Sumarlokun leikskólanna

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var tekin fyrir sumarlokun leikskóla og sumarleyfi. Fram kemur í fundargerð að skólaskrifstofa leggi til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2025 verði frá 10. júlí til 14. ágúst líkt og í ár. Leikskólar opna klukkan 10:00 þann 15. ágúst. Ráðið samþykkti umrædda tillögu sumarlokunar leikskóla frá skólaskrifstofu. Samhliða ákvörðun […]

Baráttudagur gegn einelti

Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta. Skólar og leikskólar, ásamt landsmönnum öllum hvattir til að gefa sér tíma og reyna að finna leiðir að jákvæðara samfélagi fyrir alla. Grunnskóli Vestmannaeyja mun taka þátt […]

Bleikur dagur í GRV

Bleiki dagurinn verður haldinn í Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt Víkinni, miðvikudaginn 16. október. Bleiki dagurinn er formlega þann 23. október, en sökum vetarfrís skólans hefur verið ákveðið að halda upp á daginn viku fyrr í skólanum. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að klæðast bleiku eða með eitthvað bleikt, til að styðja við þær konur sem […]

Rosalegt hrun í málþroska barna

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar – Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðum Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir […]

Ráðaleysi ríkjandi nema í Vestmannaeyjum?

„Stór hluti nemenda á yngsta stigi íslenskra grunnskóla nær ekki settum viðmiðum þegar kemur að lestrarfærni. Að loknum 1. bekk veit hluti nemenda ekki hvernig allir bókstafir stafrófsins hljóma. Með hverjum nýjum árgangi fjölgar þessum börnum. Á sama tíma fækkar þeim stöðugt sem ná viðmiðunum,“ segir í grein á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Blaðið hefur […]

Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]

Þegar Eyjamenn fá áhuga er árangur aldrei langt undan

Tryggvi Hjaltason – Auðurinn í drengjunum okkar  „Vendipunkt í þessu ferðalagi má rekja til greinar sem ég ásamt hópi öflugs fólks skrifuðu og kölluðu Auðurinn í drengjunum okkar. Í hópnum var  áhrifafólk í íslensku samfélagi, Vigdís Finnbogadóttir, margir af stærstu forstjórunum í íslensku atvinnulífi, þekktir leikarar, kennarar og fleiri. „Greinin birtist á visir.is í nóvember […]

Til Köben til að víkka sjóndeildarhringinn

Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyja í vor af félagsvísindalínu. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, fyrir félagsstörf, fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi og fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi. Hvað stendur upp úr eftir skólagöngu þína í FÍV? Það sem stendur uppúr fyrir Sigrúnu eftir hennar skólagöngu […]

Björgunarsveitin var kölluð út

Magdalena Jónasdóttir útskrifaðist í vor úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Hún segir aðspurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í GRV að hún hafi átt mjög viðburðarrík og frábær ár í GRV. ,,Með öllum vinum mínum og samnemendum stendur mikið upp úr eftir skólagöngu mína. Tíundabekkjar skólaferðalagið verður þó líklegast það eftirminnilegasta þar sem við […]

GRV – Einstakur árangur nemenda í 3. bekk

Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann , í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma.  Ljós í myrkrinu eftir birtingu skýrslu eyjamannsins, Tryggva […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.