„Meiriháttar í alla staði”

Um síðustu helgi fóru Akóges-félagar og frúr í skemmtiferð til Porto í Portúgal. Heimsótti hópurinn m.a. dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Fyrirtækið sérhæfir sig í saltfiskvinnslu. Hópurinn taldi 16 félaga og 15 maka. Kristmann Karlsson var einn þeirra sem fór ferðina. Hann segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að móttökurnar sem hópurinn fékk hafi verið alveg hreint stórkostlegar. […]
Söfnun á körum VSV

Nú er verið að safna saman körum í eigu Vinnlustöðvarinnar, sem eru víðsvegar um hafnarsvæðið og annarstaðar í bænum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það séu starfsmenn Hafnareyrar sem sjá um það verk. Þetta á að klárast í þessari viku og eiga þá kör Vinnslustöðarvinnar eingöngu að vera í eða við hús fyrirtækisins. Sækja […]
Vel heppnuð Eyjaferð

Um síðustu helgi heimsóttu félagar í Félagi skipa- og bátaáhugamanna Vestmannaeyjar. Félagið var stofnað í Reykjavík í febrúar árið 2012 og er tilgangur félagsins að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. Rætt er við […]
Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn. En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. […]
Matey – Suður-Evrópskir verðlaunakokkar

Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. „Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]
Dást að gæðum veitingastaðanna

MATEY – sjávarréttahátíð hefst með opnunarhátíð í dag. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman, í þriðja skiptið og vekja athygli á menningararfleiðinni og því fjölbreytta fiskmeti sem framleitt er í Eyjum. Boðið verður uppá margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni héðan úr Eyjum. Hátíðin verður sett í Sagnheimum í dag, miðvikudag […]
VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)
Vinnslan fer vel af stað hjá VSV

Nú er landvinnsla í botnfiski komin af stað aftur eftir sumarstopp hjá Vinnslustöðinni, Leo Seafood og í Hólmaskeri í Hafnarfirði. Vinnslan hefur farið vel af stað og ágætlega hefur gengið að halda uppi vinnslu. Breki, Þórunn Sveinsdóttir og Drangavík voru að veiðum í vikunni, en Kap fer af stað seinni hluta september. Mest áhersla hefur […]
Gullberg á síldveiðar

Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla […]
„Minnir á Þjóðhátíð Eyjamanna“

Ilhavo er rúmlega 39.000 manna sveitarfélag í norðanverðu Portúgal, rétt sunnan við borgina Aveiro. Þar er m.a. hafnarbærinn Gafanha da Nazaré en í þeim bæ er portúgalskt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Það má segja að þetta svæði sé heimavöllur saltfiskinnflutnings í Portúgal. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að Ilhavo eigi það sameiginlegt með Vestmannaeyjum að halda […]