Urðu af 17 skipakomum í sumar

Lettbatur Skemmtiferdaskip Tvö

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri yfir þróun í komum skemmtiferðaskipa síðustu 5 árin. Einnig fór hún yfir þau tækifæri og ógnanir sem hún sér fyrir á komandi árum. Í afgreiðslu ráðsins segir að Vestmannaeyjahöfn hafi orðið af tekjum vegna frátafa sökum veðurs og aðstöðuleysis fyrir stærri skip. […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

bæjarstjórn_vestm

1609. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Vestmannaeyja. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er umræða um samgöngumál og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, auk nokkurra mála úr fundargerðum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá alla dagskrá fundarins. Almenn erindi 1.  201212068 – […]

Unnið að fjárhagsáætlun

default

Ræddar voru forsendur fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 á síðasta fundi bæjarráðs, auk tímalínu vinnu við áætlunargerðina. Framundan eru vinnufundir í fagráðum og bæjarstjórn. Framkvæmdastjórar skila áætlunum um rekstur og viðhald til fjármálastjóra. Vinna stendur yfir við undirbúning áætlunarinnar. Í forsendum fjárhagsáætlunar er lagt upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára eða 14,91% […]

Ný goslokanefnd skipuð

Tekin var fyrir skipan goslokanefndar fyrir árið 2025, á síðasta fundi bæjarráðs. Fram kemur í bókun rásðins að bæjarráð taki undir þakkir bæjarstjórnar fyrir vel heppnaða hátíð í sumar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að skipa í gosloknefnd fyrir árið 2025 Ernu Georgsdóttur, sem verður formaður, Magnús Bragason, Birgi Níelsen, Dóru Björk Gunnarsdóttur og Súsönnu Georgsdóttur. Með […]

Telja tafirnar óásættanlegar

20220306_154436 1

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir þær miklu tafir sem orðnar eru á framkvæmdum á svokallaðri Rauðagerðislóð á Boðaslóð, en ekkert hefur verið framkvæmt þar síðan lóðinni var úthlutað. Forsaga málsins er sú að bæjarráð samþykkti í byrjun mars árið 2022 að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á reitnum að undangegnu tilboðs- […]

Unnið er að aðgerðaráætlun

IMG_4816

Verkefnastjóri öldrunarþjónustu og framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynntu stöðu öldrunarþjónustu Verstmannaeyjabæjar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Fram kemur í fundargerð að verkefni þjónustunnar sé í stöðugri þróun. Unnið er að aðgerðaráætlun þar sem skerpt er á þjónustunni og áherslum hennar. Um 145 þjónustuþegar nýta stuðningsþjónustu og 51 fá að jafnaði heimsendan mat. Vestmannaeyjabær […]

Fulltrúar Byggðastofnunar komu færandi hendi

Byggdast I Heimsokn Vestm Is C

Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS. Greint er frá heimsókninni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir að þau hafi komið í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu þau Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar […]

Míla kaupir ljósleiðarkerfi Eyglóar

linuborun_0423

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu stjórnar Eyglóar ehf., sem er hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, um að ganga að kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðarkerfi sem Eygló hefur verið að byggja upp á undanförnum tveimur árum. Kaupverðið er 690 milljónir króna sem felur í sér að útlagður kostnaður við uppbyggingu kerfisins endurheimtist. Þetta kemur fram í […]

Lögðu fram tillögur að úrbótum

IMG_0977

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]

Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]