerð að skólaskrifstofa leggi til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2025 verði frá 10. júlí til 14. ágúst líkt og í ár. Leikskólar opna klukkan 10:00 þann 15. ágúst. Ráðið samþykkti umrædda tillögu sumarlokunar leikskóla frá skólaskrifstofu. Samhliða ákvörðun […]

Baráttudagur gegn einelti

Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta. Skólar og leikskólar, ásamt landsmönnum öllum hvattir til að gefa sér tíma og reyna að finna leiðir að jákvæðara samfélagi fyrir alla. Grunnskóli Vestmannaeyja mun taka þátt […]

Bleikur dagur í GRV

Bleiki dagurinn verður haldinn í Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt Víkinni, miðvikudaginn 16. október. Bleiki dagurinn er formlega þann 23. október, en sökum vetarfrís skólans hefur verið ákveðið að halda upp á daginn viku fyrr í skólanum. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að klæðast bleiku eða með eitthvað bleikt, til að styðja við þær konur sem […]

Rosalegt hrun í málþroska barna

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar – Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðum Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir […]

Ráðaleysi ríkjandi nema í Vestmannaeyjum?

„Stór hluti nemenda á yngsta stigi íslenskra grunnskóla nær ekki settum viðmiðum þegar kemur að lestrarfærni. Að loknum 1. bekk veit hluti nemenda ekki hvernig allir bókstafir stafrófsins hljóma. Með hverjum nýjum árgangi fjölgar þessum börnum. Á sama tíma fækkar þeim stöðugt sem ná viðmiðunum,“ segir í grein á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Blaðið hefur […]

Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.