Malbikað víða um bæinn

20210511_120804

Malbikun stendur yfir víðsvegar um bæinn í dag og á morgun, 7. og 8. október. Í tilkynningu á vef bæjarins segir að malbikun standi yfir við Sorpu, á Strandvegi við Strandveg 101, við Skansveg neðan við Fesbrekku og við gatnamót Strandvegar og Hlíðarvegar. Vegna malbikunar er móttökustöð Kubbs því lokuð í dag og einnig Skansvegurinn […]

Verklok áætluð í maí

Hasteinsv Opf

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs yfir tímalínu á framkvæmdum vegna gervigrass og flóðlýsingar á Hásteinsvelli. Fyrir liggur að ástand afvötnunar á vellinum eru góðar og ekki er þörf á að hrófla við undirlagi og drenkerfi. Búið er að færa girðingar við skammhliðar vallarins og stækka hann […]

Vilja draga úr áhrifum hækkunar fasteignamats

hus_midbaer_bo

Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi – á fundi ráðsins í vikunni – ramma og forsendur fjárhagsáætlunar. Fram kemur í fundargerð að undanfarnar vikur hafi vinna staðið yfir á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja við að skoða áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarstjóri fór yfir vinnuna sem unnin var fyrir bæjarráð og þá tillögu sem liggur fyrir. Í […]

Gert ráð fyrir 110 íbúðum á malarvelli og Löngulág

Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar  Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar […]

Enn bætast við hús á ljósleiðaranet Eyglóar

linuborun_0423

Enn bætast við hús í áfanga 2 á ljósleiðaraneti Eyglóar. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að íbúar neðangreindra húsa geti nú haft samband við þá internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Hátún 16 Heiðarvegur 24 Heiðarvegur 26 Heiðarvegur 28 Heiðarvegur 30 Heiðarvegur 32 Heiðarvegur […]

Vestmannaeyjahöfn bauð til veislu

Þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í störfum hafnarinnar í sumar var boðið til veislu í hádeginu í dag. Það hafa fjörtíu og þrír unnið hjá okkur í sumar en því miður áttu ekki allir heimangengt. Boðið var upp á pulled pork borgara með öllu því sem fylgir. Mannauðurinn er ómetanlegur í störfum okkar hjá […]

Urðu af 17 skipakomum í sumar

Lettbatur Skemmtiferdaskip Tvö

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri yfir þróun í komum skemmtiferðaskipa síðustu 5 árin. Einnig fór hún yfir þau tækifæri og ógnanir sem hún sér fyrir á komandi árum. Í afgreiðslu ráðsins segir að Vestmannaeyjahöfn hafi orðið af tekjum vegna frátafa sökum veðurs og aðstöðuleysis fyrir stærri skip. […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

bæjarstjórn_vestm

1609. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Vestmannaeyja. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er umræða um samgöngumál og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, auk nokkurra mála úr fundargerðum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá alla dagskrá fundarins. Almenn erindi 1.  201212068 – […]

Unnið að fjárhagsáætlun

default

Ræddar voru forsendur fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 á síðasta fundi bæjarráðs, auk tímalínu vinnu við áætlunargerðina. Framundan eru vinnufundir í fagráðum og bæjarstjórn. Framkvæmdastjórar skila áætlunum um rekstur og viðhald til fjármálastjóra. Vinna stendur yfir við undirbúning áætlunarinnar. Í forsendum fjárhagsáætlunar er lagt upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára eða 14,91% […]

Ný goslokanefnd skipuð

Tekin var fyrir skipan goslokanefndar fyrir árið 2025, á síðasta fundi bæjarráðs. Fram kemur í bókun rásðins að bæjarráð taki undir þakkir bæjarstjórnar fyrir vel heppnaða hátíð í sumar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að skipa í gosloknefnd fyrir árið 2025 Ernu Georgsdóttur, sem verður formaður, Magnús Bragason, Birgi Níelsen, Dóru Björk Gunnarsdóttur og Súsönnu Georgsdóttur. Með […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.